Frjálsar | FRÉTTIR

25.08 2018

Daði kominn á íþróttastyrk í háskóla í USA

Daði Arnarson 800m hlaupari hjá Fjölni hefur fengið inngöngu í háskóla í Bandaríkjunum og mun verða þar næstu fjögur árin. Mun hann æfa þar hlaup í mjög góðum æfingahópi þar sem eru sterkir millivegalengdahlauparar og langhlauparar. Hann verður við nám í viðskiptafræði við Cameron University í Lawton, Oklahoma. Skólinn hafði samband við Daða og bauð honum að hefja nám við skólann og æfa hlaup og vera á nánast fullum skólastyrk. Þetta er frábært tækifæri sem Daði ætlar að nýta sér vel og er fullur tilhlökkunar.

Daði er 19 ára gamall og hefur náð mjög góðum árangri á hlaupabrautinni undanfarin ár. Hann hefur sett Íslandsmet í 800 m hlaupi 15 ára á tímanum 2:03,43. Hans besti árangur innanhúss í 800 m hlaupi er 1:56,22 og utanhúss 1:57,39. Hann á líka góða tíma í öðrum vegalengdum t.d 400 m og 1500 m hlaupum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.