Handbolti | FRÉTTIR

Haustsöfnun handknattleiksdeildar

Kæru iðkendur og foreldrar. Ákveðið hefur verið að blása til fyrstu fjáröflunar deildarinnar á þessum vetri. Með tilkomu nýja hússins er ljóst að deildin þarf að endurnýja ýmsan búnað og bæta við til að ekki þurfi að flytja áhöld á milli húsa. Iðkendur fá verðlaun fyrir þátttöku en þó rennur aðeins lítill hluti í verðlaunin þar sem tekist hefur að fá þau á góðum verðum. Framlag hvers og eins skiptir gríðarlega miklu máli og verður deildin því afar þakklát hvort…

17.10 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Foreldrafundir yngri flokka fóru vel af stað

Á þriðjudaginn hélt hkd. Fjölnis foreldrafundi fyrir 8. - 5. flokk karla og kvenna í húsakynnum Fjölnis í Egilshöll. Það var þéttt setið þar sem foreldrar hlustuðu á BUR og yfirþjálfara ræða um komandi vetur, áherslur og kynningu á starfi og þjálfurum deildarinnar. Mikilvægar samræður mynduðust á fundunum sem við munum nú vinna með til að efla starfið enn frekar.  Takk fyrir flott kvöld. - BUR og Andri Sigfússon

27.09 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Landsliðsfólk Fjölnis

Á föstudaginn var valið í öll yngri landsliðs kvenna og U15 ára landslið karla. Við Fjölnisfólk getum svo sannarlega verið ánægð með valið þar sem 6 leikmenn frá Fjölni og 2 leikmenn að auki frá sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis voru valdir í landsliðin að þessu sinni:   U19 ára landslið kvenna Þyri Erla Sigurðardóttir  U17 ára landslið kvenna Hanna Hrund Sigurðardóttir U15 ára landslið kvenna Nína Rut Magnúsdóttir (Fjölnir) Katrín Erla Kjartansdóttir (Fylkir) Svava Lind Gísladóttir (Fylkir) U15 ára landslið karla Einar Bjarki…

25.09 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölmenni á dómaranámskeiði

Í gærkvöldi héldu Fjölnir og Fylkir sameiginlegt A-stigs dómaranámskeið fyrir elstu flokka félaganna. Góð þátttaka var á þetta fyrsta stig dómararéttinda HSÍ en tæplega 50 þátttakendur mættu og höfðu gagn og gaman af. Undir lok námskeiðið þreyttu þátttakendur bóklegt próf.  Dómaranámskeiðið er hluti af menntun leikmanna yngri flokka félagsins og gefur þeim aukna þekkingu á hvað má og hvað má ekki í handboltanum. Næsta verkefni leikmannanna er verklegt próf á næstu vikum.

04.09 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir Invitational 2018 lokið

Fyrsta móti Fjölnir Invitational lauk í dag með tveimur leikjum. Fyrir daginn var ljóst að HK hafði sigrað kvennaflokkinn eftir sigur á Fjölni og Neistanum. Úrslit í karlaflokki urðu þannig að Fjölnisstrákarnir sigruðu mótið á innbyrðis markatölu liðanna þriggja.  Við viljum þakka liðunum, dómurum, sjálfboðaliðum og áhorfendum fyrir frábæra skemmtun og það er nokkuð ljóst að þetta mót verður fest í sessi. Þorgils G. tók flottar myndir á meðan á mótinu stóð, Fjölnir - HK, Fjölnir - Fram, Neistin…

Fjölnir Invitational

Fjölnir Invitational fer fram í fyrsta sinn dagana 30. ágúst – 1. september þar sem leikið er í þriggja liða riðli í karla- og kvennaflokki. Búist er við flottum leikjum og mikilli skemmtun og því tilvalið að skella sér á völlinn. Frítt inn og kaffi á kantinum. Liðin sem taka þátt í karlaflokki eru Fjölnir, Fram og Neistin frá Færeyjum. Í kvennaflokki eru skráð til leiks Fjölnir, HK og Neistin. Leikjadagskrá má sjá hér: https://www.facebook.com/events/373382469865742/ og á heimasíðu HSÍ.

29.08 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Æfingatímar 5. - 8. flokks 2018-2019

Æfingatímar 5. - 8. flokks 2018-2019. Nánari upplýsingar um þjálfara: http://www.fjolnir.is/…/um-deildina-h…/thjalfarar-handbolti/ Nánari upplýsingar um æfingagjöld: http://www.fjolnir.is/handbolti/aefingagjold-handbolti/ 3. september hefst fylgd í strætó úr frístundaheimilum Grafarvogs og Grafarholts á æfingar í Fjölnishöll fyrir 1. og 2. bekk. Fylgt er mán-fim fram og til baka. Mikilvægt er að iðkendur kaupi Krakkakort eða farmiða. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis.

23.08 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir Cup 2018

Í dag hófst Fjölnir Cup sem er alþjóðlegt mót hjá okkur í handbolta.  Á mótinu eru lið frá Svíþjóð, Noregi og Íslandi.  Mótið er spilað á gervigrasvellinum við Egilshöll á fimmtudeginum og föstudeginum en úrslitaleikirnir verða svo spilaðir inni í Dalhúsum á laugardeginu kl. 15, 16 og 17. Allir velkomnir. Mótið fer vel af stað og veðrið leikur við okkur. #FélagiðOkkar

09.08 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Handboltaskóli Fjölnis

Við minnum á Handboltaskóla Fjölnis fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Frábært tækifæri til að bæta færni og æfa aukalega. Tökum sérstaklega vel á móti byrjendum. Skráning hér: https://fjolnir.felog.is/

31.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Handboltaskóli Fjölnis

Handboltaskóli Fjölnis fer fram í byrjun ágúst og er ætlaður krökkum sem ganga í 1. - 6. bekk næsta haust (f. 2012-2007). Allir eru velkomnir í skólann og eru byrjendur sérstaklega velkomnir. Skólinn stendur frá 7. ágúst til 17. ágúst og hægt er að skrá sig á skráningarvef Fjölnis https://fjolnir.felog.is/ Handboltaskóli Fjölnis fer fram í Íþróttahúsi Fjölnis, Dalhúsum. Skólinn er alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Skólanum verður skipt upp eftir aldri til að…

11.07 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.