Frjálsar | FRÉTTIR

Góður árangur á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 17. - 18. febrúar. Mótahaldið gekk vel hjá FH-ingum og aðstaðan í höllinni þeirra góð. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu og stóðu þau sig mjög vel. Níu af þeim unnu til verðlauna á mótinu og fengu 6 gull, 4 silfur og 6 brons. Í stigakeppninni varð Fjölnir í 5. sæti. Kjartan Óli Ágústsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi pilta 16-17 ára á tímanum 2:09,00 og einnig Íslandsmeistari í 1500…

19.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Fjölnir einn þátttakanda á mótinu. Signý Hjartaróttir 16 ára keppti í fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára og lenti hún í öðru sæti með 2900 stig sem er töluverð bæting í stigum frá fyrra ári. Gekk henni mjög vel í öllum greinunum. Til dæmis sigraði hún í hástökki með stökk yfir 1,53m sem er jafnt hennar persónulega besta árangri. Hún varð önnur í langstökkinu og þriðja í…

12.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Frábær árangur á MÍ öldunga

MÍ öldunga var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Fjölnir fjóra keppendur á mótinu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar varð tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 55-59 ára í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Sigraði hann með þó nokkrum yfirburðum í báðum vegalengdunum. Glæsilegur árangur það! Sigríður Sara Sigurðardóttir keppti í flokki 45-49 ára og varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi, 200m hlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og kúluvarpi. Hún keppti líka í 400m hlaupi og varð þriðja…

12.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Fjölnis 2018

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Fjölnis verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar. kl 20 í Egilshöll. Dagskrá aðalfundar: a)      Skýrsla stjórnar b)      Reikningar deildar c)      Kjör formanns d)      Kjör stjórnarmanna e)      Önnur mál Við hvetjum alla til að mæta á aðalfundinn. Aðalfundur félagsins(aðalstjórnar) verður haldinn miðvikudaginn 7. mars kl. 18 í Egilshöll.

08.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

RIG 2018

Reykjavíkurleikarnir í frjálsum fóru fram laugardaginn 3. febrúar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Fjölnir átti 7 keppendur á mótinu, en mótið er boðsmót og aðeins þeim allra bestu er boðið að taka þátt. Mótið tókst mjög vel í alla staði og sýndi RÚV beint frá keppninni. Hugi Harðarson varð annar í 800m hlaupi karla á tímanum 1:56,65. Bjarni Anton Theódórsson sigraði í B riðli í 400m hlaupi karla á tímanum 50,74 sek. Daði Arnarson varð þriðji í 800 m hlaupi karla…

05.02 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 27.-28. janúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu og stóðu þau sig mjög vel. Margir náðu að bæta sinn persónulega árangur sem er alltaf sigur út af fyrir sig. Einn keppandi frá Fjölni náði að komast á verðlaunapall og var það Kolfinna Ósk Haraldsdóttir sem varð í öðru sæti í 60m hlaupi stúlkna 14 ára á tímanum 8,62 sek. Að venju var mikil stemning í boðhlaupunum…

29.01 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 20.-21. janúar. Mótið tókst mjög vel og var gríðarlega góð stemning í höllinni. Um 700 keppendur tóku þátt á mótinu þar af voru 27 keppendur frá Fjölni. Eftirtaldir unnu til verðlauna á mótinu: Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 1500 m hlaupi pilta 16-17 ára á tímanum 4:33,74. Er sá tími undir lágmarki í úrvalshóp FRÍ og er hann þar með búinn að ná lágmörkum bæði í 800m og 1500m hlaupum.…

22.01 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingar í frjálsum hefjast 8. jan. hjá 14 ára og yngri

Æfingar í frjálsum byrja 8. janúar hjá yngri æfingahópum þ.e. 14 ára og yngri. Æfingar hjá 15 ára og eldri byrja 2. jan. Hér eru upplýsingar um æfingatöflur, þjálfara og æfingagjöld hjá deildinni á vor- og sumarönn. Öllum er frjálst að koma og prófa æfingar í frjálsum. Í frjálsum situr enginn á bekknum og allir fá að æfa og keppa á eigin forsendum. Hjá deildinni eru æfingahópar fyrir 6-9 ára, 10-14 ára, 15 ára og eldri, fullorðna og svo er…

02.01 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Óskar Fjölnismaður ársins!

Val á Fjölnisfólki ársins fór fram í Egilshöll föstudaginn 29. des. Óskar Hlynsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildarinnar var valinn Fjölnismaður ársins. Afreksfólk deildarinnar voru valin Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson. Óskar hefur starfað sem þjálfari  hjá Frjálsíþróttadeildinni í mörg ár. Síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari deildarinnar. Sem þjálfari hefur hann haft mikil áhrif á þau ungmenni sem hafa lagt stund á frjálsar íþróttir hjá félaginu og smitað þau af sínum mikla áhuga á íþróttinni. Sést það best á þeim…

30.12 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Áramót Fjölnis

Hið árlega Áramót Fjölnis fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal fimmtudaginn 28. desember. Mótið tókst mjög vel í alla staði og má það þakka öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn.  Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig sérstaklega vel. Daði Arnarson sigraði í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,51. Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:41,24 sem er persónulegt met hjá honum. Helga Þóra Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki…

30.12 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.