Handbolti | FRÉTTIR

Innlit til Guðmundu og Kolbrúnar í íþróttaskóla barna 3-5 ára

Það má með sanni segja að íþróttaskóla barna 3-5 ára í Borgaskóla hafi farið vel af stað. Hver laugardagurinn á fætur öðrum líður þar sem börnin koma og fá góða og skipulagða hreyfistund hjá Guðmundu sem er 3ja árs nemi í íþróttafræði HR, og henni til aðstoðar er samnemandi hennar Kolbrún. Þær stöllur vinna vel saman sem skilar sér í flottum tímum fyrir okkar unga og efnilega Fjölnisfólk. Hér má sjá nokkrar þrautir sem boðið er upp á í skólanum.…

19.02 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Skólamót Fjölnis í handbolta framundan

Nú styttist í hið árlega skólamót Fjölnis sem hefur verið haldið árlega í ein 8 ár. Ávallt hefur verið mikið um gleði og góða takta og í ár bjóðum við 5.-8. bekk að koma í vetrarhléi grunnskólanna 20. febrúar í Dalhús og keppa fyrir hönd síns skóla. Hlökkum til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega viðburði. Stjórn HKD Fjölnis

31.01 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Íþróttanámskeið 3-5 ára hjá Guðmundu fer vel af stað

Það má með sanni segja að námskeið 3-5 ára barna hafi farið vel af stað á laugadaginn 21. janúar þegar vel sótt námskeið hennar Guðmundu hófst. Þetta var fyrsti tíminn af 12 þetta vorið og hefur það hlotið mjög góðar viðtökur. Á námskeiðinu er farið í fjölbreytta leiki og þrautir, m.a. með handbolta, með það að markmiði að efla hreyfifærni barnanna. Hér eru nokkrar myndir frá æfingum sem fóru fram í íþróttahúsi Vættaskóla Borga. fyrir hönd HKD Fjölnis Sveinn Þorgeirsson

22.01 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Níundi sigur Fjölnis

Fjór­ir leik­ir fóru fram í 1. deild karla í hand­knatt­leik í kvöld en Fjöln­ir náði í ní­unda sig­ur sinn í deild­inni er liðið vann Þrótt 39:30 í Laug­ar­dals­höll­inni.  Fjöln­is­menn hafa byrjað með lát­um í fyrstu deild­inni en liðið hef­ur verið grát­lega ná­lægt því að fara upp um deild síðustu tvö tíma­bil. Fjöln­ir er efst eft­ir leiki kvölds­ins með fullt hús stiga eft­ir níu um­ferðir eða 18 stig. HK kem­ur næst með 13 stig, ÍR með 12 stig, KR með 11…

19.11 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir mistókst að komast á toppinn

Fjölni tókst ekki að hrifsa topp­sætið af FH í 1. deild kvenna í hand­bolta, en Fjöln­ir gerði 34:34 jafn­tefli við ÍR í átt­undu um­ferð deild­ar­inn­ar í Aust­ur­bergi í gær­kvöldi. Silja Ísberg og Sól­veig Lára Kristjáns­dótt­ir voru marka­hæst­ar í liði ÍR með níu mörk en Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir var að vanda at­kvæðamest í liði gest­anna úr Grafar­vog­in­um með 14 mörk. Fjöln­ir er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 11 stig og er einu stigi á eft­ir FH, sem trón­ir á toppi deild­ar­inn­ar.…

05.11 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Handboltaveisla - tvíhöfði

Í kvöld föstudaginn 23 september er tvíhöfði í Dalhúsum  Meistaraflokkur kvenna Fjölnir - Afturelding kl. 18:00 Meistaraflokkur karla Fjölnir - Akureyri kl. 20:00 Mætum snemma, fyllum húsið og hvetjum okkar fólk til dáða.

23.09 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Spá leik­manna og for­ráðamanna fyrstu deildanna | ÍR og Fjölnir upp

Það verða ÍR ingar sem koma beint upp aftur í Olís karla og Fjölnisstelpur sigra 1. deild kvenna ef marka má spá  leik­manna og for­ráðamanna 1. deildanna sem hittust í vikunni á árlegum fundi þar sem þetta var opinbert. Spá leik­manna og for­ráðamanna fyr­ir 1. deild karla: 1. ÍR 2. Fjöln­ir 3. Vík­ing­ur 4. HK 5. Þrótt­ur 6. KR 7. Míl­an 8. Val­ur U 9. Hamr­arn­ir 10. Ak­ur­eyri U 11. ÍBV U 12. Stjarn­an U Spá leik­manna og for­ráðamanna fyr­ir 1.…

07.09 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fimm fræknu !

Þessir fimm flottu piltar léku með U16 landsliði Íslands sem vann A-landslið kvenna í gær 36-23. Piltarnir eru allir að sjálfsögðu hluti af Íslandsmeistaraliði Fjölnis í 4.flokki karla eldri árið 2016. Leikmennirnir frá vinstri til hægri á mynd: Daníel Freyr Rúnarsson, Goði Ingvar Sveinsson, Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Jón Bald Freysson og Arnar Máni Rúnarsson.

30.05 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Kæru Fjölnismenn nær og fjær.

Kæru Fjölnismenn nær og fjær. Nú er allt að gerast í handboltanum og strákarnir komnir 2-0 yfir í einvíginu gegn Selfyssingum um laust sæti í Olísdeild karla næsta vetur. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sætið fræga. Stuðningurinn hefur verið magnaður hingað til en við viljum gera enn betur og TROÐFYLLA Dalhúsin okkar! Dagskrá frá kl. 18:00-19:00 í sundlaugaranddyri þar sem verður andlitsmálning fyrir alla og svo grillmatur gegn vægu gjaldi. Svo hefst leikurinn kl. 19:30 - það…

28.04 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Frábær sigur á Selfoss

Fjölnir sigraði Selfoss í fyrsta leik liðannna í kvöld í umspili um laust sæti í efstu deild eftir mikinn baráttuleik, en Fjölnir komst yfir fyrst í seinni háfleik. það var mikill hraði strax í byrjun og greinilega talsverð spenna hjá leikmönnum. Jafnt á öllum tölum og eftir fyrstu 5 mínúturnar var staðan 4-4. Lítið skorað á næstu mínútum þrátt fyrir hraðan leik en bæði lið að spila litla vörn. Staðan eftir 10 mínútur, 6-6. Selfoss náði svo þriggja marka forskoti…

24.04 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.