Fjölnir | FRÉTTIR

27.11 2018

Vígsluhátíð Fjölnishallarinnar í dag!

Nýja íþróttahúsið við Egilshöllina verður vígt í dag, við köllum nýja húsið Fjölnishöllina og erum að vinna í að fá að festa það í sessi.

Við óskum eftir hjálp allra deilda, stjórna/þjálfara við að kynna viðburðinn og fá iðkendur félagsins til að mæta og taka þátt í viðburðinum með okkur. 

Borgarstjórinn, yfirstrumpar ÍTR, ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og lykilmenn Regins verða öll á staðnum ásamt vonandi fjölmiðlum. Það er því félaginu í heild sinni mjög mikilvægt að við kynnum viðburðinn vel, fáum alla iðkendur félagsins til að mæta klukkan 15:00 í knatthúsið og ganga í salinn í skrúðgöngu syngjandi í "Grafarvogi er gott að búa" klædd í Fjölnisfatnaði.

Þetta er ein besta kynning sem við eigum völ á. Sýna stærð félagsins og þann gríðarlega auð sem við eigum í fjölda iðkenda, breidd þessa félags og í fjölbreytileika með 12 deildir innanborðs.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.