Frjálsar | FRÉTTIR

13.07 2017

Jón Margeir með tvö Íslandsmet!

Íslands­mót Íþrótta­sam­bands fatlaðra ut­an­húss í frjáls­um íþrótt­um fór fram á Sel­fossi helgina 8. og 9. júlí, en mótið var haldið sam­hliða meist­ara­móti Frjálsíþrótta­sam­bands Íslands.

Fjölnir átti tvo þátttakendur á mótinu. Jón Mar­geir Sverris­son (25 ára) sigraði í þeim þremur hlaupagreinum sem hann tók þátt í. Tókst honum að slá Íslandsmet í sínum flokki í 200m hlaupi á tímanum 25,76sek og í 1.500 m hlaupi á tímanum 4:51,64. Einnig sigraði hann í 800m hlaupi á tímanum 2:15,58. Glæsilegur árangur hjá honum.

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir (17 ára) tók þátt í sex greinum og sigraði í þeim öllum. Hún hljóp 100m á 16,96sek, 200m á 36,11sek, 400m á 84,79sek og 800m á 3:24,62. Hún stökk 3,24m í langstökki og kastaði spjótinu 14,30m. Aldeilis flottur árangur hjá henni.

Bergrún og Jón Margeir æfa bæði með æfingahóp 15 ára eldri hjá Fjölni. Óskar Hlynsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildarinnar er þjálfari hópsins.

Á myndinni eru Bergrún og Jón Margeir.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.