Frjálsar | FRÉTTIR

28.08 2017

Unglingarnir okkar með 10 Íslandsmeistaratitla á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Laugardalsvelli helgina 26. – 27. ágúst. Veðrið var frekar leiðinlegt báða keppnisdagana eða rigning og þó nokkur vindur. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu að þessu sinni og stóðu þau sig rosalega vel. Samtals fengu þau 10 gullverðlaun, 7 silfur og 6 brons. Það verður að teljast frábær árangur hjá 14 keppendum. Eftirfarandi keppendur komust á verðlaunapall:

Kjartan Óli Ágústsson 15 ára fékk gull í 800m hlaupi, gull í 1500m hlaupi og brons í 3000m hlaupi.

Signý Hjartardóttir 15 ára fékk silfur í hástökki, brons í þrístökki og brons í kúluvarpi.

Bjartur Gabríel Guðmundsson 15 ára fékk gull í hástökki og brons í 200m hlaupi.

Kolbeinn Ingi Friðriksson 15 ára fékk silfur í 100m hlaupi.

Elísa Sverrisdóttir 15 ára fékk silfur í hástökki.

Birta Karen Tryggvadóttir 17 ára fékk gull í 3000m hlaupi og silfur í 1500m hlaupi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir 17 ára fékk gull í hástökki.

Daði Arnarson 18 ára fékk gull í 400m grindahlaupi og silfur í 800m hlaupi.

Bjarni Anton Theódórsson 19 ára fékk gull í 400m hlaupi og brons í 200m hlaupi.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 19 ára fékk gull í 200m hlaupi og brons í 100m hlaupi.

Hafdís Rós Jóhannesdóttir 19 ára fékk gull í 400m grindahlaupi og silfur í 200m hlaupi.

Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir 21 árs fékk gull í 400m grindahlaupi.

Matthías Már Heiðarsson 22 ára fékk silfur í 400m hlaupi.

Í heildarstigakeppninni varð Fjölnir í 5. sæti með 130 stig. Í stigakeppni einstakra aldursflokka þá urðu 15 ára piltarnir í 2. sæti og 18-19 ára stúlkurnar í 3. sæti. 

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Kjartan Óli Ágústsson.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.