Fjölnir

Reglugerð

  1. Íþróttamenn deilda eru kjörnir ár hvert af deildum félagsins og skulu deildirnar velja íþróttakarl og íþróttakonu sem skarað hefur fram úr öðrum iðkendum og skal fylgja þeirra vali skrá yfir afrek viðkomandi.  Afrekaskrá skal vera minnst fimm línur og mest tíu línur.
  2. Tilnefningar deilda skulu berast skrifstofu félagsins fyrir 1 desember ár hvert á netfangið skrifstofa@fjolnir.is
  3. Aðalstjórn félagsins skal velja úr hópi íþróttamanna deilda einn íþróttakarl Fjölnis og eina íþrótttakonu Fjölnis.
  4. Íþróttamenn deilda verða að hafa verið í félaginu á liðnu keppnistímabili.
  5. Fulltrúi aðalstjórnar félagsins afhendir farandbikar sem íþróttakarl og íþróttakona félagsins varðveita í eitt ár.  Íþróttakarl og íþróttakona félagsins fá einnig afhentan bikar til eignar sem gjöf frá aðalstjórn Fjölnis.
  6. Auk þess hljóta íþróttamenn allra deilda félagsins viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu.
  7. Afhending verðlauna fer fram við hátíðlega athöfn daginn fyrir gamlársdag ár hvert.
  8. Reglugerð þessi er sett samkvæmt samþykkt aðalstjórnar Ungmennafélagsins Fjölnis á stjórnarfundi þann 19. desember 2017.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.