Frjálsar | FRÉTTIR

Signý og Helga Þóra með gull á unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Egilsstöðum dagana 4.-6. ágúst. Fjölnir var með 8 keppendur í frjálsum á mótinu. Mótshaldið gekk vel í hæglætisveðri og stemningin á tjaldstæðinu var góð. Signý Hjartardóttir 15 ára stóð sig mjög vel og fékk samtals 4 medalíur á mótinu. Hún sigraði í þrístökki með stökk upp á 10,08m. Hún varð í 2. sæti í kúluvarpi með kast upp á 11,10m og í 2. sæti í hástökki með stökk yfir 1,47m. Einnig varð hún í 2.…

10.08 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 4. sæti á bikar

51. Bikarkeppni FRÍ fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika laugardaginn 29. júlí í miklu blíðskaparveðri. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið í keppnina og enduðu í 4. sæti með 44 stig. Besta árangur liðsins átti Erna Sóley Gunnarsdóttir í Aftureldingu sem sigraði kúluvarp kvenna með kast uppá 13,18m, en hún hefur verið að setja hvert aldursflokkametið á fætur öðru í kúluvarpi. Fleiri sem náðu góðum árangri í sínum greinum voru karlaboðhlaupssveitin sem varð í 3. sæti í 1000m boðhlaupi, Vilhelmína…

31.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Jón Margeir með tvö Íslandsmet!

Íslands­mót Íþrótta­sam­bands fatlaðra ut­an­húss í frjáls­um íþrótt­um fór fram á Sel­fossi helgina 8. og 9. júlí, en mótið var haldið sam­hliða meist­ara­móti Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands. Fjölnir átti tvo þátttakendur á mótinu. Jón Mar­geir Sverris­son (25 ára) sigraði í þeim þremur hlaupagreinum sem hann tók þátt í. Tókst honum að slá Íslandsmet í sínum flokki í 200m hlaupi á tímanum 25,76sek og í 1.500 m hlaupi á tímanum 4:51,64. Einnig sigraði hann í 800m hlaupi á tímanum 2:15,58. Glæsilegur árangur hjá honum.…

13.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Minna Íslandsmeistari í 400m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel á mótinu. Fyrst ber að nefna að Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi kvenna á tímanum 59,25sek. Flottur árangur hjá henni. Matthías Már Heiðarsson fékk silfur í 400 m grindahlaupi karla á tímanum 58,81sek og var hann að bæta sinn persónulega árangur í greininni. Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 10:47,02. Kjartan Óli…

11.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Helga Þóra með brons í Gautaborg

Hópur frá Fjölni fór á Gautaborgarleikana sem fram fóru dagana 30. júní – 2. júlí á Ullevi leikvanginum í Gautaborg.  Þó nokkur vindur var stundum að trufla keppendur en að öðru leyti var hlýtt og sólríkt. Að þessu sinni fóru 16 iðkendur frá Fjölni og stóðu þau sig mjög vel. Bestum árangri náði Helga Þóra Sigurjónsdóttir en hún fékk brons í hástökki 17 ára stúlkna með stökk yfir 1,60m. Aðrir sem lentu ofarlega í sínum aldurflokkum voru: Daði Arnarson varð…

03.07 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís Ýr á Evrópubikar landsliða

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni var valin í landsliðið sem var sent á Evrópubikar landsliða sem fram fór í Tel Aviv í Ísrael dagana 24. og 25. júní. Landsliðið var skipað 32 íþróttamönnum og keppti í 2. deild. 12 þjóðir tóku þátt í keppninni. Fyrri daginn keppti Arndís Ýr í 3000m hlaupi og endaði í 11. sæti á tímanum 9:59,49. Seinni daginn keppti hún í 5000m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 17:14,16 mín sem er bæting hjá henni um tæpar…

26.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Margar persónulegar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram á Kópavogsvelli helgina 24. og 25. júní. Að þessu sinni tóku 7 keppendur frá Fjölni þátt í mótinu og stóðu sig mjög vel. Una Hjörvarsdóttir (14 ára) keppti í 4 greinum á mótinu; 100m, 80m grind, hástökki og spjótkasti. Hún komst í úrslit bæði í 100m hlaupi og í 80m grind. Var hún að bæta sinn persónulega árangur verulega í grindahlaupinu þar sem hún endaði í 4. sæti. Hún varð…

26.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Una og Kolfinna á Grunnskólamót Norðurlandanna

Una Hjörvarsdóttir og Kolfinna Ósk Haraldsdóttir voru valdar í Reykjavíkurúrvalið í frjálsum til að keppa á Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Keppnin fór fram í Osló að þessu sinni. Valdar eru 8 stúlkur og 8 drengir á aldrinum 13 og 14 ára til að fara. Einnig er sent stúlknalið í handbolta og drengjalið í fótbolta. Una og Kolfinna æfa báðar frjálsar með Fjölni og stóðu þær sig mjög vel á mótinu. Úrslit má finna á facebooksíðu Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Á myndinni er…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís með gull á Smáþjóðaleikunum

Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölniskona sigraði í 10.000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum þann 1. júní. Keppnin fór að þessu sinni fram í San Marino. Arndís hljóp vegalengdina á tímanum 36:59,69 sem er frábær tími hjá henni. Hún átti fyrir 39:08,28 í þessari vegalengd á braut frá árinu 2011 en hennar besti tími í 10 km götuhlaupi er 36:51 frá því í fyrra. Arndís var eini Fjölnisiðkandinn sem var valinn til að keppa á Smáþjóðaleikunum að þessu sinni, en þess má geta…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Velheppnað Vormót í frjálsum

Hið árlega Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvelli fimmtudaginn 1. júní. Veðrið var ekki upp á sitt besta eða töluverð rigning. Krakkarnir létu það ekki mikið á sig fá og gerðu sitt besta en ekki voru margar persónulegar bætingar á mótinu. Mótið var fyrir 11-15 ára og keppt var í þremur flokkum: 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára. Keppt var í 60m og 100m spretti, 800 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Á mótinu voru 91 keppandi…

05.06 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.