Frjálsar | FRÉTTIR

10.08 2017

Signý og Helga Þóra með gull á unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Egilsstöðum dagana 4.-6. ágúst. Fjölnir var með 8 keppendur í frjálsum á mótinu. Mótshaldið gekk vel í hæglætisveðri og stemningin á tjaldstæðinu var góð.

Signý Hjartardóttir 15 ára stóð sig mjög vel og fékk samtals 4 medalíur á mótinu. Hún sigraði í þrístökki með stökk upp á 10,08m. Hún varð í 2. sæti í kúluvarpi með kast upp á 11,10m og í 2. sæti í hástökki með stökk yfir 1,47m. Einnig varð hún í 2. sæti í langstökki með stökk upp á 4,94m og var hún að bæta sinn persónulega árangur í þeirri grein. Hún keppti einnig í 100m hlaupi og varð í 7. sæti og varð í 9. sæti í kringlukasti og var líka að bæta sig þar. Hún keppti einnig í sundi á mótinu.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir 17 ára sigraði í hástökki með stökk yfir 1,57m.

Karen Birta Jónsdóttir 16 ára varð í 2. sæti í spjótkasti með kast upp á 38,68m og var hún að bæta sinn persónulega árangur verulega í þeirri grein. Hún varð í 3. sæti í kúluvarpi með kast upp á 10,35m. Hún keppti einnig í kringlukasti og varð í 4. sæti og varð líka í 4. sæti í 100m hlaupi og var líka að bæta sinn árangur þar.

Kjartan Óli Ágústsson 15 ára varð í 2. sæti í 800m hlaupi á tímanum 2:11,76 sem er persónuleg bæting hjá honum. Hann keppti líka í 200m hlaupi og varð í 6. sæti og varð í 11. sæti í 100m hlaupi. Var hann að bæta árangur sinn í þeim greinum líka.

Bjartur Gabríel Guðmundsson 15 ára varð í 4. sæti í 100m hlaupi og varð líka í 4. sæti í 200 m hlaupi. Var hann að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinunum. Hann keppti líka í hástökki og varð í 5. sæti.

Katrín Tinna Pétursdóttir 14 ára varð í 5. sæti í 100 m hlaupi, 800m hlaupi og í langstökki. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í langstökkinu. Hún varð í 6. sæti í 200m hlaupi, í 8.-9. sæti í hástökki og í 12. sæti í kúluvarpi.

Una Hjörvarsdóttir 14 ára varð í 6. sæti í 100m hlaupi og í 6.-7. sæti í hástökki. Hún keppti líka í langstökki og varð í 11. sæti. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í 100m hlaupinu.

Logi Hjörvarsson 11 ára varð í 5. sæti í spjótkasti. Hann varð í 6. sæti í þrístökki, 10. sæti í kúluvarpi, 11. sæti í hástökki, 13. sæti í langstökki, 14. sæti í 200m hlaupi og 32. sæti í 60 m hlaupi. Bætti hann árangur sinn í hástökki og spjótkasti.

Þetta er frábær árangur hjá þessu unga  og efnilega frjálsíþróttafólki.

Á myndinni er hluti keppendanna á tjaldsvæðinu.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.