Íþróttaakademían
Íþróttaakademía Fjölnis [ÍAF] er verkefni innan Umf. Fjölnis og er það tækifæri ætlað unglingum sem æfa íþróttir í Fjölni og eru í 9. og 10. bekk. Verkefnið snýst um að bjóða upp á skipulagða tækniþjálfun í handbolta, fótbolta og körfubolta ásamt hagnýtri fræðslu í þeim þáttum sem skipta máli, s.s. sögu félagsins, þjálffræði, íþróttasálfræði og næringarfræði. Bóklegi þátturinn er öllum greinum félagsins aðgengilegur. Aðalmarkmið ÍAF er að bjóða upp á þjálfun og fræðslu sem styður við það sem þegar er gert í flokkum félagsins, annað og meira en gert er nú þegar í deildunum. Þetta verkefni er hugsað fyrir þá íþróttamenn sem vilja ná langt í sinni íþrótt og eru tilbúin að leggja mikið á sig, til að svo megi verða.
ÍAF byggir á samstarfi unglingadeilda grunnskóla Grafarvogs og Umf. Fjölnis og felst tækifærið fyrir unglingana að fá að velja ÍAF sem valgrein í náminu sínu í stað hefðbundinna námsgreina.
Fyrsta starfsári ÍAF er að ljúka og er það vonandi aðeins það fyrsta af mörgum og mun verkefnið vera í stöðugri þróun næstu misserin. Vonumst við til að í framtíðinni getum við boðið upp á þetta tækifæri fyrir fleiri greinar úr Fjölni. Við erum nefnilega þess fullviss að æfingarnar og fræðslan mun hjálpa okkar íþróttamönnum að ná fram sínum besta árangri þegar fram í sækir.
Með skráningu á þetta eyðublað er umsókn móttekin og greiðsluseðill verður sendur í upphafi tímabils ef viðkomandi nemandi verður samþykktur í Íþróttaakademíuna.
Hér geturðu nálgast slæðukynningu á verkefninu:
Eftirfarandi atriði eru skilyrði inngöngu
* ÍAF verður að vera valfag hjá viðkomandi nemanda í grunnskóla
* Að vera virkur iðkandi hjá Fjölni
* Að greiða æfingagjöld hjá Fjölni fyrir tilskilt tímabil (haust og vor)
Hér er svo hægt að sækja um fyrir haust 2017
Verkefnisstjórar eru Sveinn Þorgeirsson (s. 697 5098, sveinn@bhs.is) og Sævaldur Bjarnason