Frjálsar | FRÉTTIR

Karen, Kjartan og Signý valin í Úrvalshóp FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan lista yfir Úrvalshóp unglinga 15-19 ára. Listinn gildir út árið 2018. Fjölnir á núna þrjá iðkendur á þessum lista. Þau eru eftirfarandi: Karen Birta Jónsdóttir 16 ára sem náði lágmarki í spjótkasti (500gr). Kjartan Óli Ágústsson 15 ára sem náði lágmarki í 800m hlaupi. Signý Hjartardóttir 15 ára sem náði lágmarki í kúluvarpi (3 kg). Karen Birta og Signý voru áður í hópnum en Kjartan Óli kemur nýr inn í hópinn núna. Þeir sem eru í Úrvalshópnum…

13.12 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Óskar með besta afrek öldunga

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember. Þar fengu ýmsir viðurkenningar sem höfðu skarað fram úr á árinu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildarinnar fékk viðurkenningu fyrir besta afrek í karlaflokkum eldri iðkenda árið 2017. Fékk hann viðurkenninguna fyrir 60m hlaup innanhúss á  Íslandsmeistaramóti öldunga sem fram fór í Kaplakrika 21. jan. Þá hljóp hann vegalengdina á 8,00 sek. Keppir hann í flokki 50-54 ára. Glæsilegur árangur hjá Óskari sem er frábær fyrirmynd fyrir iðkendur deildarinnar og aðra sem æfa og…

08.12 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Jólablandan

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt boðhlaupsmót í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal föstudaginn 24. nóv. Um nýtt mót var að ræða og fékk það heitið Jólablandan. Þetta boðhlaupsmót hafði þá nýbreytni að leyfilegt var að blanda saman körlum og konum í boðhlaupssveitir. Þurftu að vera 2 konur og 2 karlar í hverri sveit. Keppt var í 4x200m og 4x800m boðhlaupum. Bæði var keppt í 15 ára og yngri sveitum og í 16 ára og eldri. Mótið tókst mjög vel og myndaðist góð stemmning í…

26.11 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Frábær árangur á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR voru haldnir í frjálsíþróttahöllnni í Laugardal laugardaginn 18. nóv. Keppt var í aldursflokkum 6-17 ára. Frábær þátttaka var hjá Fjölni á mótinu en félagið átti 28 keppendur. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel og voru margir að setja persónuleg met í ýmsum greinum. 7 keppendur frá Fjölni komust á verðlaunapall að þessu sinni. Bjartur Gabríel Guðmundsson 15 ára sigraði í hástökki með stökk yfir 1,75m. Hann varð í 4. sæti í 60m hlaupi og kúluvarpi og var að bæta…

20.11 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Gaflarinn 2017

Frjálsíþróttamótið Gaflarinn fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 4. nóv. Góð þátttaka var frá Fjölni á mótinu en 18 keppendur frá Fjölni tóku þátt. Fjölniskrökkunum gekk mjög vel og voru margir að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum. Fjórar Fjölnisstúlkur náðu að komast á pall á mótinu. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir 17 ára vann gull í 600m hlaupi og brons í 60m hlaupi. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Elísa Sverrisdóttir 15 ára vann gull…

04.11 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Helga Guðný Íslandsmeistari í víðavangshlaupi

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölniskona varð Íslandsmeistari í víðavangshlaupi laugardaginn 28. okt. þegar hún sigraði kvennaflokkinn í Víðavangshlaupi Íslands. Eftir mótið valdi Frjálsíþróttasambandið fjóra hlaupara til að senda á Norðurlandamótið í víðavangshlaupum sem fer fram í Danmörku 11. nóv. og er Helga Guðný ein þeirra sem voru valin. Fleiri keppendur frá Fjölni tóku þátt í hlaupinu. Daði Arnarson varð annar í flokki pilta 18-19 ára og Eiríkur Óskar Oddsson varð í 4. sæti. Hugi Harðarson varð í 5. sæti í karlaflokki.…

03.11 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram á Kópavogsvelli helgina 2.-3. sept. í rigningu og töluverðum vindi. Tveir keppendur frá Fjölni luku við þrautina í flokki 15 ára og yngri stúlkna. Signý Hjartardóttir varð í 2. sæti með 3481 stig og Katrín Tinna Pétursdóttir varð í 3. sæti með 2860 stig. Ekki var mikið um persónulegar bætingar á mótinu enda veðrið frekar leiðinlegt. Þó bætti Signý sig í grindahlaupi og Katrín bætti sig í hástökki og spjótkasti. Þar með er utanhússtímabilinu…

05.09 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Nýtt byrjendanámskeið hjá Hlaupahópnum

Þann 11. september mun hefjast nýtt byrjendanámskeið hjá Hlaupahópi Fjölnis. Byrjendanámskeiðin hjá hlaupahópnum hafa notið mikilla vinsælda og þátttakan verið góð. Námskeiðið hefst mánudaginn 11. september kl 17:30 við Foldaskóla og lýkur 18. október eða 6 vikur. Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 – 18:40. Byrjað er á léttri upphitun og síðan er hlaupið og gengið eftir getu hvers og eins. Einnig er stundum farið í æfingar á grassvæðum við Dalhús. Að lokum er endað við Foldaskóla og…

29.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Unglingarnir okkar með 10 Íslandsmeistaratitla á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Laugardalsvelli helgina 26. – 27. ágúst. Veðrið var frekar leiðinlegt báða keppnisdagana eða rigning og þó nokkur vindur. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu að þessu sinni og stóðu þau sig rosalega vel. Samtals fengu þau 10 gullverðlaun, 7 silfur og 6 brons. Það verður að teljast frábær árangur hjá 14 keppendum. Eftirfarandi keppendur komust á verðlaunapall: Kjartan Óli Ágústsson 15 ára fékk gull í 800m hlaupi, gull í…

28.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingar í frjálsum hefjast 7. september

Vetrarstarfið í frjálsum mun hefjast 7. september hjá 1.-8. bekk. Allir eru velkomnir að prufa æfingar í frjálsum. Stelpur og strákar æfa saman og lögð er áhersla á að allir fái þjálfun við hæfi. Það situr aldrei neinn á bekknum í frjálsum, allir geta tekið þátt á sínu getustigi og allir geta keppt. Upplýsingar um æfingar hjá 9. bekk og eldri iðkendum eru settar inná Facebooksíðu hópanna.  Frjálsar íþróttir eru fyrir allan aldur og er æfingahópur líka fyrir fullorðna. Einnig…

23.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.