Handbolti | FRÉTTIR

Handboltamyndir

Stelpurnar og strákarnir í handboltadeildinni skrifuðu nýjan kafla hjá Fjölni þegar bæði liðinn tryggðu sér keppnisrétt í úrvaldsdeild á næsta keppnistímabili. Það verður í fyrsta sinn sem Fjölnir á lið í efstu deild beggja kynja á íslandsmótinu í handbolta á sama keppnistímabili. Þetta er afrakstur mikillar vinnu hjá báðum flokkum á undanförnum árum. Myndir: Þorgils G

10.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir upp í úrvalsdeild

Fjöln­ir tryggði sér í dag sæti í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik með tveggja marka sigri á KA/Þ​ór í Dal­hús­um í Grafar­vogi í dag þar sem loka­töl­ur urðu 28:26. Fyr­ir leik­inn var KA/Þ​ór í topp­sæt­inu og dugði jafn­teflið til þess að kom­ast upp um deild . Fjöln­is­kon­ur þurftu aðeins að vinna leik­inn í dag til þess að jafna KA/Þ​ór að stig­um og koma sér upp fyr­ir norðan­kon­ur vegna betri ár­ang­urs í inn­byrðis viður­eign­um liðanna, sem Grafar­vogs­stúlk­ur og gerðu. Fjöln­ir mun því…

08.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Strákarnir taka á móti bikarnum á föstudaginn

Strákarnir okkar eiga leik við Míluna í síðasta leik vetrarins á heimavelli á föstudaginn kl. 19:30. Þetta verður síðasti leikur þeirra í vetur þar sem liðið vann sér þátttökurétt meðal þeirra bestu á næsta vetri með því að vinna fyrstu 17 leiki sína í deildinni. Á föstudaginn fá þeir svo bikarinn fyrir sigurinn í deildinni afhentan og hvetjum við ykkur Grafarvogsbúa til að mæta og styðja strákana í þessum síðasta leik. Liðið er borið uppi af uppöldum leikmönnum sem við erum…

05.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Úrslitaleikur fyrir stelpurnar okkar á laugardaginn!

Á laugardaginn fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í efstu deild kvenna í handboltanum! Kjörið tækifæri til að sjá okkar stelpur í mikilvægum leik. Mætum öll og styðjum við stelpurnar. með Fjölniskveðju Stjórn Handknattleiksdeildar Fjölnis

05.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Arnór Ásgeirsson semur við Fjölni

Arnór Ásgeirsson snýr heim í Fjölni. Handknattleiksdeild Fjölnis og Arnór Ásgeirsson hafa undirritað samning þess efnis að hann taki við sem starfsmaður deildarinnar og sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Arnór er uppalinn Fjölnismaður. Fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. Hann hefur þjálfað alla aldursflokka kvenna auk yngstu flokka drengja. Að loknu námi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík lá leið Arnórs í framhaldsnám í Noregs. Eftir tveggja ára framhaldsnám í Sport Management (íþróttastjórnun) í Molde þar sem hann meðal annars…

23.03 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Innlit til Guðmundu og Kolbrúnar í íþróttaskóla barna 3-5 ára

Það má með sanni segja að íþróttaskóla barna 3-5 ára í Borgaskóla hafi farið vel af stað. Hver laugardagurinn á fætur öðrum líður þar sem börnin koma og fá góða og skipulagða hreyfistund hjá Guðmundu sem er 3ja árs nemi í íþróttafræði HR, og henni til aðstoðar er samnemandi hennar Kolbrún. Þær stöllur vinna vel saman sem skilar sér í flottum tímum fyrir okkar unga og efnilega Fjölnisfólk. Hér má sjá nokkrar þrautir sem boðið er upp á í skólanum.…

19.02 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Skólamót Fjölnis í handbolta framundan

Nú styttist í hið árlega skólamót Fjölnis sem hefur verið haldið árlega í ein 8 ár. Ávallt hefur verið mikið um gleði og góða takta og í ár bjóðum við 5.-8. bekk að koma í vetrarhléi grunnskólanna 20. febrúar í Dalhús og keppa fyrir hönd síns skóla. Hlökkum til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega viðburði. Stjórn HKD Fjölnis

31.01 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Íþróttanámskeið 3-5 ára hjá Guðmundu fer vel af stað

Það má með sanni segja að námskeið 3-5 ára barna hafi farið vel af stað á laugadaginn 21. janúar þegar vel sótt námskeið hennar Guðmundu hófst. Þetta var fyrsti tíminn af 12 þetta vorið og hefur það hlotið mjög góðar viðtökur. Á námskeiðinu er farið í fjölbreytta leiki og þrautir, m.a. með handbolta, með það að markmiði að efla hreyfifærni barnanna. Hér eru nokkrar myndir frá æfingum sem fóru fram í íþróttahúsi Vættaskóla Borga. fyrir hönd HKD Fjölnis Sveinn Þorgeirsson

22.01 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Níundi sigur Fjölnis

Fjór­ir leik­ir fóru fram í 1. deild karla í hand­knatt­leik í kvöld en Fjöln­ir náði í ní­unda sig­ur sinn í deild­inni er liðið vann Þrótt 39:30 í Laug­ar­dals­höll­inni.  Fjöln­is­menn hafa byrjað með lát­um í fyrstu deild­inni en liðið hef­ur verið grát­lega ná­lægt því að fara upp um deild síðustu tvö tíma­bil. Fjöln­ir er efst eft­ir leiki kvölds­ins með fullt hús stiga eft­ir níu um­ferðir eða 18 stig. HK kem­ur næst með 13 stig, ÍR með 12 stig, KR með 11…

19.11 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir mistókst að komast á toppinn

Fjölni tókst ekki að hrifsa topp­sætið af FH í 1. deild kvenna í hand­bolta, en Fjöln­ir gerði 34:34 jafn­tefli við ÍR í átt­undu um­ferð deild­ar­inn­ar í Aust­ur­bergi í gær­kvöldi. Silja Ísberg og Sól­veig Lára Kristjáns­dótt­ir voru marka­hæst­ar í liði ÍR með níu mörk en Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir var að vanda at­kvæðamest í liði gest­anna úr Grafar­vog­in­um með 14 mörk. Fjöln­ir er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 11 stig og er einu stigi á eft­ir FH, sem trón­ir á toppi deild­ar­inn­ar.…

05.11 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.