Handbolti | FRÉTTIR

20.01 2014 | LESA MEIRA

Haustmót í hópfimleikum

Á laugardaginn lauk Haustmóti í hópfimleikum.  Haustmótið stóð yfir tvær helgar , fyrri hluti mótsins var haldinn í Gerplu fyrir 4.flokk og 3.flokk. helgina 10. og 11. nóvember.  og var seinni hlutinn fyrir aðra flokka var haldinn á Akranesi þessa helgi.    Fjölnir átti samtals sex lið sem tóku þátt á haustmóti og var markmið liðanna að hafa gaman og safna reynslu í bankann.  Haustmót eru sett upp þannig að öll lið í hverjum flokki keppa jafnt og úrslit mótsins skiptir svo liðunum…

20.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Leóna Sara valin í úrvalshóp í áhaldafimleikum

Leóna Sara Pálsdóttir hefur verið valin í úrvalshóp unglinga í áhaldafimleikum fyrir keppnistímabilið 2019. Við óskum henni og þjálfurum hennar innilega til hamingju með árangurinn. Það verður spennandi að fylgjast með Leónu takast á við verkefnin framundan. http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/1325-urvalshopur-unglinga-i-ahaldafimleikum-kvenna

19.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Málmtæknimót Fjölnis 24 nóv 2018

20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis

  Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018   Keppt verður í 25 metra laug í tveimur hlutum. Keppnishlutar                     

Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 08:15 Mót kl. 09:00
Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót…
19.11 2018 | Sund LESA MEIRA

Fréttir úr yngri flokka starfi deildarinnar

Mikið hefur verið um að vera hjá yngri flokkum deildarinnar síðustu helgar. Fjölliðamót HSÍ hófust í október og iðkendur hafa sýnt miklar framfarir og áhuginn eykst viku eftir viku. BUR stóð fyrir átaki í yngri flokkum í samvinnu við frístundaheimili Grafarvogs, svokallað "frístundafjör". Hátt í 200 börn í 1. og 2. bekk fengu að kynnast handbolta undir leiðsögn þjálfara deildarinnar og leikmanna meistaraflokkanna okkar.  Vinavikur fóru fram samhliða frístundafjöri og gafst það verkefni vel.  8. flokkur Iðkendur í Egilshöll og…

13.11 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis leiðir Íslandsmót skákfélaga

Skákdeild Fjölnis er í forystu á Íslandsmóti skákfélaga eftir fimm umferðir af níu. Framúrskarandi frammistaða Fjölnismanna kom mjög á á óvart enda skáksveitin í 4. sæti eftir styrkleikalista. Enginn gat séð þetta fyrir enda þótt Fjölnir hafi unnið til bronsverðlauna sl. tvö ár. Sjö af átta liðsmönnum Fjölnis hækka á stigum fyrir frammistöðuna. Sveitin er yngsta skáksveitin á mótinu með helming liðsmanna um tvítugt. Síðari hluti Íslandsmótsins fer fram helgina 28. feb - 2. mars 2019. Í þessari fræknu skáksveit eru Jesper Thybo…

12.11 2018 | Skák LESA MEIRA

Fjögur frá Fjölni í landsliðinu á Norðurlandamóti í víðavangshlaupum

Norðurlandamót í Víðavangshlaupum fór fram í Reykjavík þann 10.nóvember. Mótið var haldið í Laugardalnum og var veðrið mjög gott miðað við árstíma. Fjögur ungmenni voru valin frá Fjölni til að taka þátt. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Helga Guðný Elíasdóttir kepptu í kvennaflokki og Daði Arnarson keppti í flokki ungkarla. Konurnar hlaupu 7,5 km og varð Íris Anna í 17. sæti á 31:21 mín­út­um, Arn­dís Ýr í 18. sæti á 31:50 mín­út­um og Helga Guðný í 19. sæti…

11.11 2018 | Frjálsar LESA MEIRA

Skákdeild Fjölnis byrjar best allra liða í 1. deild

Skákdeild Fjölnis byrjar best allra liða í 1. deild á Íslandsmóti skákfélaga. Í annarri umferð náði félagið öðrum frábærum úrslitum þegar Fjölnir vann 6½-1½ stórsigur á Skákfélagi Akureyrar. Fjölnir hefur 14 vinninga eftir 16 skákir. Ótrúleg byrjun og Grafarvogsbúar með enn eitt skákævintýrið. Teflt í Rimaskóla um helgina og allir velkomnir sem vilja fylgjast með þessari miklu skákhátíð. Um 400 skákmenn að tafli. 

10.11 2018 | Skák LESA MEIRA

A sveit Fjölnis með forystu eftir 1. umferð

Íslandsmót skákfélaga 2018 - 2019 hófst 8. nóv. í hátíðarsal Rimaskóla með keppni í 1. deild. A sveit Fjölnis hóf keppni með látum og vann í 1. umferð lið Hugins 7,5 - 0,5. Í 1. deild tefla 10 bestu skáksveitir landsins og Fjölnismenn byrja á toppnum. Skáksveit Fjölnis skipa að hálfu tvítugir drengir, þrír fyrrverandi meistarar Rimaskóla; Dagur, Oliver Aron og Jón Trausti og danskur vinur þeirra Jesper Thybo, Evrópumeistari U18 árið 2017. Til viðbótar eru í A sveitinni reyndir skákmenn sem…

08.11 2018 | Skák LESA MEIRA

Haustmót á Akureyri helgina 3.- 4. nóvember

Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið…

07.11 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.