Frjálsar | FRÉTTIR

03.07 2017

Helga Þóra með brons í Gautaborg

Hópur frá Fjölni fór á Gautaborgarleikana sem fram fóru dagana 30. júní – 2. júlí á Ullevi leikvanginum í Gautaborg.  Þó nokkur vindur var stundum að trufla keppendur en að öðru leyti var hlýtt og sólríkt. Að þessu sinni fóru 16 iðkendur frá Fjölni og stóðu þau sig mjög vel. Bestum árangri náði Helga Þóra Sigurjónsdóttir en hún fékk brons í hástökki 17 ára stúlkna með stökk yfir 1,60m. Aðrir sem lentu ofarlega í sínum aldurflokkum voru:

Daði Arnarson varð í 7. sæti í 800m hlaupi í 19 ára flokki pilta á tímanum 2:00,15.

Karen Birta Jónsdóttir varð í 7. sæti í kúluvarpi stúlkna 16 ára (3 kg) með kast upp á 9,70m og í 10. sæti í spjótkasti með kast upp á 32,03m.

Signý Hjartardóttir varð í 11. sæti í kúluvarpi 15 ára stúlkna (3 kg) með kast upp á 10,43m.

Einar Már Óskarsson komst í úrslit í 100m hlaupi 19 ára pilta þegar hann hljóp á 11,52sek. Í úrslitunum hljóp hann enn hraðar eða á 11,47sek og varð í 11. sæti.

Bjarni Anton Theódórsson varð í 11. sæti í 400m hlaupi 19 ára pilta á tímanum 51,53sek.

Styrmir Dan Steinunnarson varð í 12. sæti í hástökki 19 ára pilta með stökk yfir 1,80m.

Flest iðkendanna höfðu farið áður á leikana og eiga ábyggilega eftir að fara oftar. Hefð er orðin fyrir því hjá Fjölni að fara annað hvert ár með iðkendur 13 ára og eldri. Farið var í samfloti með hópi frá Aftureldingu og var mjög góð stemning í hópnum.

Á myndinni er Helga Þóra með bronsið.

Öll úrslit mótsins eru á vuspel.se.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.