Frjálsar | FRÉTTIR

30.12 2017

Óskar Fjölnismaður ársins!

Val á Fjölnisfólki ársins fór fram í Egilshöll föstudaginn 29. des. Óskar Hlynsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildarinnar var valinn Fjölnismaður ársins. Afreksfólk deildarinnar voru valin Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson.

Óskar hefur starfað sem þjálfari  hjá Frjálsíþróttadeildinni í mörg ár. Síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari deildarinnar. Sem þjálfari hefur hann haft mikil áhrif á þau ungmenni sem hafa lagt stund á frjálsar íþróttir hjá félaginu og smitað þau af sínum mikla áhuga á íþróttinni. Sést það best á þeim gríðarlega góða árangri sem ungmennin hafa sýnt á mótum hérlendis og erlendis. Hann hefur einnig miðlað þekkingu sinni til annarra þjálfara hjá félaginu. Árið 2011 fékk hann silfurmerki Fjölnis og árið 2017 fékk hann gullmerki félagsins. Óskar hefur unnið mikið sjálfboðaliðastarf fyrir deildina til dæmis á ýmsum mótum og á öðrum fjáröflunum fyrir deildina. Hann hefur komið að skipulagningu ýmissa viðburða á vegum deildarinnar og er alltaf tilbúinn að greiða götu þeirra sem þurfa á hans aðstoð að halda og gildir það bæði fyrir fólk innan frjálsíþróttadeildarinnar og annarra deilda félagsins.

 

Arndís Ýr hefur verið fremsti langhlaupari landsins í kvennaflokki í nokkur ár og stóð sig sérstaklega vel á þessu ári. Sem hluti af landsliði Íslands keppti hún á Smáþjóðaleikunum og sigraði þar í 10.000m hlaupi á tímanum 36:59,69 sem er hennar besti tími í vegalengdinni. Hún keppti einnig á Evrópukeppni landsliða og bætti þar árangur sinn í 5000m hlaupi á tímanum 17:14,16. Hún hefur verið fremsta konan í götuhlaupum hérlendis um allnokkurt skeið og bætti sinn persónulega árangur í 5 km götuhlaupi í mars.

Bjarni Anton er 19 ára gamall en er einn af fremstu 400m hlaupurum landsins. Hann náði besta árangri ársins í sínum aldursflokki í 400m hlaupi innanhúss þegar hann varð í 2. sæti á Meistaramóti Íslands í febrúar á tímanum 49,74 sek. Hann sigraði í 400m hlaupi á Stórmóti ÍR og sigraði í sínum aldursflokki á Meistaramóti Íslands 15-22 ára bæði innanhúss og utanhúss í 400 m hlaupi.

Á myndinni eru Arndís, Óskar og Bjarni.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.