Frjálsar | FRÉTTIR

11.07 2017

Minna Íslandsmeistari í 400m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi dagana 8. og 9. júlí. Fjölnisfólkið stóð sig mjög vel á mótinu. Fyrst ber að nefna að Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi kvenna á tímanum 59,25sek. Flottur árangur hjá henni.

Matthías Már Heiðarsson fékk silfur í 400 m grindahlaupi karla á tímanum 58,81sek og var hann að bæta sinn persónulega árangur í greininni. Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 3000m hlaupi kvenna á tímanum 10:47,02.

Kjartan Óli Ágústsson fékk brons í 3000m hindrunarhlaupi karla á tímanum 11:53,78, en hann hafði aldrei keppt í þeirri grein áður.  Hugi Harðarson fékk brons í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:09,29. Birta Karen Tryggvadóttir fékk brons í 800m hlaupi kvenna á tímanum 2:28,41 og var að bæta sinn persónulega árangur og Helga Guðný Elíasdóttir fékk brons í 1500m hlaupi kvenna á tímanum 4:59,44.

Boðhlaupssveit Fjölnis vann silfur í 4x400m boðhlaupi karla á tímanum 3:30,50. Í sveitinni voru Bjarni Anton Theódórsson, Daði Arnarson, Einar Már Óskarsson og Matthías Már Heiðarsson. Í kvennaflokki fékk boðhlaupssveitin brons í 4x400m boðhlaupi kvenna á tímanum 4:20,68. Í sveitinni voru Elísa Sverrisdóttir, Helga Guðný Elíasdóttir, Birta Karen Tryggvadóttir og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir.

Þetta er glæsilegur árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki.

Á myndunum eru boðhlaupssveitirnar.

Öll úrslit mótsins er hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.