Frjálsar | FRÉTTIR

Ágúst Íslandsmeistari í 200m hlaupi

Íslandsmeistaramót öldunga í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 16. og 17. feb. Fjölnismaðurinn Ágúst Jónsson keppti í þremur greinum í aldursflokknum 45-49 ára og gekk mjög vel. Hann varð Íslandsmeistari í 200m hlaupi á tímanum 27,08sek. Hann varð í öðru sæti í 60m hlaupi á tímanum 8,44sek og einnig í öðru sæti í 400m hlaupi á tímanum 60,61sek. Var hann að bæta sig í öllum vegalengdunum sem má teljast frábær árangur. Mótið var í umsjón Fjölnis…

17.02 2019 | Frjálsar LESA MEIRA

Sara með mótsmet og 4 medalíur á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 9.-10. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu. Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára náði að komast fjórum sinnum á verðlaunapallinn sem er aldeilis vel af sér vikið. Hún sigraði í 600m hlaupi á tímanum 1:45,08 sem er persónulegt met hjá henni og setti mótsmet í greininni. Hún varð í öðru sæti í langstökki með stökk uppá 4,57m og varð einnig í öðru sæti í 60m grind…

10.02 2019 | Frjálsar LESA MEIRA

Sara með gull á RIG í 600m hlaupi

Reykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum fóru fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 3. feb. Að þessu sinni tóku óvenju margir erlendir keppendur þátt í mótinu og keppnin því gríðarlega hörð. Um er að ræða boðsmót þ.a. aðeins þeir bestu í hverri grein er boðið að taka þátt í mótinu. Fjölnir átti 6 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára keppti í 600m hlaupi stúlkna 15 ára og yngri og sigraði hlaupið með miklum yfirburðum á tímanum…

05.02 2019 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir með 7 gull á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika dagana 26. og 27. janúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu og komust 7 þeirra á verðlaunapall sem er glæsilegur árangur hjá þessu unga íþróttafólki. Einnig voru sum þeirra að bæta sinn persónulega árangur á mótinu. Kjartan Óli Ágústsson (17 ára) sigraði bæði í 800m hlaupi á tímanum 2:02,32 og í 1500m hlaupi á tímanum 4:27,36. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (21 árs) sem nýverið var kosin íþróttakona frjálsíþróttadeildarinnar…

28.01 2019 | Frjálsar LESA MEIRA

Ingvar tilnefndur til langhlaupara ársins

Ingvar Hjartarson Fjölnismaður hefur verið tilnefndur til langhlaupara ársins 2018 á hlaup.is. Ingvar er aðeins 24 ára en hefur verið mjög áberandi í hlaupasamfélaginu síðan hann var 16 ára gamall. Hann hefur tekið þátt í ótal mörgum götuhlaupum undanfarin ár en hefur verið að færa sig yfir í utanvegahlaupin með mjög góðum árangri. Hann náði sérstaklega góðum árangri í ýmsum lengri utanvegahlaupum á árinu 2018. Þess má geta að fyrir nokkrum árum fékk Ingvar álagsbrot á báða fætur með nokkurra…

10.01 2019 | Frjálsar LESA MEIRA

Áramót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Áramót í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal föstudaginn 28. desember. Mótið tókst vel í alla staði og ber að þakka fyrir framlag allra þeirra sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóginn. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu en það var Hlynur Ólason ÍR sem setti met í flokki 16-17 ára pilta í 3000m hlaupi á tímanum 9:10,02. Fjölnir átti 15 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Þau sem urðu í efstu sætum í sínum greinum voru eftirfarandi:…

29.12 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Minna og Hugi frjálsíþróttafólk ársins

Val á íþróttafólki Fjölnis fór fram 27. desember. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Hugi Harðarson voru valin frjálsíþróttafólk Fjölnis. Vilhelmína er tvítug frjálsíþróttakona sem hefur staðið sig mjög vel á árinu 2018. Hún hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og hefur einbeitt sér að keppni í hlaupum síðustu misseri. Hefur hún náð mjög góðum árangri í 60, 100, 200 og 400m hlaupum. Á árinu 2018 hljóp hún 400m á 57,19sek sem gefur 968 IAAF stig sem er frábær árangur. Hún…

29.12 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Góður árangur á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR voru haldnir í frjálsíþróttahöllnni í Laugardal laugardaginn 24. nóv. þar sem keppt var í aldursflokkum 8-17 ára. Góð þátttaka var hjá Fjölni á mótinu en félagið átti 14 keppendur. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel og voru margir að setja persónuleg met í ýmsum greinum. 7 keppendur frá Fjölni komust á verðlaunapall að þessu sinni: Bjartur Gabríel Guðmundsson 16 ára sigraði í hástökki með stökk yfir 1,82m. Hann fékk brons í 200m hlaupi á tímanum 23,70sek. Einnig keppti hann…

25.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Óskar fékk viðurkenningu FRÍ

Uppskeruhátíð FRÍ var haldin í Laugardalshöll 23. nóvember og voru nokkrir úr hópi eldra frjálsíþróttafólks heiðraðir. Spretthlaupararnir Anna Sofia Rapich og Óskar Hlynsson fengu viðurkenningu fyrir bestu afrek ársins 2018. Til grundvallar er reiknilíkan Howard Grubb þar sem árangur er miðaður við reiknað heimsmet fyrir hvert aldursár í hverrri grein. Anna náði 92,8% þegar hún hljóp 60 m inni á 8,89 sek, þá 54 ára og Óskar 94,48% þegar hannn hljóp 60 m inni á 7,97 sek, þá 56 ára.…

24.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Birna Varðardóttir nýr þjálfari hlaupahópsins

Birna Varðardóttir hefur verið ráðin sem þjálfari Hlaupahóps Fjölnis. Óskar Jakobsson sem þjálfað hefur hópinn undanfarin misseri hefur snúið sér að öðrum störfum. Birna Varðardóttir er 24 ára gömul en með mikla reynslu af hlaupum og með góða menntun sem nýtist við þjálfunina. Hún er með BS í næringarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í þjálffræðivísindum frá Maastricht háskóla með íþróttanæringu að sérsviði. Birna byrjaði að hlaupa á unglingsaldri og hefur sett nokkur aldursflokkamet í lengri vegalengdum, þ.e. 3000m hlaupi,…

24.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.