Frjálsar | FRÉTTIR

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram á Kópavogsvelli helgina 2.-3. sept. í rigningu og töluverðum vindi. Tveir keppendur frá Fjölni luku við þrautina í flokki 15 ára og yngri stúlkna. Signý Hjartardóttir varð í 2. sæti með 3481 stig og Katrín Tinna Pétursdóttir varð í 3. sæti með 2860 stig. Ekki var mikið um persónulegar bætingar á mótinu enda veðrið frekar leiðinlegt. Þó bætti Signý sig í grindahlaupi og Katrín bætti sig í hástökki og spjótkasti. Þar með er utanhússtímabilinu…

05.09 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Nýtt byrjendanámskeið hjá Hlaupahópnum

Þann 11. september mun hefjast nýtt byrjendanámskeið hjá Hlaupahópi Fjölnis. Byrjendanámskeiðin hjá hlaupahópnum hafa notið mikilla vinsælda og þátttakan verið góð. Námskeiðið hefst mánudaginn 11. september kl 17:30 við Foldaskóla og lýkur 18. október eða 6 vikur. Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 – 18:40. Byrjað er á léttri upphitun og síðan er hlaupið og gengið eftir getu hvers og eins. Einnig er stundum farið í æfingar á grassvæðum við Dalhús. Að lokum er endað við Foldaskóla og…

29.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Unglingarnir okkar með 10 Íslandsmeistaratitla á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Laugardalsvelli helgina 26. – 27. ágúst. Veðrið var frekar leiðinlegt báða keppnisdagana eða rigning og þó nokkur vindur. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu að þessu sinni og stóðu þau sig rosalega vel. Samtals fengu þau 10 gullverðlaun, 7 silfur og 6 brons. Það verður að teljast frábær árangur hjá 14 keppendum. Eftirfarandi keppendur komust á verðlaunapall: Kjartan Óli Ágústsson 15 ára fékk gull í 800m hlaupi, gull í…

28.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingar í frjálsum hefjast 7. september

Vetrarstarfið í frjálsum mun hefjast 7. september hjá 1.-8. bekk. Allir eru velkomnir að prufa æfingar í frjálsum. Stelpur og strákar æfa saman og lögð er áhersla á að allir fái þjálfun við hæfi. Það situr aldrei neinn á bekknum í frjálsum, allir geta tekið þátt á sínu getustigi og allir geta keppt. Upplýsingar um æfingar hjá 9. bekk og eldri iðkendum eru settar inná Facebooksíðu hópanna.  Frjálsar íþróttir eru fyrir allan aldur og er æfingahópur líka fyrir fullorðna. Einnig…

23.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 4. sæti á bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni 15 ára og yngri fór fram á Akureyri 20. ágúst. Níu lið voru skráð í keppnina. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið og lentu í 4. sæti í heildina með 108,5 stig. Í karlakeppninni urðu strákarnir í 2. sæti með 56 stig og í kvennakeppninni urðu stelpurnar í 4. sæti með 52,5 stig. Flottur árangur hjá þessu unga íþróttafólki. Árangur Fjölniskrakkanna var eftirfarandi: Kolbeinn Ingi Friðriksson varð í 2. sæti í 100 m hlaupi á tímanum 12,19sek og var…

20.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlauparar stóðu sig vel í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram laugardaginn 19. ágúst í mikilli veðurblíðu. Margir hlauparar frá Fjölni tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð önnur íslenska konan í mark í 10 km hlaupinu á tímanum 37:44 og Ingvar Hjartarson varð þriðji íslenski karlinn í mark á tímanum 33:19. Helga Guðný Elíasdóttir varð fimmta íslenska konan á tímanum 41:27 og Hugi Harðarson varð sjötti íslenski karlinn í mark á tímanum 35:38. Íris Anna Skúladóttir varð þriðja íslenska konan í…

20.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Signý og Helga Þóra með gull á unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Egilsstöðum dagana 4.-6. ágúst. Fjölnir var með 8 keppendur í frjálsum á mótinu. Mótshaldið gekk vel í hæglætisveðri og stemningin á tjaldstæðinu var góð. Signý Hjartardóttir 15 ára stóð sig mjög vel og fékk samtals 4 medalíur á mótinu. Hún sigraði í þrístökki með stökk upp á 10,08m. Hún varð í 2. sæti í kúluvarpi með kast upp á 11,10m og í 2. sæti í hástökki með stökk yfir 1,47m. Einnig varð hún í 2.…

10.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 4. sæti á bikar

51. Bikarkeppni FRÍ fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika laugardaginn 29. júlí í miklu blíðskaparveðri. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið í keppnina og enduðu í 4. sæti með 44 stig. Besta árangur liðsins átti Erna Sóley Gunnarsdóttir í Aftureldingu sem sigraði kúluvarp kvenna með kast uppá 13,18m, en hún hefur verið að setja hvert aldursflokkametið á fætur öðru í kúluvarpi. Fleiri sem náðu góðum árangri í sínum greinum voru karlaboðhlaupssveitin sem varð í 3. sæti í 1000m boðhlaupi, Vilhelmína…

31.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Jón Margeir með tvö Íslandsmet!

Íslands­mót Íþrótta­sam­bands fatlaðra ut­an­húss í frjáls­um íþrótt­um fór fram á Sel­fossi helgina 8. og 9. júlí, en mótið var haldið sam­hliða meist­ara­móti Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands. Fjölnir átti tvo þátttakendur á mótinu. Jón Mar­geir Sverris­son (25 ára) sigraði í þeim þremur hlaupagreinum sem hann tók þátt í. Tókst honum að slá Íslandsmet í sínum flokki í 200m hlaupi á tímanum 25,76sek og í 1.500 m hlaupi á tímanum 4:51,64. Einnig sigraði hann í 800m hlaupi á tímanum 2:15,58. Glæsilegur árangur hjá honum.…

13.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Minna Íslandsmeistari í 400m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel á mótinu. Fyrst ber að nefna að Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi kvenna á tímanum 59,25sek. Flottur árangur hjá henni. Matthías Már Heiðarsson fékk silfur í 400 m grindahlaupi karla á tímanum 58,81sek og var hann að bæta sinn persónulega árangur í greininni. Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 10:47,02. Kjartan Óli…

11.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.