Frjálsar | FRÉTTIR

10.05 2018

Metþátttaka í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða var haldið fimmtudaginn 10. maí í ágætis veðri. Er þetta þrítugasta hlaupið sem Fjölnir heldur og er hlaupið því jafngamalt félaginu sem einnig fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl 11. Skömmu síðar var 5km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4km langt. Metþátttaka var í hlaupinu en alls tóku þátt 105 keppendur í 10km, 65 keppendur í 5km og 110 keppendur í skemmtiskokkinu. Flögutímataka var í öllum vegalengdum og 5km og 10km brautirnar voru löglega mældar. 10km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10km götuhlaupi. Verðlaunafhendingin fór fram inni í íþróttasalnum og var þar góð stemning þegar fjölmörg útdráttarverðlaun voru dregin út. Mesta spennan var í lokin þegar dregnir voru út tveir ferðavinningar frá Gaman Ferðum að verðmæti 50.000kr hver.

Í 10 km hlaupinu sigraði Arnar Pétursson ÍR á tímanum 32:46, annar varð Fjölnismaðurinn Ingvar Hjartarson á tímanum 32:59 og þriðji varð Þórólfur Ingi Þórsson ÍR á tímanum 33:28. Í kvennaflokki sigraði Andrea Kolbeinsdóttir ÍR á tímanum 37:29, önnur varð Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á tímanum 37:59 og þriðja varð Fjölniskonan Helga Guðný Elíasdóttir á tímanum 39:22. Var Helga að bæta tímann sinn í þessari vegalengd um 24 sek. Fjölnismaðurinn Kjartan Óli Ágústsson sigraði aldursflokkinn 18 ára og yngri á tímanum 40:20.

Í 5 km hlaupinu sigraði Ívar Jósafatsson á tímanum 18:22, annar varð Arnar Heimisson á tímanum 19:07 og þriðji varð Arnar Karlsson á tímanum 20:02. Í kvennaflokki sigraði Katrín Ósk Arnarsdóttir á tímanum 22:39, önnur varð Ásta Björk Guðmundsdóttir á tímanum 23:22 og þriðja varð Fjölniskonana Birta Karen Tryggvadóttir á tímanum 23:57.

Í skemmtiskokkinu sigraði Hera Christensen á tímanum 6:21, önnur varð Una Hjörvarsdóttir Fjölni á tímanum 6:27 og þriðja varð Embla Sólrún Jóhannesdóttir Fjölni á tímanum 7:24. Í karlaflokknum sigraði Magnús Arnar Pétursson á tímanum 6:36, annar varð Ágúst Guðmundsson á tímanum 6:38 og þriðji varð Kristján Þorri Pétursson á tímanum 6:47, allir frá HK. Þess má geta að framkvæmdastjóri Fjölnis Guðmundur L. Gunnarsson sigraði í aldursflokknum 15 ára og eldri á tímanum 7:38.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis og Hlaupahópur Fjölnis standa að hlaupinu og tókst hlaupahaldið mjög vel.

Öll úrslit má sjá hér.

Á myndunum eru Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi karla og kvenna, sigurvegarar í 5 km hlaupinu, sigurvegarar í aldursflokkum karla í 10 km og heppna fólkið sem fékk ferðavinningana frá Gaman Ferðum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.