Frjálsar | FRÉTTIR

MÍ á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Sauðárkróki dagana 14. og 15. júlí. Fjölnir átti 10 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Þau sem unnu til verðlauna voru: Helga Guðný Elíasdóttir vann tvenn silfurverðlaun. Annars vegar í 1500 m hlaupi á tímanum 4:59,15 og í 3000 m hlaupi á tímanum 10:42,43. Helga Þóra Sigurjónsdóttir vann silfurverðlaun í hástökki þegar hún stökk yfir 1,65 m. Einar Már Óskarsson vann bronsverðlaun í 200 m hlaupi á tímanum 22,86 sek.…

18.07 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Sara Íslandsmeistari í 600 m hlaupi 13 ára

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára var haldið á frjálsíþróttavellinum Egilsstöðum dagana 23.-24. júní í ágætis veðri. Fjölnir átti aðeins einn keppanda á mótinu og var það Sara Gunnlaugsdóttir 13 ára. Hún varð Íslandsmeistari í 600 m hlaupi á tímanum 1:55,43 sem er nálægt hennar besta árangri í þeirri vegalengd. Hún vann einnig silfur í langstökki með stökki upp á 4,74 m sem var smávægileg bæting hjá henni. Hún bætti sig einnig í þrístökki með stökk upp á 9,34 m  og…

24.06 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Vormót Fjölnis

Vormót Fjölnis var haldið á Laugardalsvelli 14. júní. Mótið gekk vel í alla staði þó að veðrið væri frekar blautt. Um 70 keppendur tóku þátt í mótinu á aldrinum 11-15 ára. Keppnisgreinar voru fjórar í hverjum aldursflokki; spretthlaup, langstökk ,kúluvarp og 600 eða 800 m hlaup. Fjölnisiðkendur stóðu sig með miklum sóma og nokkur unnu til verðlauna, en 10 keppendur frá Fjölni voru á mótinu. Una Hjörvarsdóttir 15 ára sigraði í langstökki stúlkna og vann silfur í 100 m hlaupi.…

18.06 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Kolfinna og Elísabet á Grunnskólamót Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fór fram í Kaupmannahöfn 27. maí til 1. júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og verður því haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja. Tvær Fjölnisstúlkur voru valdar í Reykjavíkurliðið að þessu sinni og voru það Kolfinna Ósk Haraldsdóttir 14 ára og Elísabet Líf A. Ólafsdóttir 13 ára. Stóðu þær sig mjög vel á mótinu. Kolfinna var líka…

03.06 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Metþátttaka í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða var haldið fimmtudaginn 10. maí í ágætis veðri. Er þetta þrítugasta hlaupið sem Fjölnir heldur og er hlaupið því jafngamalt félaginu sem einnig fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl 11. Skömmu síðar var 5km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4km langt. Metþátttaka var í hlaupinu en alls tóku þátt 105 keppendur í 10km, 65 keppendur í 5km og 110 keppendur…

10.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 10. maí

Fjölnishlaup Gaman Ferða verður haldið fimmtudaginn 10. maí sem er uppstigningardagur.  Hlaupið er sannkallað afmælishlaup þar sem þetta er í 30. sinn sem Fjölnir heldur hlaupið. Hlaupið verður jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi 2018. Einnig er hlaupið hluti af Powerade sumarhlaupunum og gefur stig í stigakeppni hlaupaseríunnar. Hlaupaleiðir sem verða í boði eru, 1,4 km skemmtiskokk 5 km  10 km   Þátttökugjöld og skráning: 3.000 kr fyrir 10 km hlaup og 2.500 kr fyrir 5 km hlaup með forskráningu á hlaup.is fram að miðnætti 9.…

07.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Sumarnámskeið í frjálsum

Þessi skemmtilegu námskeið verða aftur í sumar. Skráningar eru í Nora.

07.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA
03.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA
01.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Íris Anna og Ingvar með brons í MÍ í 5km

Víðavangshlaup ÍR fór fram í miðborg Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl. Hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi. Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni varð þriðja í mark í kvennaflokki á tímanum 18:45 og Ingvar Hjartarson úr Fjölni varð þriðji í karlaflokki á tímanum 16:14. Um 500 manns tóku þátt í hlaupinu í ágætis veðri. Fleiri hlauparar úr Fjölni voru að standa sig vel. Helga Guðný Elíasdóttir varð í fjórða sæti á tímanum 18:47 og var hún að…

20.04 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.