Frjálsar | FRÉTTIR

20.09 2018

Framlengdur samningur við Gaman Ferðir

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hefur framlengt samninginn við Gaman Ferðir um áframhaldandi samvinnu við Fjölnishlaupið. Það mun því áfram bera nafnið Fjölnishlaup Gaman Ferða og munu Gaman Ferðir leggja til veglega ferðavinninga sem dregnir verða út í lok hlaups. Hlaupið verður áfram hluti af Powerade mótaröðinni og er áætlað að það fari fram fimmtudaginn 30. maí 2019 sem er uppstigningardagur.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Hlaupahópur Fjölnis standa að hlaupinu en það hefur verið árviss viðburður í Grafarvogi undanfarin 30 ár og er því jafngamalt Fjölni. Metþátttaka var  í hlaupinu þetta árið en alls tóku þátt 105 keppendur í 10km, 65 keppendur í 5km og 110 keppendur í skemmtiskokkinu. Flögutímataka var í öllum vegalengdum og 5km og 10km brautirnar voru löglega mældar og fara því úrslitin inn í afreksskrá Frjálsíþróttasambandsins.

Gaman Ferðir býður meðal annars uppá ýmsar hreyfiferðir auk æfingaferða og hefur elsti hópur iðkenda í frjálsíþróttadeildinni einmitt farið í slíkar ferðir með þeim.

Á myndinni eru Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum og Þorgrímur H. Guðmundsson formaður Frjálsíþróttadeildar Fjölnis.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.