Frjálsar | FRÉTTIR

24.06 2018

Sara Íslandsmeistari í 600 m hlaupi 13 ára

Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára var haldið á frjálsíþróttavellinum Egilsstöðum dagana 23.-24. júní í ágætis veðri. Fjölnir átti aðeins einn keppanda á mótinu og var það Sara Gunnlaugsdóttir 13 ára. Hún varð Íslandsmeistari í 600 m hlaupi á tímanum 1:55,43 sem er nálægt hennar besta árangri í þeirri vegalengd. Hún vann einnig silfur í langstökki með stökki upp á 4,74 m sem var smávægileg bæting hjá henni. Hún bætti sig einnig í þrístökki með stökk upp á 9,34 m  og varð í 5. sæti og bætti sig í spjótkasti með kast upp á 12,52 m og varð í 17. sæti. Keppni í þrístökki var aukagrein á mótinu. Glæsilegur árangur hjá henni.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndunum er Sara og sigurvegarar í langstökki stúlkna 13 ára og 600 m hlaupi stúlkna 13 ára.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.