Frjálsar | FRÉTTIR

10.02 2019

Sara með mótsmet og 4 medalíur á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 9.-10. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu. Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára náði að komast fjórum sinnum á verðlaunapallinn sem er aldeilis vel af sér vikið. Hún sigraði í 600m hlaupi á tímanum 1:45,08 sem er persónulegt met hjá henni og setti mótsmet í greininni. Hún varð í öðru sæti í langstökki með stökk uppá 4,57m og varð einnig í öðru sæti í 60m grind á tímanum 10,10sek sem er persónulegt met hjá henni. Hún varð svo í þriðja sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,62sek. Þetta er frábær árangur hjá Söru en hún keppti í 6 greinum á mótinu.

Kjartan Óli Bjarnason 12 ára stóð sig líka vel á mótinu. Hann varð í þriðja sæti í langstökki með stökk uppá 4,19m sem er persónulegt met hjá honum. Hann bætti sig líka í 60m hlaupi þar sem hann varð þriðji í undanúrslitum en endaði svo í fjórða sæti á tímanum 9,22sek í úrslitahlaupinu. Var hann að bæta tímann sinn í 60m hlaupinu. Hann varð líka í fjórða sæti í 600m hlaupi á tímanum 1:56,85 og var einnig að setja persónulegt met þar.

Aðrir keppendur stóðu sig vel og margir settu persónuleg met.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.