Frjálsar | FRÉTTIR

26.06 2017

Arndís Ýr á Evrópubikar landsliða

Arndís Ýr Hafþórsdóttir í Fjölni var valin í landsliðið sem var sent á Evrópubikar landsliða sem fram fór í Tel Aviv í Ísrael dagana 24. og 25. júní. Landsliðið var skipað 32 íþróttamönnum og keppti í 2. deild. 12 þjóðir tóku þátt í keppninni.

Fyrri daginn keppti Arndís Ýr í 3000m hlaupi og endaði í 11. sæti á tímanum 9:59,49. Seinni daginn keppti hún í 5000m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 17:14,16 mín sem er bæting hjá henni um tæpar 12 sekúndur. Hún hafnaði í 9. sæti í hlaupinu.

Ísland hlaut samtals 181,5 stig á mótinu og endaði í 11. sæti af 12 þátttökuþjóðum. Mótið var bæði mun sterk­ara og fjölmennara en nokk­urn tím­ann fyrr. Tvö neðstu liðin falla niður um deild og er Ísland því fallið niður í 3. deild. Markmið á næsta móti er því að komast aftur upp í 2. deild.

Úrslit mótsins má finna hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.