Frjálsar | FRÉTTIR

19.12 2017

Mikil gleði á Jólamóti Fjölnis

Hið árlega Jólamót Fjölnis fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 17. des. Mótið er fyrir yngstu iðkendur deildarinnar þ.e. 6-9 ára og var iðkendum í Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60m hlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Ríkti mikil gleði á mótinu og greinilegt að þarna var á ferðinni mjög efnilegt frjálsíþróttafólk. Í lokin fengu allir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og jólagjöf frá Krumma sem er styrktaraðili mótsins. Mótið er einnig styrkt af Íslandsbanka. Elstu iðkendur deildarinnar sáu um mælingar og skráningar á mótinu enda er mótið hluti af fjáröflun þeirra fyrir æfingaferð til Spánar um næstu páska. Deildin þakkar Krumma og Íslandsbanka fyrir samstarfið. Nú er komið jólafrí hjá þessum iðkendum og hefjast æfingar aftur 8. jan.

Á myndinni eru keppendur ásamt þjálfurum Fjölnis þeim Hafdísi, Matta, Helgu Þóru og Signýju.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.