Fjölnir

Eineltiststefna

FJÖLNIR GEGN FORDÓMUM!

HVAÐ ERU FORDÓMAR?

Fordómar eru þegar einhver er áreittur, útilokaður, sniðgengin(n) eða mismunað vegna útlits, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, skoðana, trúar, fötlunar, efnahags eða annarra aðstæðna. Það er því miður staðreynd að á Íslandi verða einstaklingar fyrir fordómum og aðkasti m.a. vegna uppruna síns. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir fordóma í félaginu hvort sem um er að ræða félög, þjálfara, leikmenn, áhorfendur eða aðstandendur. Með samstilltu átaki getum við áorkað miklu og sparkað fordómum út úr félaginu.

HVAÐ GET ÉG GERT?
Ef einhver einstaklingur í kringum þig er haldinn fordómum skaltu ekki taka undir með honum heldur benda á að þú sért ekki sammála. Þú getur frætt aðra um að fordómar eigi ekki rétt á sér í knattspyrnunni eða annars staðar. Einnig getur þú beðið fólk að setja sig í spor þess sem það fordæmir og þá opnast oft augu viðkomandi. Við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur sjálf. Sýndu þeim sem verða fyrir fordómum stuðning og liðsinntu þeim.

Ef þú verður sjálfur fyrir fordómum, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. Það geta verið vinir, foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem þú treystir.

HVAÐ ER EINELTI?
Einelti er að ofsækja einhvern með endurtekinni stríðni, illkvittnum uppnefnum, ógnandi, árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap. Oft er erfitt að greina einelti en það birtist í flestum hópum í okkar samfélagi. Eineltið birtist t.d. oft í þeirri mynd að einhver er skilin(n) eftir útundan. Einelti veldur jafnan miklum kvíða hjá viðkomandi og vanlíðan. Öll þekkjum við einhvern einstakling sem hefur verið strítt mikið en hefurðu hugsað hvernig þér myndi líða í hans sporum? Einelti er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í knattspyrnunni frekar en annars staðar.

HVAÐ GET ÉG GERT?
Þú getur sleppt því að taka þátt í eineltinu. Þú getur einnig sagt öðrum frá, t.d. vinum þínum að það sé rangt að leggja einhvern í einelti. Börn geta sagt þjálfara, eða öðrum fullorðnum sem þau treysta frá eineltinu. Mjög mikilvægt er að sýna þeim sem verður fyrir eineltinu stuðning með því að ganga til liðs við hann/hana og mótmæla svona framkomu. Ef þú gerir ekkert og þegir heldur viðkomandi að þér finnist þetta allt í lagi og þú tekur þar með þátt í eineltinu. Hvernig fyndist þér ef svona væri komið fram við þig? Ef þú verður sjálfur fyrir einelti, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. Það geta verið vinir, foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem þú treystir.

HVAÐ ER HEIÐARLEG FRAMKOMA?
Umf. Fjölnir leggur áherslu á íþróttir séu stundaðar á heiðarlegan hátt og hvetur alla sem koma að íþróttinni til að sýna öðrum þátttakendum virðingu. Öguð og jákvæð framkoma ætti að vera markmið sérhvers leikmanns á vellinum.

 

Sumarið 2012 kom út Aðgerðaáætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Í áætluninni má finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningu og helstu birtingamyndir eineltis. Einnig er að finna aðferðir sem gripið verður til hjá Æskulýðsvettvanginum ef einstaklingur verður fyrir einelti og/eða annarri óæskilegri hegðun. Jafnframt er að finna leiðbeinandi verklagsreglur sem æskulýðsfélög geta tileinkað sér.

Hér má nálgast áætlunina.

 


 

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.