Fjölnir | FRÉTTIR

08.07 2017

Unglingalandsmót UMFÍ 4. - 6. ágúst á Egilsstöðum.

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. 

Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. 

​Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

​Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst. 

​Á Egilsstöðum er ljómandi góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar og mörg keppnissvæði liggja mjög þétt.

Hér er linkur á skráningarsíðu landsmótsins https://umfi.felog.is 

Frekari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu UMFÍ http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi

​Verið velkomin til Egilsstaða!

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.