Frjálsar | FRÉTTIR

26.06 2017

Margar persónulegar bætingar á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram á Kópavogsvelli helgina 24. og 25. júní. Að þessu sinni tóku 7 keppendur frá Fjölni þátt í mótinu og stóðu sig mjög vel.

Una Hjörvarsdóttir (14 ára) keppti í 4 greinum á mótinu; 100m, 80m grind, hástökki og spjótkasti. Hún komst í úrslit bæði í 100m hlaupi og í 80m grind. Var hún að bæta sinn persónulega árangur verulega í grindahlaupinu þar sem hún endaði í 4. sæti. Hún varð einnig í 4. sæti í hástökki með stökk yfir 1,41m sem er hennar besti árangur utanhúss.

Agnes Inger Axelsdóttir (14 ára) keppti í 3 greinum; spjótkasti, langstökki og hástökki. Hún bætti verulega sinn persónulega árangur í hástökki með stökk yfir 1,36m og bætti sig líka í langstökki.

Helga Valborg Guðmundsdóttir (13 ára) keppti í kúluvarpi og bætti sinn persónulega árangur verulega eða um tæpan metra þegar hún varpaði kúlunni 8,32m.

Elísabet Líf A. Ólafsdóttir (12 ára) keppti í 5 greinum; 60m, 600m, hástökki, langstökki og spjótkasti. Hún varð í þriðja sæti í 600m hlaupinu á tímanum 2:03,01 og var að bæta sinn persónulega árangur þar. Einnig bætti hún tímann sinn í 60m hlaupinu.

Sara Gunnlaugsdóttir (12 ára) keppti í 6 greinum; 60m, 600m, hástökki, langstökki, spjótkasti og kúluvarpi. Hún varð í 4. sæti bæði í 600m hlaupinu og í langstökki og var að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Stökk hún 4,26m í langstökkinu sem er mjög góður árangur. Einnig bætti hún sig í 60m hlaupinu.

Logi Hjörvarsson (11 ára) keppti í 5 greinum; 60m, langstökki, hástökki, spjótkasti og kúluvarpi. Hann bætti tímann sinn í 60m hlaupinu.

Knútur Þór Auðunsson (11 ára) keppti í 2 greinum; langstökki og spjótkasti. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í langstökki.

Fjórar Fjölnisstúlkur tóku þátt í 4x100m boðhlaupinu og urðu í 6. sæti. Voru það Helga Valborg, Agnes, Elísabet og Sara.

Tvær af þessum stúlkum, Agnes og Una, eru að fara á Gautaborgarleikana að keppa um mánaðarmótin júní/júlí. Annars er næsta mót hjá þessum iðkendum Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni eru Agnes og Una.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.