Handbolti | FRÉTTIR

Fjölnir Cup 2018

Í dag hófst Fjölnir Cup sem er alþjóðlegt mót hjá okkur í handbolta.  Á mótinu eru lið frá Svíþjóð, Noregi og Íslandi.  Mótið er spilað á gervigrasvellinum við Egilshöll á fimmtudeginum og föstudeginum en úrslitaleikirnir verða svo spilaðir inni í Dalhúsum á laugardeginu kl. 15, 16 og 17. Allir velkomnir. Mótið fer vel af stað og veðrið leikur við okkur. #FélagiðOkkar

09.08 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Handboltaskóli Fjölnis

Við minnum á Handboltaskóla Fjölnis fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Frábært tækifæri til að bæta færni og æfa aukalega. Tökum sérstaklega vel á móti byrjendum. Skráning hér: https://fjolnir.felog.is/

31.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Handboltaskóli Fjölnis

Handboltaskóli Fjölnis fer fram í byrjun ágúst og er ætlaður krökkum sem ganga í 1. - 6. bekk næsta haust (f. 2012-2007). Allir eru velkomnir í skólann og eru byrjendur sérstaklega velkomnir. Skólinn stendur frá 7. ágúst til 17. ágúst og hægt er að skrá sig á skráningarvef Fjölnis https://fjolnir.felog.is/ Handboltaskóli Fjölnis fer fram í Íþróttahúsi Fjölnis, Dalhúsum. Skólinn er alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Skólanum verður skipt upp eftir aldri til að…

11.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Sara Dögg stendur sig vel í norska boltanum

Sara Dögg Hjaltadóttir er að standa sig vel í Noregi! Hún er ein af mörgum leikmönnum deildarinnar sem að undanförnu hafa komið úr öflugu unglingastarfi. #FélagiðOkkar  TENGILL á video  

06.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Handknattleiksdeild Fjölnis endurnýjar samning við Arnór Ásgeirsson

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur endurnýjað ráðningarsamning við Arnór Ásgeirsson þjálfara meistaraflokks kvenna og framkvæmdastjóra deildarinnar. Starf deildarinnar hefur tekið miklum breytingum frá komu Arnórs til félagsins að nýju. Arnór hefur sem framkvæmdastjóri heildaryfirsýn yfir starf deildarinnar og stýrir daglegum rekstri hennar. Sem þjálfara meistaraflokks kvenna bíður hans sú áskorun að koma liðinu á ný í hóp þeirra bestu í úrvalsdeild en liðið er nú sem áður að mestu byggt upp á uppöldum Fjölnisstúlkum og verður gaman að fylgjast með þeim næsta…

18.06 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Jón Bjarni Ólafsson skrifar undir tveggja ára samning

Jón Bjarni Ólafsson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við hkd. Fjönis.  Jón Bjarni byrjaði í handbolta hjá Haukum en skipti fljótlega yfir í FH og hefur spilað þar síðan. Hann er fæddur 1995, örvhentur og getur leyst af flestar stöður en aðallega línu og hægri skyttu. Hann hefur leikið yfir 100 leiki með FH í meistaraflokki. Á síðasta tímabili lék hann 21 leik í Olís deildinni og skoraði 12 mörk ásamt því að vera lykilmaður með FH U…

14.06 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Flottir fulltrúar Fjölnis

Flottir fulltrúar Fjölnis í Handboltaskóla og Hæfileikamótun HSÍ Handboltaskóli HSÍ og Arion banka fyrir leikmenn f. 2005 fór fram í Kaplakrika um helgina. Fulltrúar Fjölnis voru þau: Friðrik Friðriksson - Óli Fannar Halldórsson - Eyþór Ólafsson - Halldór Tristan Jónsson Emilía Karitas Rafnsdóttir - Ingibjörg Þorsteinsdóttir - Anna Karen Bogadóttir Þess má geta að helgina áður fór fram Hæfileikmótun HSÍ og Bláa lónsins þar sem leikmenn f. 2004 komu saman og æfðu undir stjórn þjálfara HSÍ. Fulltrúar Fjölnis voru þau:…

11.06 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Seinasti séns að sæka vinninga

Góðan dag, Við gefum frest til og með þriðjudagsins 12. júní til að sækja vinninga úr vorhappdrætti deildarinnar. Vinninga ber að vitja á skrifstofu Fjölnis, hafið samband áður við Arnór Ásgeirsson starfsmann deildarinnar, arnor@fjolnir.is eða í síma 849 3418. Munið að koma með miðann. Við viljum einnig biðja ykkur um að koma þessum skilaboðum áleiðis.

05.06 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir í lokahóp U20

Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir þjálfarar U-20 ára landsliðs kvenna hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt á HM í Ungverjalandi í sumar. Við eigum tvo flotta fulltrúa sem hafa farið saman í gegnum öll yngri landslið HSÍ og fá loksins að upplifa það að fara á lokamót. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis. Hópinn má sjá með því að smella hér #FélagiðOkkar

23.05 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Andri Sigfússon bætist í hóp þjálfara hkd. Fjölnis

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu Andra Sigfússonar til tveggja ára. Andri mun taka að sér þjálfun 4.fl og 5.fl karla. Hann mun einnig sinna starfi yfirþjálfara yngri flokka samhliða þjálfun 4. og 5.fl karla. Andri sem er íþróttafræðingur að mennt og starfar sem íþróttakennari hefur margra ára reynslu í þjálfun. Hann þjálfaði allt frá 8.fl - 2.fl hjá Gróttu á 15 ára tímabili ásamt því að hafa verið eitt ár hjá Víkingi. Við tilkynnum einnig að samstarf Fjölnis og…

22.05 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.