Skákæfingar Fjölnis fyrir grunnskólakrakka hefjast 7. september og verða framvegis hvern fimmtudag í Rimaskóla frá kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis en miðað er við að þátttakendur þekki mannganginn og grunnatriði skáklistarinnar.

Í skákhléi er boðið upp á veitingar og í lok hverrar æfingar eru afhent verðlaun og dregið í happadrætti.

Skákdeild Fjölnis er að hefja sitt 20. starfsár. Allt frá fyrstu tíð hafa skákæfingarnar verið mjög vinsælar bæði meðal drengja og stúlkna. Öllum áhugasömum er bent á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis en þar er að finna upplýsingar um skákstarfið í Grafarvogi.

Umsjón með fimmtudagsæfingunum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og hefur hann sér góða leiðbeinendur og aðstoðarmenn

Skák er skemmtileg.