Frjálsar | FRÉTTIR

03.06 2018

Kolfinna og Elísabet á Grunnskólamót Norðurlandanna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fór fram í Kaupmannahöfn 27. maí til 1. júní. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1948 fyrir utan eitt ár og verður því haldið uppá 70 ára afmæli þess í ár. Keppt er í handknattleik stúlkna, knattspyrnu drengja og frjálsíþróttum beggja kynja.

Tvær Fjölnisstúlkur voru valdar í Reykjavíkurliðið að þessu sinni og voru það Kolfinna Ósk Haraldsdóttir 14 ára og Elísabet Líf A. Ólafsdóttir 13 ára. Stóðu þær sig mjög vel á mótinu. Kolfinna var líka valin á mótið í fyrra. Mótið er fyrir 13 og 14 ára unglinga þannig að Elísabet á möguleika á að vera aftur valin í liðið á næsta ári.

Á myndunum eru stelpurnar eldhressar að vanda í Laugardalshöllinni.

Öll úrslit mótsins má finna hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.