Fjölnir | FRÉTTIR

10.03 2018

Samstarf Hæfis og Fjölnis

Fjölnir og Hæfi endurhæfingastöð hafa gert með sér samkomulag um greitt aðgengi og þjónustu lækna, sjúkraþjálfara og sálfræðinga við íþróttafólk Fjölnis. Samkomulagið innifelur einnig að unnið sé sameiginlega að því að þessi þjónusta þróist áfram í takt við þarfir og væntingar og lögð er mikil áhersla á þétt samstarf við þjálfara félagsins.

Einstaklingar sem slasast á æfingum eða í keppni geta í samvinnu við sinn þjálfara pantað tíma hjá lækni og/eða sjúkraþjálfara stöðvarinnar og fengið þar greiningu og mat á sínum meiðslum sem og ráðleggingar um framhaldið. Um er að ræða viðbrögð við meiðslum, greiningu og meðhöndlun þeirra.

Einnig getur íþróttafólk Fjölnis leitað til sjúkraþjálfara vegna greiningar og meðferðar á stoðkerfismeinum almennt. Sjúkraþjálfarar Hæfi útbúa áætlun í samvinnu við þjálfara og íþróttamanninn sem um ræðir  ef um langvarandi meiðsl er að ræða.

Sálfræðingur stöðvarinnar býður íþróttafólki upp á sértæka þjónustu í formi greiningar, hvatningar, leiðum til að vinna úr hindrunum, tapi, sigrum og að setja sér árangursmarkmið.

Um Hæfi

Hjá Hæfi starfar reynslumikið fagfólk á sviði heilsueflingar og endurhæfingar. Má þar nefna læknar, sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafar og sálfræðingar.

Við bjóðum upp á meðferðarúrræði, greiningar og inngripar tillögur, sértæka þjónustu ásamt námskeiðum og fyrirlestrum fyrir hópa og fagfólk.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni hæfi.is

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.