Handbolti | FRÉTTIR

Sigfús Páll semur við Fjölni

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Sigfús Pál Sigfússon til tveggja ára. Sigfús er 31 árs leikstjórnandi sem leikið hefur tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd auk fjölda leikja með yngri landsliðum og Evrópuleiki með félagsliðum sínum. Sigfús hóf handknattleiksiðkun sína hjá Fram og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Safamýrarliðið leiktíðina 2003/2004. Leikmaðurinn vakti strax athygli fyrir mikinn hraða og frábæran skilning á leiknum. Næstu árin festi Sigfús sig í sessi sem lykilmaður hjá Fram og skipaði sér í hóp bestu leikstjórnenda á…

27.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Andri Berg Haraldsson skrifar undir

Fréttatilkynning – Andri Berg til Fjölnis Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Andra Berg Haraldsson til tveggja ára.  Andri, sem er 34 ára, er rétthentur og fjölhæfur leikmaður sem leyst getur allar þrjár stöðurnar fyrir utan, þ.e. vinstri skyttu, stöðu leikstjórnanda sem og hægri skyttu.  Andri er 192cm að hæð, vegur um 96kg og sterkur varnarmaður. Andri hóf handknattleiksiðkun sína hjá FH og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu leiktíðina 2000-2001, þá á sautjánda aldursári.  Þess má til gamans geta að…

21.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Bergur Elí Rúnarsson skrifar undir samning

Bergur Elí Rúnarsson hefur undirritað samnig við hkd. Fjölnis. Bergur Elí er fæddur árið 1995 og spilar í hægra horni. Bergur Elí er uppalinn FH-ingur. Hann spilaði með ÍH í 1. deildinni árin 2013-2015 en skipti svo yfir í FH og spilaði þar tímabilið 2015-2016. Í fyrra færði hann sig yfir í KR þar sem hann stóð sig mjög vel og var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins með 120 mörk í 22 leikjum. Stjórn handknattleiksdeildarinnar er virkilega ánægð með að…

20.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Theodór Ingi Pálmason kominn í gult

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið til tveggja ára við Theodór Inga Pálmason. Theodór er þrítugur línumaður sem lék í hjarta KR-varnarinnar á nýafstaðinni leiktíð í 1. deildinni. Theodór skoraði 63 mörk í 22 leikjum, eða tæplega 3 mörk að meðaltali í leik og var lykilmaður í KR-vörninni á síðustu leiktíð. Theodór er 193 cm að hæð og um 105 kg. Theodór hóf handknattleiksiðkun hjá FH ungur að árum og lék sinn fyrsta leik með meistaraflokk félagsins 2006 en tók sér frí…

19.06 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Lokahóf handboltans

Lokahóf meistaraflokka Fjölnis fór fram föstudaginn 19 maí. Þar voru verðlaun veitt í meistaraflokki karla og kvenna. Leikmaður ársins í meistaraflokki kvenna var valin Díana Kristín Sigmarsdóttir og var hún einnig markahæst. Efnilegust að mati þjálfara var Andrea Jacobsen. Mestu framfarir á tímabilinu að mati þjálfara eru Sara Sif og Díana Ágústsdóttir. Besti varnarmaður var valin Berglind Benediktsdóttir Leikmaður ársins í karlaflokki er Björgvin Páll Rúnarsson Varnarmaður ársins er Breki Dagsson Markahæstur, Kristján Örn Kristjánsson Efnilegastur Sveinn Jóhannsson Á lokahófi…

26.05 2017 | Handbolti LESA MEIRA
19.05 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Handboltamyndir

Stelpurnar og strákarnir í handboltadeildinni skrifuðu nýjan kafla hjá Fjölni þegar bæði liðinn tryggðu sér keppnisrétt í úrvaldsdeild á næsta keppnistímabili. Það verður í fyrsta sinn sem Fjölnir á lið í efstu deild beggja kynja á íslandsmótinu í handbolta á sama keppnistímabili. Þetta er afrakstur mikillar vinnu hjá báðum flokkum á undanförnum árum. Myndir: Þorgils G

10.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir upp í úrvalsdeild

Fjöln­ir tryggði sér í dag sæti í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik með tveggja marka sigri á KA/Þ​ór í Dal­hús­um í Grafar­vogi í dag þar sem loka­töl­ur urðu 28:26. Fyr­ir leik­inn var KA/Þ​ór í topp­sæt­inu og dugði jafn­teflið til þess að kom­ast upp um deild . Fjöln­is­kon­ur þurftu aðeins að vinna leik­inn í dag til þess að jafna KA/Þ​ór að stig­um og koma sér upp fyr­ir norðan­kon­ur vegna betri ár­ang­urs í inn­byrðis viður­eign­um liðanna, sem Grafar­vogs­stúlk­ur og gerðu. Fjöln­ir mun því…

08.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Strákarnir taka á móti bikarnum á föstudaginn

Strákarnir okkar eiga leik við Míluna í síðasta leik vetrarins á heimavelli á föstudaginn kl. 19:30. Þetta verður síðasti leikur þeirra í vetur þar sem liðið vann sér þátttökurétt meðal þeirra bestu á næsta vetri með því að vinna fyrstu 17 leiki sína í deildinni. Á föstudaginn fá þeir svo bikarinn fyrir sigurinn í deildinni afhentan og hvetjum við ykkur Grafarvogsbúa til að mæta og styðja strákana í þessum síðasta leik. Liðið er borið uppi af uppöldum leikmönnum sem við erum…

05.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Úrslitaleikur fyrir stelpurnar okkar á laugardaginn!

Á laugardaginn fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í efstu deild kvenna í handboltanum! Kjörið tækifæri til að sjá okkar stelpur í mikilvægum leik. Mætum öll og styðjum við stelpurnar. með Fjölniskveðju Stjórn Handknattleiksdeildar Fjölnis

05.04 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.