Handbolti | FRÉTTIR

20.01 2014 | LESA MEIRA

Guðmundur Rúnar skrifar undir nýjan samning

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu Guðmundar Rúnars Guðmundssonar til tveggja ára. Gummi mun aðstoða Kára með meistaraflokk karla, sjá um U-liðið og vera Magga Kára innan handar með 3.fl karla. Einnig mun hann sjá um styrktarþjálfun m.fl og 3.fl karla. Stjórn hkd. Fjölnis hlakkar mikið til áframhaldandi samstarfs með Gumma og horfir björtum augum á komandi tíma sem eru bæði spennandi og krefjandi.  

18.05 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Sigurjón Friðbjörn ráðinn til starfa

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu Sigurjóns Friðbjörns Björnssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og þjálfara 3.fl kvenna næstu tvö árin. Sigurjón hefur undanfarið ár þjálfað 4.fl kvenna eldra ár hjá HK og þar áður meistaraflokk kvenna hjá ÍR í 2 ár. Hann er einnig þjálfari U16 ára landsliðs kvenna, stelpur sem eru fæddar 2002-2003. Stjórn hkd. Fjölnis hlakkar mikið til samstarfs með Sigurjóni og bindur miklar vonir við áframhaldandi framfarir hjá stelpunum okkar.

18.05 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Metþátttaka í Fjölnishlaupi Gaman Ferða

Fjölnishlaup Gaman Ferða var haldið fimmtudaginn 10. maí í ágætis veðri. Er þetta þrítugasta hlaupið sem Fjölnir heldur og er hlaupið því jafngamalt félaginu sem einnig fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Hlaupið var haldið við Íþróttamiðstöðina Dalhúsum og var 10 km hlaupið ræst kl 11. Skömmu síðar var 5km hlaupið ræst og að lokum skemmtiskokkið sem var 1,4km langt. Metþátttaka var í hlaupinu en alls tóku þátt 105 keppendur í 10km, 65 keppendur í 5km og 110 keppendur…

10.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaup Gaman Ferða 10. maí

Fjölnishlaup Gaman Ferða verður haldið fimmtudaginn 10. maí sem er uppstigningardagur.  Hlaupið er sannkallað afmælishlaup þar sem þetta er í 30. sinn sem Fjölnir heldur hlaupið. Hlaupið verður jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi 2018. Einnig er hlaupið hluti af Powerade sumarhlaupunum og gefur stig í stigakeppni hlaupaseríunnar. Hlaupaleiðir sem verða í boði eru, 1,4 km skemmtiskokk 5 km  10 km   Þátttökugjöld og skráning: 3.000 kr fyrir 10 km hlaup og 2.500 kr fyrir 5 km hlaup með forskráningu á hlaup.is fram að miðnætti 9.…

07.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Sumarnámskeið í frjálsum

Þessi skemmtilegu námskeið verða aftur í sumar. Skráningar eru í Nora.

07.05 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

9. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

Glæsilegur árangur 9. flokks drengja. Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018.  Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni. Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson. Ólafur Ingi Styrmisson…

07.05 2018 | Karfa LESA MEIRA

Vorhátíð Karatedeildarinnar 2018

Laugardag milli 11 og 12 ætlum við að halda árlegu vorhátíðina okkar. Þá komum við öll saman, iðkendur og foreldrar/forráðamenn og höldum upp á árangurinn undanfarinn vetur. Í ár verður framkvæmdin með nýju sniði. Við ætlum að hittast öll í gamla fimleikasalnum sem er á sama gangi og salurinn okkar í kjallara Egilshallar.

  • Afrekshópur Fjölnis og Aftureldingar verður með sýningaratriði
  • Afhending viðurkenningar fyrir bestu ástundun
  • Allir taka þátt í nokkrum æfingum
Kæru foreldrar og forráðamenn, mætið í léttum…
06.05 2018 | Karate LESA MEIRA
04.05 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Afreks-og æfingameistarar skákdeildar 2017 - 2018

Á fjölmennu sumarskákmóti Fjölnis í lok apríl var kunngjört um hvaða skákkrakkar hef'ðu verið valdir sem afreks-og æfingameistari skákdeildarinnar í vetur. Sara Sólveig Lis, Íslands-og Reykjavíkurmeistari með stúlkunum í Rimaskóla var tilnefnd afreksmeistari og Ríkharður Skorri Ragnarsson, einn af mörgum sterkum skákkrökkum f. 2005 í Rimaskóla var valinn æfingameistari fyrir frábæra æfingsókn og frammistöðu. Bæði fengu þau afhenda verðlaunagripi sem Rótarýklúbbur Grafarvogs færði þeim að gjöf. 

04.05 2018 | Skák LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.