Frjálsar | FRÉTTIR

Fjölnishlaup Gaman Ferða 25. maí

Fjölnishlaup Gaman Ferða fer fram á uppstigningardag 25. maí kl 11 við Dalhús. Þetta eru leiðirnar í 10 km hlaupinu og skemmtiskokkinu. Skráning í 10 km fer fram á hlaup.is og skráning í skemmtiskokkið er á staðnum. Nánari upplýsingar eru á hlaup.is.

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís Ýr Íslandsmeistari í 10 km

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni varð Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi þegar hún sigraði kvennaflokkinn í Stjörnuhlaupinu sem fram fór laugardaginn 20. maí. Hljóp hún vegalengdina á 37:46. Þar með er Arndís bæði Íslandsmeistari í 10 km og 5 km götuhlaupum þar sem hún sigraði einnig í Víðavangshlaupi ÍR í apríl. Glæsilegur árangur hjá henni. Yfir 400 manns tóku þátt í Stjörnuhlaupinu en boðið var upp á tvær vegalengdir 5 og 10 km. Ingvar Hjartarson í Fjölni tók þátt í…

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Skemmtileg frjálsíþróttanámskeið í sumar

Fjölnir og Afturelding verða með námskeið í sumar með áherslu á frjálsar íþróttir. Námskeiðin fara fram á frjálsíþróttavellinum (Varmárvelli) í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru fyrir 6-9 ára fyrir hádegi og 10-12 ára eftir hádegi. Eftirfarandi vikur eru í boði: 12.-16. júní, 19.-23. júní, 24.-28. júlí, 31. júlí – 4. ágúst, 8.-11 ágúst og 14.-18. ágúst. Verð á námskeiðin er 6.900 fyrir hverja viku. Skráning er á fjolnir.is (Nora). Nánari upplýsingar koma fram á myndinni.

21.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 25. maí kl 11

Fjölnishlaupið er einn af elstu íþróttaviðburðum hverfisins og verður að þessu sinni haldið á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí. Er þetta í 29. sinn sem hlaupið er haldið. Hlaupið verður ræst kl 11 við Grafarvogslaug. Frjálsíþróttadeild Fjölnis heldur hlaupið í samvinnu við Gaman Ferðir og með dyggri aðstoð Hlaupahóps Fjölnis. Keppt verður í tveimur vegalengdum: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Í fyrra sigraði Þórólfur Ingi Þórsson ÍR karlaflokkinn í 10 km hlaupinu á tímanum 34:09 og Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni…

19.05 2017 | Frjálsar LESA MEIRA
23.04 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Kolfinna þrefaldur Reykjavíkurmeistari

Reykjavíkurmeistaramót fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 27. og 28. mars. Fjölnir átti níu keppendur á mótinu og gekk þeim mjög vel. Kolfinna Ósk Haraldsdóttir vann þrenn gullverðlaun á mótinu og Una Hjörvarsdóttir ein gullverðlaun. Þeir sem komust á verðlaunapall voru eftirfarandi: Kolfinna Ósk Haraldsdóttir 13 ára vann gull í 60 m hlaupi, 60 m grind og í langstökki. Einnig vann hún brons í hástökki. Una Hjörvarsdóttir 14 ára  vann gull í 60…

29.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Páskamót Fjölnis fyrir 6-10 ára

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60 m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200 m hlaupi. Alls tóku 36 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Freyju og Landsbankanum. Þetta mót er…

27.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 3. sæti á bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri var haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 12. mars. Eins og áður sendi Fjölnir sameiginlegt lið með Aftureldingu. Liðið stóð sig mjög vel og endaði í 3. sæti en 8 lið tóku þátt í keppninni. Er þar með lokið helstu mótum á innanhússkeppnistímabilinu. Úrslit mótsins má sjá hér.

12.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Bikarkeppni innanhúss 2017

Bikarkeppni FRÍ innanhúss var haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 11. mars.  Sjö lið tóku þátt í keppninni að þessu sinni og sendi Fjölnir sameiginlegt lið með Aftureldingu. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel og lenti liðið í 4. sæti í keppninni. Er þar með lokið helstu mótum á innanhússkeppnistímabilinu. Úrslit mótsins má sjá hér.

12.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Óskar sæmdur gullmerki Fjölnis

Óskar Hlynsson yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar Fjölnis var sæmdur gullmerki Fjölnis á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 15. febrúar. Gullmerki deildarinnar er einungis veitt fólki sem hefur starfað í meira en áratug fyrir félagið og lagt mikið af mörkum í starfi sínu. Óskar hefur starfað sem þjálfari  hjá Frjálsíþróttadeildinni í fjölmörg ár. Síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari deildarinnar. Sem þjálfari hefur hann haft mikil áhrif á þau ungmenni sem hafa lagt stund á frjálsar íþróttir hjá félaginu og smitað þau af…

28.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.