Frjálsar | FRÉTTIR

05.02 2019

Sara með gull á RIG í 600m hlaupi

Reykjavíkurleikarnir í frjálsum íþróttum fóru fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 3. feb. Að þessu sinni tóku óvenju margir erlendir keppendur þátt í mótinu og keppnin því gríðarlega hörð. Um er að ræða boðsmót þ.a. aðeins þeir bestu í hverri grein er boðið að taka þátt í mótinu. Fjölnir átti 6 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel.

Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára keppti í 600m hlaupi stúlkna 15 ára og yngri og sigraði hlaupið með miklum yfirburðum á tímanum 1:46,23 sem er persónuleg bæting hjá henni og glæsilegur árangur. Hún keppti einnig í 60m hlaupi og varð í 5. sæti á tímanum 8,65sek.

Daði Arnarson 20 ára keppti í 800m hlaupi og náði 2. sæti á tímanum 1:56,31 sem er mjög nálægt hans besta árangri.

Elísabet Líf A. Ólafsdóttir 14 ára keppti í 600m hlaupi stúlkna 15 ára og yngri og varð í 4. sæti á tímanum 2:01,44.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir 19 ára  keppti í hástökki og varð í 4. sæti með stökk yfir 1,65m.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 21 árs keppti í 400m hlaupi og varð í 5. sæti á tímanum 58,03sek.

Bjarni Anton Theódórsson 21 árs keppti í 400m hlaupi og varð í 9. sæti á tímanum 50,41sek.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Hér er frétt FRÍ um mótið.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.