Handbolti | FRÉTTIR

20.01 2014 | LESA MEIRA

Páskalokun í Dalhúsum

Nú líður senn að páskum og verða Dalhús lokuð frá 29. mars til 2.apríl. Einnig verður lokað Sumardaginn fyrsta þann 19. apríl. Fimmtudagur 29. mars  Lokað - Skírdagur Föstudagur 30. mars  Lokað - Föstudagurinn langi Laugardagur 31. mars  Lokað Sunnudagur 1. apríl  Lokað - Páskadagur Mánudagur 2. apríl  Lokað - Annar í páskum   Rimaskóli og Vættaskóli eru lokaðir frá 26. mars til 2. apríl.   Gleðilega páska !

23.03 2018 | LESA MEIRA

Skriðsundsnámskeið  í Grafarvogslaug

Nýtt skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna hefst í Grafarvogslaug strax eftir Páska. Námskeiðið byrjar 3. apríl og endar 15. maí.

  • Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00 til 21:00.
  • Námskeiðið er 5 vikur eða 10 skipti.
  • Við bjóðum síðan upp á einn aukatíma, þrem vikum eftir að námskeiðinu lýkur.
Námskeiðið kostar kr. 15.000 (11 skipti), aðgangseyrir ofan í laugina er ekki innifalinn í æfingagjaldinu. Þjálfari: Daniel Hannes Pálsson sími: 699-2656 Skráning á https://fjolnir.felog.is  Ef að það vakna einhverjar spurningar endilega sendið póst á…
22.03 2018 | Sund LESA MEIRA

Skriðsundsnámskeið  í Grafarvogslaug

Nýtt skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna hefst í Grafarvogslaug strax eftir Páska. Námskeiðið byrjar 3. apríl og endar 15. maí.

  • Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20:00 til 21:00.
  • Námskeiðið er 5 vikur eða 10 skipti.
  • Við erum síðan með 1 aukatíma, 3 vikum eftir að námskeiðinu lýkur.
Námskeiðið kostar kr. 15.000 (11 skipti), aðgangseyrir ofan í laugina er ekki innifalinn Þjálfarar: Daniel Hannes Pálsson sími: 699-2656 Skráning á https://fjolnir.felog.is  Ef að það vakna einhverjar spurningar endilega sendið póst á…
22.03 2018 | Sund LESA MEIRA

Stærsta getraunakaffi á Íslandi!

Taktu þátt í STÆRSTA getraunakaffi landsins (sem hefur slegið gjörsamlega í gegn) hjá Fjölni. Við ætlum að bæta Íslandsmetið í þáttöku og því eru ALLIR VELKOMNIR og EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD! Hvar: Félagsrými Fjölnis í Egilshöll Hvenær: Laugardaga milli kl. 10 og 12 Leikurinn er sáraeinfaldur en tveir eru saman í liði og giska á úrslit 13 leikja í enska boltanum. Þetta verður 7 vikna hópleikur þar sem 6 bestu vikurnar gilda (frí er um páskahelgina). Reglurnar í leiknum má finna hér:

22.03 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stelpurnar okkar í góðri stöðu

Fjöln­is­kon­ur eru komn­ar í 2:0 í undanúr­slita­ein­víg­inu við Þór frá Ak­ur­eyri í 1. deild kvenna í körfuknatt­leik eft­ir ann­an spennu­leik í Síðuskóla á Ak­ur­eyri í dag þar sem þær sigruðu 68:66. Fjöln­ir vann fyrsta leik­inn á þriggja stiga flautukörfu á föstu­dags­kvöldið og get­ur nú tryggt sér sæti í úr­slit­un­um með heima­sigri í þriðja leikn­um. Guðrún Edda Bjarna­dótt­ir, sem skoraði um­rædda flautukörfu í fyrsta leikn­um, gerði sér lítið fyr­ir og kom Fjölni í 68:65 með þriggja stiga körfu þegar 30 sek­únd­ur…

18.03 2018 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnir með 3 keppendur í landsliðinu

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt landslið Íslands í frjálsum íþróttum 2018. Á listanum eru þrír iðkendur frá Fjölni: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 400m hlaupari, Bjarni Anton Theódórsson 400m hlaupari og Helga Guðný Elíasdóttir langhlaupari, en hún hefur verið í landsliðinu í mörg ár. Valið verður af listanum í þau landsliðsverkefni sem framundan eru. Listinn er í heild sinni hér.

18.03 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölmenni á Miðgarðsmótinu. Strákarnir í 7. bekk sigruðu 3. árið í röð

A sveit Rimaskóla í skák sigraði á fjölmennu Miðgarðsmóti sem haldið var í hátíðarsal Rimaskóla 16. mars. Miðgarðsmótið er skákmót á milli grunnskólanna í Grafarvogi og að þessu sinni sendu 5 skólar alls 12 sveitir til leiks. Sigursveit Rimaskóla er skipuð 6 drengjum úr 7. bekk sem voru að landa sínum 3 sigri á þremur árum. Teflt var í tveimur 6 sveita riðlum og keppt um sæti í úrslitaeinvígi í lokin. A sveitin sigraði Unglingasveit Rimaskóla í lokaviðureign mótsins með…

16.03 2018 | Skák LESA MEIRA

Bikarkeppni 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika sunnudaginn 11. mars. Fjölnir og Afturelding sendi sameiginlegt lið í keppnina og lenti stúlknaliðið í 7. sæti og drengjaliðið í 6. sæti. Í heildina varð liðið í 8. sæti. Fjölniskrakkarnir stóðu sig vel en bestum árangri náði Kolfinna Ósk Haraldsdóttir sem sigraði í 60 m hlaupi á tímanum 8,56 sek. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í greininni. Öll úrslit mótsins eru hér. Á myndinni…

13.03 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölelding í 4. sæti á Bikar

Bikarkeppni FRÍ fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 10. mars. Fjölnir og Afturelding sendu sameiginlegt lið í keppnina. Í kvennakeppninni varð liðið í 4. sæti, í karlakeppninni í 6. sæti en í heildina varð liðið í 4. sæti með 54 stig. Alls tóku 9 lið þátt í keppninni. Keppendur Fjölnis stóðu sig mjög vel og voru tveir að bæta sinn persónulega árangur. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir setti persónulegt met í 400 m hlaupi á tímanum 57,19 sek en fyrir átti…

13.03 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.