Frjálsar | FRÉTTIR

30.12 2017

Áramót Fjölnis

Hið árlega Áramót Fjölnis fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal fimmtudaginn 28. desember. Mótið tókst mjög vel í alla staði og má það þakka öllum þeim frábæru sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn.  Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig sérstaklega vel.

Daði Arnarson sigraði í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,51.

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:41,24 sem er persónulegt met hjá honum.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna með stökk yfir 1,65 m.

Helga Guðný Elíasdóttir sigraði í 3000 m hlaupi kvenna á tímanum 10:40,42.

Hugi Harðarson varð í 2. sæti í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:59,08.

Hafdís Rós Jóhannesdóttir varð í 2. sæti í 60 m grind kvenna á tímanum 9,89 sek.

Signý Hjartardóttir varð í 2. sæti í kúluvarpi (3 kg) 14-17 ára með kast uppá 10,80 m.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð í 3. sæti í 200 m hlaupi kvenna á tímanum 26,72 sek.

Veglegur farandbikar er veittur á mótinu til þess keppanda sem nær besta afreki mótsins skv. stigatöflu fullorðinna. Að þessu sinni var það Tiana Ósk Whitworth ÍR sem fékk bikarinn fyrir frábærar árangur í 200m hlaupi kvenna. Hún hljóp vegalengdina á 24,59 sek og gefur það 1029 stig.

Öll úrslit eru hér.

Á myndinni er hópur úr Fjölni og Aftureldingu á æfingu á jóladag í tröppuþreki við Rimaskóla en hefð er orðin fyrir því að taka hressandi útiæfingu þann dag.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.