Frjálsar | FRÉTTIR

23.04 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Kolfinna þrefaldur Reykjavíkurmeistari

Reykjavíkurmeistaramót fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 27. og 28. mars. Fjölnir átti níu keppendur á mótinu og gekk þeim mjög vel. Kolfinna Ósk Haraldsdóttir vann þrenn gullverðlaun á mótinu og Una Hjörvarsdóttir ein gullverðlaun. Þeir sem komust á verðlaunapall voru eftirfarandi: Kolfinna Ósk Haraldsdóttir 13 ára vann gull í 60 m hlaupi, 60 m grind og í langstökki. Einnig vann hún brons í hástökki. Una Hjörvarsdóttir 14 ára  vann gull í 60…

29.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Páskamót Fjölnis fyrir 6-10 ára

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60 m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200 m hlaupi. Alls tóku 36 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Freyju og Landsbankanum. Þetta mót er…

27.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 3. sæti á bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri var haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 12. mars. Eins og áður sendi Fjölnir sameiginlegt lið með Aftureldingu. Liðið stóð sig mjög vel og endaði í 3. sæti en 8 lið tóku þátt í keppninni. Er þar með lokið helstu mótum á innanhússkeppnistímabilinu. Úrslit mótsins má sjá hér.

12.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Bikarkeppni innanhúss 2017

Bikarkeppni FRÍ innanhúss var haldin í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 11. mars.  Sjö lið tóku þátt í keppninni að þessu sinni og sendi Fjölnir sameiginlegt lið með Aftureldingu. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel og lenti liðið í 4. sæti í keppninni. Er þar með lokið helstu mótum á innanhússkeppnistímabilinu. Úrslit mótsins má sjá hér.

12.03 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Óskar sæmdur gullmerki Fjölnis

Óskar Hlynsson yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar Fjölnis var sæmdur gullmerki Fjölnis á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 15. febrúar. Gullmerki deildarinnar er einungis veitt fólki sem hefur starfað í meira en áratug fyrir félagið og lagt mikið af mörkum í starfi sínu. Óskar hefur starfað sem þjálfari  hjá Frjálsíþróttadeildinni í fjölmörg ár. Síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari deildarinnar. Sem þjálfari hefur hann haft mikil áhrif á þau ungmenni sem hafa lagt stund á frjálsar íþróttir hjá félaginu og smitað þau af…

28.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir með 11 gull á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 25.-26. febrúar. Fjölnisfólkið stóð sig gríðarlega vel á mótinu og landaði 11 gullmedalíum, 7 silfur og 5 brons eða samtals 23 medalíum. Fjölnir átti 17 keppendur á mótinu og komust flest þeirra á verðlaunapall. Báðar boðhlaupssveitirnir sigruðu í sínum flokkum. Piltarnir sem kepptu í flokki 18-19 ára sigruðu í stigakeppninni í þeim flokki og 15 ára piltarnir voru í öðru sæti í sínum flokki. Í…

28.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Bergrún og Jón Margeir margfaldir Íslandsmeistarar

Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 18. og 19. febrúar. Fjölnir átti 2 keppendur á mótinu þau Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og Jón Margeir Sverrisson. Stóðu þau sig frábærlega og unnu flestar greinar sem þau kepptu í auk þess sem þau voru að bæta sinn persónulega árangur í mörgum greinum. Bergrún varð Íslandsmeistari í 60m, 200m, 400m og 800m hlaupum og í kúluvarpi. Varð hún í öðru sæti í langstökki. Var hún að bæta árangur sinn í…

21.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Minna Íslandsmeistari í 400 m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 18. og 19. febrúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll mjög vel. Nokkur þeirra komust á verðlaunapall. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi á tímanum 58,61 sek og vann silfur í 200 m hlaupi á tímanum 26,36 sek. Glæsilegur árangur hjá henni. Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 1500 m hlaupi á tímanum 4:49,78 og brons í 3000 m hlaupi á tímanum…

21.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Frábær árangur Fjölnis á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 11. og 12. feb. Mótið var mjög fjölmennt, en um 800 keppendur voru skráðir til leiks. Frá Fjölni voru 26 keppendur á aldrinum 11 til 30 ára. Voru margir þeirra að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum og fengu Fjölniskeppendurnir samtals 19 medalíur sem er frábær árangur. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 19 ára fékk gull í 400 m hlaupi kvenna á tímanum 58,98 sek. Helga Guðný Elíasdóttir 23 ára fékk gull…

12.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.