Frjálsar | FRÉTTIR

20.08 2017

Fjölelding í 4. sæti á bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni 15 ára og yngri fór fram á Akureyri 20. ágúst. Níu lið voru skráð í keppnina. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið og lentu í 4. sæti í heildina með 108,5 stig. Í karlakeppninni urðu strákarnir í 2. sæti með 56 stig og í kvennakeppninni urðu stelpurnar í 4. sæti með 52,5 stig. Flottur árangur hjá þessu unga íþróttafólki. Árangur Fjölniskrakkanna var eftirfarandi:

Kolbeinn Ingi Friðriksson varð í 2. sæti í 100 m hlaupi á tímanum 12,19sek og var að bæta árangur sinn í greininni. Hann varð í 3. sæti í 100m grind á tímanum 16,89sek.

Bjartur Gabríel Guðmundsson varð í 2. sæti í 400 m hlaupi á tímanum 59,43sek og var að bæta árangur sinn í greininni. Hann varð einnig í 2. sæti í hástökki með stökk yfir 1,75m og var líka að bæta árangur sinn í þeirri grein.

Kjartan Óli Ágústsson varð í 2. sæti í 1500m hlaupi á tímanum 4:49,76.

Boðhlaupssveit strákanna varð í 3. sæti. Í sveitinni voru Kolbeinn, Bjartur, Kjartan og Guðmundur Auðunn frá Aftureldingu.

Elísa Sverrisdóttir varð í 4. sæti í 100m hlaupi á tímanum 13,46sek og var að bæta árangur sinn í greininni. Hún varð einnig í 4. sæti í langstökki með stökk upp á 4,71m.

Elísabet Líf A. Ólafsdóttir varð í 6. sæti í 400m hlaupi á tímanum 73,93sek.

Katrín Ósk Arnarsdóttir varð í 4. sæti í 1500m hlaupi á tímanum 5:38,85.

Una Hjörvarsdóttir varð í 3. sæti í 80m grindahlaupi á tímanum 13,76sek og var að bæta árangur sinn í greininni.

Signý Hjartardóttir varð í 3. sæti í kúluvarpi með kast upp á 10,87m. Hún varð í 9. sæti í kringlukasti með kast upp á 16,24m.

Boðhlaupssveit stúlknanna varð í 4. sæti. Í sveitinni voru Una, Signý, Elísa og Aðalheiður frá Aftureldingu.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á fyrri myndinni eru strákarnar á verðlaunapallinum og á seinni myndinni er hluti af liðinu fyrir brottför til Akureyrar.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.