Frjálsar | FRÉTTIR

Góður árangur á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR voru haldnir í frjálsíþróttahöllnni í Laugardal laugardaginn 24. nóv. þar sem keppt var í aldursflokkum 8-17 ára. Góð þátttaka var hjá Fjölni á mótinu en félagið átti 14 keppendur. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel og voru margir að setja persónuleg met í ýmsum greinum. 7 keppendur frá Fjölni komust á verðlaunapall að þessu sinni: Bjartur Gabríel Guðmundsson 16 ára sigraði í hástökki með stökk yfir 1,82m. Hann fékk brons í 200m hlaupi á tímanum 23,70sek. Einnig keppti hann…

25.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Óskar fékk viðurkenningu FRÍ

Uppskeruhátíð FRÍ var haldin í Laugardalshöll 23. nóvember og voru nokkrir úr hópi eldra frjálsíþróttafólks heiðraðir. Spretthlaupararnir Anna Sofia Rapich og Óskar Hlynsson fengu viðurkenningu fyrir bestu afrek ársins 2018. Til grundvallar er reiknilíkan Howard Grubb þar sem árangur er miðaður við reiknað heimsmet fyrir hvert aldursár í hverrri grein. Anna náði 92,8% þegar hún hljóp 60 m inni á 8,89 sek, þá 54 ára og Óskar 94,48% þegar hannn hljóp 60 m inni á 7,97 sek, þá 56 ára.…

24.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Birna Varðardóttir nýr þjálfari hlaupahópsins

Birna Varðardóttir hefur verið ráðin sem þjálfari Hlaupahóps Fjölnis. Óskar Jakobsson sem þjálfað hefur hópinn undanfarin misseri hefur snúið sér að öðrum störfum. Birna Varðardóttir er 24 ára gömul en með mikla reynslu af hlaupum og með góða menntun sem nýtist við þjálfunina. Hún er með BS í næringarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í þjálffræðivísindum frá Maastricht háskóla með íþróttanæringu að sérsviði. Birna byrjaði að hlaupa á unglingsaldri og hefur sett nokkur aldursflokkamet í lengri vegalengdum, þ.e. 3000m hlaupi,…

24.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjögur frá Fjölni í landsliðinu á Norðurlandamóti í víðavangshlaupum

Norðurlandamót í Víðavangshlaupum fór fram í Reykjavík þann 10.nóvember. Mótið var haldið í Laugardalnum og var veðrið mjög gott miðað við árstíma. Fjögur ungmenni voru valin frá Fjölni til að taka þátt. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Helga Guðný Elíasdóttir kepptu í kvennaflokki og Daði Arnarson keppti í flokki ungkarla. Konurnar hlaupu 7,5 km og varð Íris Anna í 17. sæti á 31:21 mín­út­um, Arn­dís Ýr í 18. sæti á 31:50 mín­út­um og Helga Guðný í 19. sæti…

11.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnisstelpurnar stóðu sig vel í Hjartadagshlaupinu

Hjartadagshlaupið var haldið í Kópavoginum laugardaginn 29. sept. þar sem á fjórða hundrað manns kepptu í 5 og 10 km hlaupum. Fjölnisstelpurnar og æskuvinkonurnar Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Björg Hákonardóttir stóðu sig mjög vel í hlaupinu. Björg vann kvennaflokkinn í 5 km hlaupinu, Íris Anna varð önnur í 10 km hlaupinu og Arndís Ýr varð þriðja. Íris Anna var að hlaupa á sínum besta tíma í nokkur ár og Arndís er að koma sterk til baka eftir…

30.09 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Framlengdur samningur við Gaman Ferðir

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hefur framlengt samninginn við Gaman Ferðir um áframhaldandi samvinnu við Fjölnishlaupið. Það mun því áfram bera nafnið Fjölnishlaup Gaman Ferða og munu Gaman Ferðir leggja til veglega ferðavinninga sem dregnir verða út í lok hlaups. Hlaupið verður áfram hluti af Powerade mótaröðinni og er áætlað að það fari fram fimmtudaginn 30. maí 2019 sem er uppstigningardagur. Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Hlaupahópur Fjölnis standa að hlaupinu en það hefur verið árviss viðburður í Grafarvogi undanfarin 30 ár og er því…

20.09 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Byrjendanámskeið - hlaupahópur

Byrjendanámskeið í hlaupum fyrir fullorðna.

  • Staðsetning:  Foldaskóli, Logafold 1.
  • Námskeiðið hefst: 10. september 2018   kl 17:30.
  • Æfingar: Mánudaga og miðvikudaga kl 17:30 og frjáls mæting með hópnum á laugardögum. 
  • Tímalengd: 6 vikur og framhaldsæfingar út árið. 
  • Þjálfarar: Ingólfur Björn Sigurðsson og Óskar Jakobsson. 
  • Verð: 12.000,- Skráning og greiðsla: Heimasíða Fjölnis undir „skrá í Fjölnir“ .
  • Nánari upplýsingar: oskarj71@gmail.com / insi54@rvkskolar.is og Skrifstofa Fjölnis, sími 578 2700.

31.08 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir með 12 verðlaun á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára fór fram á frjálsíþróttavellinum í Laugardal helgina 25. og 26. ágúst í blíðskaparveðri. Fjölnir átti 10 keppendur á mótinu sem stóðu sig sérstaklega vel. Kjartan Óli Ágústsson 16 ára varð Íslandsmeistari 16-17 ára pilta í 800 m hlaupi á tímanum 2:00,62 sem er persónuleg bæting hjá honum. Einnig varð hann Íslandsmeistari 16-17 ára pilta í 1500 m hlaupi á tímanum 4:23,94. Helga Þóra Sigurjónsdóttir 18 ára varð Íslandsmeistari í hástökki 18-19 ára stúlkna með stökk…

26.08 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Daði kominn á íþróttastyrk í háskóla í USA

Daði Arnarson 800m hlaupari hjá Fjölni hefur fengið inngöngu í háskóla í Bandaríkjunum og mun verða þar næstu fjögur árin. Mun hann æfa þar hlaup í mjög góðum æfingahópi þar sem eru sterkir millivegalengdahlauparar og langhlauparar. Hann verður við nám í viðskiptafræði við Cameron University í Lawton, Oklahoma. Skólinn hafði samband við Daða og bauð honum að hefja nám við skólann og æfa hlaup og vera á nánast fullum skólastyrk. Þetta er frábært tækifæri sem Daði ætlar að nýta sér…

25.08 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingar hjá frjálsíþróttadeild hefjast 10. sept.

Vetrardagskrá frjálsíþróttadeildarinnar mun hefjast 10. sept. Allar upplýsingar um æfingatíma, þjálfara og æfingagjöld eru hér fyrir neðan:   6-9 ára (árg. 2009-2012) 1.-4. bekkur:   Þriðjudagar í Rimaskóla kl 16:15-17:05 Fimmtudagar í Rimaskóla kl 16:15-17:05 Laugardagar í Laugardalshöll kl 10-11   Þjálfarar: Matthías Már Heiðarson sími: 8450542 netfang: mattimar95@gmail.com (þri) Hafdís Rós Jóhannesdóttir  sími: 6595032 netfang: hafdis2105@gmail.com (þri) Helga Þóra Sigurjónsdóttir (fim og lau) Elísa Sverrisdóttir (fim og lau) Signý Hjartardóttir (lau)   Æfingagjöld haustönn (sept.-des.): 28.000 3 æfingar á…

25.08 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.