Fjölnir

Starfssvæði Fjölnis

Starfssvæði Fjölnis og framtíðarþróun

Grafarvogur afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Þar búa um 18 þúsund manns á rúmlega sex þúsund heimilum. Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes. Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur. Í Höfðahverfi eru atvinnusvæði sem talin eru hafa mikla þróunarmöguleika, einkum í vesturhlutanum. Land Keldna og Keldnaholts eru skilgrind sem framtíðaruppbyggingarsvæði, einkum fyrir atvinnuhúsnæði en ekki fyrir íbúðir. Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkur mun íbúðum innan nú- verandi skólahverfa fjölga um 550 á næstu árum.

En í borgarhlutanum í heild er horft fram á fjölgun íbúða um 3.350 þegar til lengri tíma er litið. 

Grafarvogur er stórt hverfi bæði hvað varðar íbúafjölda en einning landsvæði. Í hverfinu er mikil hverfisvitund og líta margir íbúar á Grafarvog sem einskonar bæ innan borgarmarkanna.

Það sem einkennir hverfið er mikil nánd við náttúruna. Þar ber helst að nefna svæði eins og Gufunesið, Grafarvoginn og ánna Korpu. Hverfið markast einnig af langri og fallegri sjávarsíðu sem umlykur hverfið að stórum hluta. Íbúarnir nýta sér óspart þessar náttúruperlur til útivistar og íþróttaiðkunar.

Tekið úr grein í Morgunblaðinu 17 febrúar 2015.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.