Frjálsar | FRÉTTIR

29.08 2017

Nýtt byrjendanámskeið hjá Hlaupahópnum

Þann 11. september mun hefjast nýtt byrjendanámskeið hjá Hlaupahópi Fjölnis.

Byrjendanámskeiðin hjá hlaupahópnum hafa notið mikilla vinsælda og þátttakan verið góð. Námskeiðið hefst mánudaginn 11. september kl 17:30 við Foldaskóla og lýkur 18. október eða 6 vikur. Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 – 18:40. Byrjað er á léttri upphitun og síðan er hlaupið og gengið eftir getu hvers og eins. Einnig er stundum farið í æfingar á grassvæðum við Dalhús. Að lokum er endað við Foldaskóla og gerðar teygju- og styrktaræfingar ýmist í sal innanhúss eða úti.

Þjálfarar á námskeiðinu eru Ingólfur Björn Sigurðsson og Óskar Jakobsson. Ingólfur er mörgum kunnur, en hann hefur hlaupið með hlaupahópi Fjölnis í mörg ár og hefur náð góðum árangri í hlaupunum. Hann er kennari að mennt og hefur verið með fleiri byrjendanámskeið. Óskar er þjálfari Hlaupahóps Fjölnis og er margreyndur hlaupaþjálfari.

Verð á námskeiðið er 10.000 kr og stendur þátttakendum til boða að hlaupa með hlaupahópnum fram til áramóta án frekari kostnaðar. Skráning er á heimasíðu Fjölnis (fjolnir.is) undir „Iðkendaskráning“. Nánari upplýsingar gefur Ingólfur í netfangi ingolfurbjorn@gmail.com og skrifstofa Fjölnis í síma 578 2700. Eru allir áhugasamir hvattir til að taka þátt. Skiptir engu hvernig formið er, það eru allir velkomnir.

Hlaupahópurinn hefur starfað síðan 1992 og er með elstu hlaupahópum á landinu. Æfingaáætlun hópsins gerir ráð fyrir fjórum æfingum á viku. Á mánudögum og miðvikudögum er hist við Foldaskóla kl 17:30. Þá er tekin létt upphitum og síðan hlaupið um nágrennið. Á eftir hittist hópurinn aftur í Foldaskóla og gerir styrktaræfingar og teygjur inni í íþróttasal. Á fimmtudögum eru æfingar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og á laugardögum eru lengri hlaup. Á sumrin færast fimmtudagsæfingarnar út og eru þá gjarnan brautaræfingar eða hlaupið á Úlfarsfellið eða einhverja aðra krefjandi leið. Vikulegar æfingaáætlanir ásamt upplýsingum um starfsemina eru settar inn á facebook síðu hópsins (Skokkhópur Fjölnis).

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.