Handbolti | FRÉTTIR

20.01 2014 | LESA MEIRA

Fjölnir Open 2018

Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 1. september n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn. Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.  Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:

  • Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
  • Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
  • Teiggjöf - fyrir alla.
  • Dregið úr skorkortum.
  Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24…
20.07 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Unglingalandsmót

Kæru félagar,  Nú líður senn að 21. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer 2. – 5. ágúst í Þorlákshöfn. Það hefur alltaf stór hópur frá Fjölnir tekið þátt í unglingalandsmótum UMFÍ. Félagið hvetur iðkendur og fjölskyldur þeirra til að taka þátt í þessu vinsæla og skemmtilega móti sem landsmótið hefur ætið verið :-) Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á…

20.07 2018 | LESA MEIRA

MÍ á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Sauðárkróki dagana 14. og 15. júlí. Fjölnir átti 10 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Þau sem unnu til verðlauna voru: Helga Guðný Elíasdóttir vann tvenn silfurverðlaun. Annars vegar í 1500 m hlaupi á tímanum 4:59,15 og í 3000 m hlaupi á tímanum 10:42,43. Helga Þóra Sigurjónsdóttir vann silfurverðlaun í hástökki þegar hún stökk yfir 1,65 m. Einar Már Óskarsson vann bronsverðlaun í 200 m hlaupi á tímanum 22,86 sek.…

18.07 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Árgangamót Fjölnis í knattspyrnu

Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis verður haldið glæsilegt árgangamót, sem verður svo árlegt, laugardaginn 11. ágúst á heimavellinum okkar í Dalhúsum. Þetta verður 21 árganga mót, fyrir bæði kynin auðvitað, sá elsti er '78 og yngsti er '98. Spilað verður á fallega grasinu okkar! Dagskráin er eftirfarandi: -Árgangamótið hefst kl. 16:00 eftir að Extra mótið klárast sem er fyrr um daginn. -Allir grasvellir uppsettir með mörkum, merktir og klárir eftir Extra mótið. -Leikmenn meistaraflokks karla Fjölnis eru ekki gjaldgengir…

11.07 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Handboltaskóli Fjölnis

Handboltaskóli Fjölnis fer fram í byrjun ágúst og er ætlaður krökkum sem ganga í 1. - 6. bekk næsta haust (f. 2012-2007). Allir eru velkomnir í skólann og eru byrjendur sérstaklega velkomnir. Skólinn stendur frá 7. ágúst til 17. ágúst og hægt er að skrá sig á skráningarvef Fjölnis https://fjolnir.felog.is/ Handboltaskóli Fjölnis fer fram í Íþróttahúsi Fjölnis, Dalhúsum. Skólinn er alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Skólanum verður skipt upp eftir aldri til að…

11.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Sara Dögg stendur sig vel í norska boltanum

Sara Dögg Hjaltadóttir er að standa sig vel í Noregi! Hún er ein af mörgum leikmönnum deildarinnar sem að undanförnu hafa komið úr öflugu unglingastarfi. #FélagiðOkkar  TENGILL á video  

06.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA
04.07 2018 | LESA MEIRA

Hreiðar Bjarki kominn heim

Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.  Hreiðar er uppalinn Fjölnisdrengur og kemur heim reynslunni ríkar eftir að hafa spilað með Þór A á síðasta tímabili.  Hreiðar er framherji og mun koma inn í hópinn sem hefur verið að eflast síðustu vikurnar. Velkomin heim Hreiðar Bjarki #FélagiðOkkar

03.07 2018 | Karfa LESA MEIRA

Velkominn Jacky !

Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní :-) hann mun hefja störf 1. ágúst.  Við bjóðum Jacky hjartanlega velkominn og hlakkar okkur mikið til að vinna með honum við að efla deildina og koma Fjölnir aftur meðal stærstu og sterkustu sunddeilda landsins. Jacky er mikill fengur fyrir deildina okkar, hann er vel mentaður þjálfari með mikla reynslu bæði sem yfirþjálfari og afreksþjálfari. Sjáumst í haust, kveðja stjórn sunddeildar Fjölnis.

03.07 2018 | Sund LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.