Frjálsar | FRÉTTIR

31.07 2017

Fjölelding í 4. sæti á bikar

51. Bikarkeppni FRÍ fór fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika laugardaginn 29. júlí í miklu blíðskaparveðri. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið í keppnina og enduðu í 4. sæti með 44 stig.

Besta árangur liðsins átti Erna Sóley Gunnarsdóttir í Aftureldingu sem sigraði kúluvarp kvenna með kast uppá 13,18m, en hún hefur verið að setja hvert aldursflokkametið á fætur öðru í kúluvarpi.

Fleiri sem náðu góðum árangri í sínum greinum voru karlaboðhlaupssveitin sem varð í 3. sæti í 1000m boðhlaupi, Vilhelmína Þór Óskarsdóttir sem varð í 3. sæti í 400m hlaupi og Helga Guðný Elíasdóttir sem varð í 3. sæti í 1500m hlaupi.

Nokkrir náðu að bæta sinn persónulega árangur á mótinu. Hugi Harðarson bætti sig í 1500m hlaupi, Bjartur Gabríel Guðmundsson bætti sig í þrístökki, Hafdís Rós Jóhannesdóttir bætti sig í 100m grindahlaupi og Helga Þóra Sigurjónsdóttir bætti sig í stangastökki.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.