Frjálsar | FRÉTTIR

26.08 2018

Fjölnir með 12 verðlaun á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára fór fram á frjálsíþróttavellinum í Laugardal helgina 25. og 26. ágúst í blíðskaparveðri. Fjölnir átti 10 keppendur á mótinu sem stóðu sig sérstaklega vel.

Kjartan Óli Ágústsson 16 ára varð Íslandsmeistari 16-17 ára pilta í 800 m hlaupi á tímanum 2:00,62 sem er persónuleg bæting hjá honum. Einnig varð hann Íslandsmeistari 16-17 ára pilta í 1500 m hlaupi á tímanum 4:23,94.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir 18 ára varð Íslandsmeistari í hástökki 18-19 ára stúlkna með stökk yfir 1,74 m. Með því stökki setti hún mótsmet og jafnframt var það persónuleg bæting hjá henni.

Styrmir Dan Hansen Steinunnarson 19 ára varð Íslandsmeistari í 110 m grind 18-19 ára pilta á tímanum 17,37 sek. Hann fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,77 m.

Einar Már Óskarsson 20 ára fékk silfur í 100 m hlaupi pilta 20-22 ára á tímanum 11,24 sek sem er persónuleg bæting. Einnig fékk hann silfur í 200 m hlaupi á tímanum 22,81 sek.

Katrín Tinna Pétursdóttir 15 ára fékk silfur í 200 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 27,93 sek og silfur í langstökki með stökk upp á 5,14 m. Hún fékk brons í 100 m hlaupi á tímanum 13,36 sek. Var hún að bæta sig í öllum greinunum.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 20 ára fékk silfur í 200 m hlaupi 20-22 ára stúlkna á tímanum 26,20 sek og brons í 100 m hlaupi á tímanum 12,82 sek.

Þar með er keppnistímabilinu utanhúss lokið og við tekur stutt hvíld hjá iðkendunum áður en uppbygging fyrir innanhússtímabilið byrjar.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndunum eru Íslandsmeistararnir Kjartan Óli og Styrmir að taka við verðlaununum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.