Frjálsar | FRÉTTIR

10.01 2019

Ingvar tilnefndur til langhlaupara ársins

Ingvar Hjartarson Fjölnismaður hefur verið tilnefndur til langhlaupara ársins 2018 á hlaup.is. Ingvar er aðeins 24 ára en hefur verið mjög áberandi í hlaupasamfélaginu síðan hann var 16 ára gamall. Hann hefur tekið þátt í ótal mörgum götuhlaupum undanfarin ár en hefur verið að færa sig yfir í utanvegahlaupin með mjög góðum árangri. Hann náði sérstaklega góðum árangri í ýmsum lengri utanvegahlaupum á árinu 2018. Þess má geta að fyrir nokkrum árum fékk Ingvar álagsbrot á báða fætur með nokkurra mánaða millibili en hefur ekki látið það mótlæti á sig fá og komið sterkur til baka.

Það sem stendur upp úr á síðasta ári hjá Ingvari er 3. sæti í Laugavegshlaupinu (2. Íslendingur) á tímanum 4:34:40 og hafa aðeins þrír Íslendingar náð betri tíma í hlaupinu frá upphafi. Hann sigraði í Hengilshlaupinu (50 km) á tímanum 4:55:35, sigraði í Hvítasunnuhlaupi Hauka (22 km) á nýju brautarmeti: 1:25:30, sigraði í Snæfellsjökulshlaupinu á tímanum 1:37:03 og Tindahlaupinu (7 tindar) á tímanum 3:42:31. Hann varð í 2. sæti í Esjuhlaupinu (2 ferðir) á tímanum 1:24:35 og í 3. sæti í Jökulsárhlaupinu á tímanum 2:20:35 (2. Íslendingur).

Ingvar keppti einnig í götuhlaupum á árinu og hljóp sitt fyrsta heila maraþon í Pisa í desember á tímanum 2:45:59. Varð hann í 2. sæti á Íslandsmeistaramóti í 10 km (Fjölnishlaupið) á tímanum 32:59 og í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti í 5 km (Víðavangshlaupi ÍR) á tímanum 16:14. Þá varð hann í 2. sæti í Powerade sumarhlauparöðinni og í 1. sæti í Bose hlauparöðinni.

Ingvar dvelur núna í Pisa á Ítalíu og stundar þar nám ásamt því að æfa hlaup.

Sjá má allar tilnefningarnar á hlaup.is hér. Hægt er að kjósa langhlaupara ársins hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.