Frjálsar | FRÉTTIR

12.02 2018

Frábær árangur á MÍ öldunga

MÍ öldunga var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Fjölnir fjóra keppendur á mótinu.

Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar varð tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 55-59 ára í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Sigraði hann með þó nokkrum yfirburðum í báðum vegalengdunum. Glæsilegur árangur það!

Sigríður Sara Sigurðardóttir keppti í flokki 45-49 ára og varð Íslandsmeistari í 60 m hlaupi, 200m hlaupi, hástökki, langstökki, þrístökki og kúluvarpi. Hún keppti líka í 400m hlaupi og varð þriðja í því. Þetta er aldeilis glæsilegur árangur hjá henni Sigríði Söru.

Jósep Magnússon keppti í flokki 40-44 ára og varð Íslandsmeistari í 400m hlaupi og 800 m hlaupi. Hann keppti einnig í 3000 m hlaupi og varð annar í því.

Garðar Hauksson keppti í flokki 35-39 ára og varð Íslandsmeistari í 800 m hlaupi, en hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum í hlaupinu.

Theodór Karlsson sem er tækniþjálfari hjá 15 ára og eldri hópnum keppir fyrir UMSS. Hann varð Íslandsmeistari í flokki 40-44 ára í 60m hlaupi, hástökki. langstökki, þrístökki og stangastökki.

Þetta er frábær árangur hjá þessum keppendum. Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Óskar Hlynsson.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.