Handbolti | FRÉTTIR

20.01 2014 | LESA MEIRA

Þorgerður hlýtur starfsmerki FSÍ

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fór fram í janúar. Fimleikafólk var heiðrað og var starfsmaður fimleikadeildar ein af þeim sem tók við viðurkenningu og fékk starfsmerki FSÍ. Þorgerður Ósk Jónsdóttir hefur unnið fyrir fimleikadeild Fjölnis í 14 ár. Á þeim tíma hefur hún unnið sem þjálfari og starfsmaður á skrifstofu. Hún á gríðarlega stóran þátt í þeim árangri sem hefur náðst á undanförnum árum hjá deildinni. Þorgerður á auðvelt með að vinna með fólki og öllum líkar vel við hana. Takk fyrir…

15.01 2018 | Fimleikar LESA MEIRA

3. flokkur kvenna áfram í bikarnum

Stelpurnar í 3. flokki komust áfram í bikarnum eftir frábæran sigur á ÍR, 22-16 fyrr í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en þegar líða tók á seinni hálfleikinn sigu okkar stelpur fram úr og uppskáru góðan sigur. Þær eru því komnar í 8 liða úrslit þar sem þær mæta Gróttu.

14.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Partý ársins

Það er að bresta á, þorrablót Grafarvogs er næstu helgi, það seldist uppá þremur dögum! Til að fá partýpakka í fyrirpartýið þarf að setja flotta Fjölnismynd á Instagram með #fjolnirblot2018 og #FélagiðOkkar og koma svo á skrifstofuna með miðann og sýna okkur myndina. Hægt verður að sækja partýpakkana á þriðjudag og miðvikudag frá kl. 16-18 á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll á meðan birgðir endast. Húsið opnar kl 18.40 og mun hin eina og sanna Frostrós Margrét Eir taka á móti…

14.01 2018 | LESA MEIRA

Styrktarsalurinn tekinn í gegn

Á dögunum tóku stelpurnar í meistaraflokki kvenna í handboltanum sig til og tóku styrktarsalinn í gegn.  Þær skreyttu veggina með ýmsum hvetjandi tilvitnunum og merki félagsins. Við viljum einnig hvetja alla iðkendur og þjálfara að sína góða umgegni og hafa í huga að ganga frá betur en komið var að salnum.

12.01 2018 | LESA MEIRA

Engar æfingar í dag vegna veðurs

Áríðandi tilkynning Það verða engar æfingar í dag fimmtudaginn 11 janúar, hjá öllum deildum Fjölnis vegna slæmrar veðurspár   Framkvæmdastjóri Fjölnis Guðmundur L Gunnarsson

11.01 2018 | LESA MEIRA

Taktu þátt - Nýr Getraunaleikur hefst laugardaginn 13. janúar!

Nýr leikur! Getraunakaffið hefst núna á laugardaginn 13. janúar í Egilshöll og er á milli kl. 10-12 eins og alltaf. Allir velkomnir! Hægt að skrá sig með því að senda póst á 1x2@fjolnir.is eða með því að mæta á staðinn. Vinningarnir eru eftirfarandi: 1.sæti - 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og 1x Gullkort á völlinn (25.000 kr.). 2. sæti - 15.000 kr. gjafabréf frá Hverfisbúðinni, 1x Árskort á völlinn (15.000 kr.) og 10.000 kr. gjafabréf frá Gullöldinni. 3. sæti. -…

10.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

U18 karla vann gull á Sparkassen Cup

U-18 ára landslið karla tryggði sér sigur á Sparkassen Cup með sigri á Þjóðverjum í æsispennandi úrslitaleik.  Þeir Goði Ingvar Sveinsson, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson og Þorleifur Aðalsteinsson úr 3. flokki karla fóru út með hópnum milli jóla og nýárs. Strákarnir unnu Ítali í undanúrslitum nokkuð auðveldlega, 33-17 og spiluðu svo til úrslita gegn Þjóðverjum. Markaskorarar Íslands gegn Ítalíu: Haukar Þrastarson 6 (þar af 1 úr víti), Viktor Andri Jónsson 4, Stiven Tobar…

10.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Skákæfingar Fjölnis hefjast á morgun miðvikudag

Hinar vinsælu skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum hefjast að nýju eftir jólaleyfi á morgun 10. janúar. Æfingarnar hefjast kl. 16:30 og þeim lýkur kl. 18:00. Æfingarnar fara fram í tómstundaherbergi Rimaskóla og er þá gengið inn um íþróttahús. Keppni, æfingar, verðlaun og veitingar. Ætlast er til að þeir sem sækja skákæfingarnar hafi náð valdi á byrjunaratriðum  skáklistarinnar og kunni mannganginn. Leiðbeinendur og stjórnendur æfinganna verða þeir Helgi, Leó og Jóhann Arnar. Æfingarnar eru ókeypis og eingöngu ætlast til þess að þátttakendur sinni skákinni…

09.01 2018 | Skák LESA MEIRA

Íslandsmeistarar í Futsal 2018

Vængir Júpiters urðu í dag Íslandsmeistarar í Futsal í meistaraflokki karla eftir að hafa unnið Augnablik 6 - 3 í úrslitaleik. Leikið var í Laugardalshöll. Í undanúrslitum unnu þeir sannfærandi sigur á sterku liði Víkings Ólafsvíkur. Óskum þessum Fjölnisdrengjum til hamingju með titilinn.

07.01 2018 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.