Frjálsar | FRÉTTIR

02.04 2018

Páskamót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir yngstu iðkendur deildarinnar laugardaginn 24. mars. Mótið fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Iðkendum Aftureldingar var einnig boðið að taka þátt á mótinu. Keppt var í skutlukasti, langstökki, 60 m hlaupi og 200 m hlaupi. Góð stemmning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Í lokin fengu keppendur viðurkenningarskjal með árituðum árangri á mótinu og allir fengu páskaegg frá Freyju. Mótið var einnig styrkt af Landsbankanum.

Elstu iðkendur deildarinnar sáu um mótshaldið og er það liður í fjáröflun þeirra fyrir æfinga- og keppnisferðir. Eldri iðkendur Aftureldingar unnu einnig á mótinu, enda eru sameiginlegar æfingar hjá þessu félögum og sameiginlegar æfingaferðir.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.