Frjálsar | FRÉTTIR

Fjölnishlaup Gaman Ferða - 30 ára afmælishlaup

Fjölnishlaup Gaman Ferða verður haldið fimmtudaginn 10. maí sem er uppstigningardagur.  Hlaupið er sannkallað afmælishlaup þar sem þetta er í 30. sinn sem Fjölnir heldur hlaupið. Hlaupið verður jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi 2018. Einnig er hlaupið hluti af Powerade sumarhlaupunum og gefur stig í stigakeppni hlaupaseríunnar. Hlaupaleiðir sem verða í boði eru, 1,4 km skemmtiskokk 5 km  10 km   Þátttökugjöld og skráning: 3.000 kr fyrir 10 km hlaup og 2.500 kr fyrir 5 km hlaup með forskráningu á hlaup.is fram að miðnætti…

19.04 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Páskamót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir yngstu iðkendur deildarinnar laugardaginn 24. mars. Mótið fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Iðkendum Aftureldingar var einnig boðið að taka þátt á mótinu. Keppt var í skutlukasti, langstökki, 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Góð stemmning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Í lokin fengu keppendur viðurkenningarskjal með árituðum árangri á mótinu og allir fengu páskaegg frá Freyju. Mótið var einnig styrkt af Landsbankanum.…

02.04 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir með 3 keppendur í landsliðinu

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landslið Íslands í frjálsum íþróttum 2018. Á listanum eru þrír iðkendur frá Fjölni: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 400m hlaupari, Bjarni Anton Theódórsson 400m hlaupari og Helga Guðný Elíasdóttir langhlaupari, en hún hefur verið í landsliðinu í mörg ár. Valið verður af listanum í þau landsliðsverkefni sem framundan eru. Listinn er í heild sinni hér.

18.03 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Bikarkeppni 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika sunnudaginn 11. mars. Fjölnir og Afturelding sendi sameiginlegt lið í keppnina og lenti stúlknaliðið í 7. sæti og drengjaliðið í 6. sæti. Í heildina varð liðið í 8. sæti. Fjölniskrakkarnir stóðu sig vel en bestum árangri náði Kolfinna Ósk Haraldsdóttir sem sigraði í 60 m hlaupi á tímanum 8,56 sek. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í greininni. Öll úrslit mótsins eru hér. Á myndinni…

13.03 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 4. sæti á Bikar

Bikarkeppni FRÍ fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 10. mars. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið í keppnina. Í kvennakeppninni varð liðið í 4. sæti, í karlakeppninni í 6. sæti en í heildina varð liðið í 4. sæti með 54 stig. Alls tóku 9 lið þátt í keppninni. Keppendur Fjölnis stóðu sig mjög vel og voru tveir að bæta sinn persónulega árangur. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir setti persónulegt met í 400 m hlaupi á tímanum 57,19 sek en fyrir átti…

13.03 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Jón Margeir þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót fatlaðra innanhúss fór fram laugardaginn 24. febrúar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Fjölnir átti einn keppanda á mótinu en það var Jón Margeir Sverrisson. Gerði hann sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslandsmeistari í hlaupum. Sigraði hann í 400 m hlaupi á tímanum 56,62 sek, 800 m hlaupi á tímanum 2:18,90 og að lokum sigraði hann í 3000 m hlaupi á tímanum 10:50,17. Er óhætt að segja að þetta sé glæsilegur árangur. Tíminn í 3000 m hlaupinu er mjög góður…

26.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnisfólkinu gekk vel á Íslandsmeistaramótinu í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 24. og 25. febrúar.  Fjölnir átti 15 keppendur á mótinu að þessu sinni sem stóðu sig mjög vel. Í stigakeppninni varð Fjölnir í 4. sæti bæði í heildarkeppninni og einnig í karla- og kvennaflokki. Fimm keppendur frá Fjölni komust á verðlaunapall og eins og oft áður þá voru margir að vinna persónulega sigra með nýjum bætingum. Hugi Harðarson (31 árs) vann silfur í 800m hlaupi karla á tímanum…

26.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Góður árangur á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 17. - 18. febrúar. Mótahaldið gekk vel hjá FH-ingum og aðstaðan í höllinni þeirra góð. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu og stóðu þau sig mjög vel. Níu af þeim unnu til verðlauna á mótinu og fengu 6 gull, 4 silfur og 6 brons. Í stigakeppninni varð Fjölnir í 5. sæti. Kjartan Óli Ágústsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi pilta 16-17 ára á tímanum 2:09,00 og einnig Íslandsmeistari í 1500…

19.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Fjölnir einn þátttakanda á mótinu. Signý Hjartaróttir 16 ára keppti í fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára og lenti hún í öðru sæti með 2900 stig sem er töluverð bæting í stigum frá fyrra ári. Gekk henni mjög vel í öllum greinunum. Til dæmis sigraði hún í hástökki með stökk yfir 1,53m sem er jafnt hennar persónulega besta árangri. Hún varð önnur í langstökkinu og þriðja í…

12.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Frábær árangur á MÍ öldunga

MÍ öldunga var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Fjölnir fjóra keppendur á mótinu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar varð tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 55-59 ára í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Sigraði hann með þó nokkrum yfirburðum í báðum vegalengdunum. Glæsilegur árangur það! Sigríður Sara Sigurðardóttir keppti í flokki 45-49 ára og varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi, 200m hlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og kúluvarpi. Hún keppti líka í 400m hlaupi og varð þriðja…

12.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.