Frjálsar | FRÉTTIR

Arndís Ýr á Evrópubikar landsliða

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni var valin í landsliðið sem var sent á Evrópubikar landsliða sem fram fór í Tel Aviv í Ísrael dagana 24. og 25. júní. Landsliðið var skipað 32 íþróttamönnum og keppti í 2. deild. 12 þjóðir tóku þátt í keppninni. Fyrri daginn keppti Arndís Ýr í 3000m hlaupi og endaði í 11. sæti á tímanum 9:59,49. Seinni daginn keppti hún í 5000m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 17:14,16 mín sem er bæting hjá henni um tæpar…

26.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Margar persónulegar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram á Kópavogsvelli helgina 24. og 25. júní. Að þessu sinni tóku 7 keppendur frá Fjölni þátt í mótinu og stóðu sig mjög vel. Una Hjörvarsdóttir (14 ára) keppti í 4 greinum á mótinu; 100m, 80m grind, hástökki og spjótkasti. Hún komst í úrslit bæði í 100m hlaupi og í 80m grind. Var hún að bæta sinn persónulega árangur verulega í grindahlaupinu þar sem hún endaði í 4. sæti. Hún varð…

26.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Una og Kolfinna á Grunnskólamót Norðurlandanna

Una Hjörvarsdóttir og Kolfinna Ósk Haraldsdóttir voru valdar í Reykjavíkurúrvalið í frjálsum til að keppa á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Keppnin fór fram í Osló að þessu sinni. Valdar eru 8 stúlkur og 8 drengir á aldrinum 13 og 14 ára til að fara. Einnig er sent stúlknalið í handbolta og drengjalið í fótbolta. Una og Kolfinna æfa báðar frjálsar með Fjölni og stóðu þær sig mjög vel á mótinu. Úrslit má finna á facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Á myndinni er…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís með gull á Smáþjóðaleikunum

Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölniskona sigraði í 10.000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum þann 1. júní. Keppnin fór að þessu sinni fram í San Marino. Arndís hljóp vegalengdina á tímanum 36:59,69 sem er frábær tími hjá henni. Hún átti fyrir 39:08,28 í þessari vegalengd á braut frá árinu 2011 en hennar besti tími í 10 km götuhlaupi er 36:51 frá því í fyrra. Arndís var eini Fjölnisiðkandinn sem var valinn til að keppa á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni, en þess má geta…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Velheppnað Vormót í frjálsum

Hið árlega Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 1. júní. Veðrið var ekki upp á sitt besta eða töluverð rigning. Krakkarnir létu það ekki mikið á sig fá og gerðu sitt besta en ekki voru margar persónulegar bætingar á mótinu. Mótið var fyrir 11-15 ára og keppt var í þremur flokkum: 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Keppt var í 60m og 100m spretti, 800 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Á mótinu voru 91 keppandi…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Mikil gleði í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða var haldið á uppstigningardag í fínu veðri. 10 km hlaupið var ræst kl 11 á Gagnvegi rétt hjá Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Hlaupinn var hringur niður í voginn, meðfram Bryggjuhverfi og hringinn í kringum Geirsnef. Síðan var hlaupið til baka í mark í Dalhúsum. Elín Edda Sigurðardóttir ÍR sigraði kvennaflokkinn á tímanum 38:47 og Arnar Pétursson Ír sigraði karlaflokkinn á tímanum 33:24. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR varð í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 33:36 og setti jafnframt nýtt…

25.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 25. maí

Fjölnishlaup Gaman Ferða fer fram á uppstigningardag 25. maí kl 11 við Dalhús. Þetta eru leiðirnar í 10 km hlaupinu og skemmtiskokkinu. Skráning í 10 km fer fram á hlaup.is og skráning í skemmtiskokkið er á staðnum. Nánari upplýsingar eru á hlaup.is.

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís Ýr Íslandsmeistari í 10 km

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni varð Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi þegar hún sigraði kvennaflokkinn í Stjörnuhlaupinu sem fram fór laugardaginn 20. maí. Hljóp hún vegalengdina á 37:46. Þar með er Arndís bæði Íslandsmeistari í 10 km og 5 km götuhlaupum þar sem hún sigraði einnig í Víðavangshlaupi ÍR í apríl. Glæsilegur árangur hjá henni. Yfir 400 manns tóku þátt í Stjörnuhlaupinu en boðið var upp á tvær vegalengdir 5 og 10 km. Ingvar Hjartarson í Fjölni tók þátt í…

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Skemmtileg frjálsíþróttanámskeið í sumar

Fjölnir og Afturelding verða með námskeið í sumar með áherslu á frjálsar íþróttir. Námskeiðin fara fram á frjálsíþróttavellinum (Varmárvelli) í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru fyrir 6-9 ára fyrir hádegi og 10-12 ára eftir hádegi. Eftirfarandi vikur eru í boði: 12.-16. júní, 19.-23. júní, 24.-28. júlí, 31. júlí – 4. ágúst, 8.-11 ágúst og 14.-18. ágúst. Verð á námskeiðin er 6.900 fyrir hverja viku. Skráning er á fjolnir.is (Nora). Nánari upplýsingar koma fram á myndinni.

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 25. maí kl 11

Fjölnishlaupið er einn af elstu íþróttaviðburðum hverfisins og verður að þessu sinni haldið á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí. Er þetta í 29. sinn sem hlaupið er haldið. Hlaupið verður ræst kl 11 við Grafarvogslaug. Frjálsíþróttadeild Fjölnis heldur hlaupið í samvinnu við Gaman Ferðir og með dyggri aðstoð Hlaupahóps Fjölnis. Keppt verður í tveimur vegalengdum: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Í fyrra sigraði Þórólfur Ingi Þórsson ÍR karlaflokkinn í 10 km hlaupinu á tímanum 34:09 og Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni…

19.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.