Handbolti | FRÉTTIR

20.01 2014 | LESA MEIRA

Getraunakaffi Fjölnis á laugardögum

Allir velkomnir. Getraunakaffi Fjölnis verður haldið í fyrsta skipti núna laugardaginn 18. nóvember með pompi og prakt á milli kl. 10:00 og 12:00 í nýju skrifstofum félagsins í Egilshöll og alla laugardaga í vetur eftir það. Það er löngu komin tími á vettvang sem þennan sem gefur Fjölnisfólki tækifæri á að hittast, spjalla og hafa gaman. Þetta er frábært tækifæri fyrir t.d. foreldra að koma við, kíkja í kaffi og tippa þegar búið er að skutla krökkunum á æfingu. Þjálfarar félagsins verða á…

16.11 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Karatedeild Fjölnis í æfingabúðum í Skotlandi

Við tókum nýlega þátt í bæði námskeiði og móti í Grangemouth í Skotlandi sem haldin voru af Kobe Osaka International samtökunum. En karatedeild Fjölnis hefur verið aðili að þeim síðan 2005. Þar fengum við tækifæri til að læra hjá Sensei Steven Morris auk þes sem við hittum Sensei Tommy Morris stofnanda þeirra. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá tvo, Tommy lengst til vinstri og Steven lengst til hægri, ásamt keppendum frá Karatedeildum Fjölnis og Aftureldingar. Fyrir miðju situr Willem…

14.11 2017 | LESA MEIRA
13.11 2017 | LESA MEIRA

Málmtæknimót Fjölnis 2017

Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug helgina 9..desember 2017.  Mótið er fyrir 14 ára og yngri. Sundmenn í Afrekshóp, Hákörlum, Háhyrningum og Höfrungum geta tekið þátt í mótinu. Sundmenn skrá sig hjá sínum þjálfara. Foreldrar eru hvattir til að koma og hjálpa til við framkvæmd mótsins. Keppt verður í 25 metra laug í þremur hlutum á tveimur hlutum. Keppnishlutar                      Laugardagur 9. des.  Fyrir hádegi  - Upphitun kl. 08:10 - Mót kl.…

09.11 2017 | Sund LESA MEIRA

Verðlaunastúlkur í stökkfimi

Haustmót í stökkfimi fór fram á Akranesi síðasta laugardag og tóku stúlkur í hópi KH-3 þátt í mótinu. Þær kepptu á mismunandi tíma yfir daginn og í nokkrum aldursflokkum. Af myndum að dæma var mikið fjör hjá þeim og þjálfarar og keppendur ánægðir með daginn. Árangur á mótinu var einnig ánægjulegur og fengu Fjölnissstúlkur nokkra verðlaunapeningar um hálsin fyrir fjölþraut og einstök áhöld. Frábær árangur og til hamingju Fjölnisfólk :) Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: Keppnisflokkur 10-11 ára B 3.…

08.11 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Rúna Sif Stefánsdóttir er komin heim í Grafarvoginn!

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Rúna Sif Stefánsdóttir skrifaði nýverið undir samning við knattspyrnudeild Fjölnis þess efni að hún muni vera spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna næstu tvö árin hið minnsta eða út tímabilið 2019! Rúna, sem er 28 ára gömul, er fædd og uppalin í Grafarvogi og fór upp í gegnum alla yngri flokka félagsins á sínum tíma. Frá árinu 2009 hefur hún leikið með Fylki, Stjörnunni og Val. Rúna hefur samtals spilað yfir 200 KSÍ leiki…

08.11 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Andrea Jacobsen í 16 manna landsliðshóp

Axel Stefánsson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 16 manna æfingahóp fyrir æfingar og æfingaleiki í nóvember. Lestu meira um hópinn hér: http://hsi.is/frettir/frett/2017/11/07/A-landslid-kvenna-aefingar-i-Reykjavik-og-leikir-vid-Thyskaland-og-Slovakiu-20.-29.-november/ Andrea er þar með á góðri leið með að festa sig í sessi hjá landsliðinu, eitthvað sem við erum gríðarlega stolt af. Gangi þér vel :)

07.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Fram - Fjölnir

Fram 29 - 29 Fjölnir Olís deild karla 5. nóvember kl. 19:30 Leikskýrsla HSÍ   Eftir erfiðan leik gegn sterkum FH-ingum var mikilvægt að ná einhverju út úr næsta leik. Framstrákarnir voru heimsóttir á sunnudagskvöld, mikill hugur í strákunum og stemningin góð. Ekki skemmdi fyrir að Fjölnisfólk fjölmennti á leikinn og voru um helmingur áhorfenda. Það sýnir hversu mikinn stuðning strákarnir hafa þrátt fyrir stormasama daga undanfarið.  Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu þar sem Arnar Birkir og Donni virkuðu…

06.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Stjarnan - Fjölnir

Stjarnan 34 - 16 Fjölnir Olís deild kvenna 4. nóvember kl. 13:30 Leikskýrsla HSÍ   Eftir frábæra endurkomu gegn Gróttu voru stelpurnar staðráðnar í að mæta Stjörnustelpum af fullum krafti. Ljóst var að Andrea Jacobsen myndi lítið spila í leiknum sökum höfuðhöggs sem hún hlaut á landsliðsæfingu í vikunni á undan. Það breytti áherslum í sókn og vörn en ekki var að sjá að það hafði mikil áhrif á liðið framan af í fyrri hálfleik. Leikurinn var í góðu jafnvægi…

06.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.