Handbolti | FRÉTTIR

Fjölnir - Fram í Olís deild karla

Það er nú eða aldrei! Strákarnir þurfa nauðsynlega sigur gegn Fram á miðvikudag kl. 19:30 í Dalhúsum. Mætum gul og glöð og styðjum strákana okkar! Plaggat fyrir leikinn má sjá hér: Fjölnir - Fram

27.02 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Nýkjörin stjórn hkd. Fjölnis

Aðalfundur handknattleiksdeildar var haldinn í Egilshöll 26. febrúar. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og það fjölbreytta starf sem fór fram á árinu. Það voru sex stjórnarmenn sem létu af störfum en það voru þau Aðalsteinn Snorrason, Hjalti E. Sveinsson, Páll Eyvindsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Róbert Runólfsson og Helgi Kristinsson. Handknattleiksdeildin þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og góð störf undanfarin ár. Flestir þeirra sem láta af störfum munu vera stjórn til halds og trausts og er það mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir komandi tíma. …

27.02 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Topplið Olís deildanna koma í heimsókn

Fjölnir - FH í Olís deild karla  12. febrúar kl. 18:00   Fjölnir - Valur í Olís deild kvenna 13. febrúar kl. 20:00   Mætum og styðjum okkar fólk

12.02 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Arna Þyrí til Fjölnis á láni frá Fram

Arna Þyrí Ólafsdóttir hefur skrifað undir lánsamning við Fjölni út tímabilið. Hún kemur frá Fram og getur leyst af skyttu og miðju ásamt því að vera sterkur varnarmaður. Arna Þyrí er fædd 1997 og lék 14 leiki fyrir áramót og skoraði í þeim 9 mörk. Hún mun spila í búning nr. 27. Hún kemur til með að styrkja hópinn fyrir komandi átök en liðið er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu ásamt því að…

30.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Tvíhöfði í Dalhúsum

Næstkomandi þriðjudag spila báðir meistaraflokkar deildarinnar á heimavelli. Kl. 18:00 Fjölnir - Stjarnan Olís deild kvenna Kl. 20:00 Fjölnir - ÍR Olís deild karla Frítt inn fyrir Fjölnisfólk sem mætir í Fjölnisklæðnaði  #FélagiðOkkar #fyllumhúsið

26.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

3. flokkur kvenna áfram í bikarnum

Stelpurnar í 3. flokki komust áfram í bikarnum eftir frábæran sigur á ÍR, 22-16 fyrr í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en þegar líða tók á seinni hálfleikinn sigu okkar stelpur fram úr og uppskáru góðan sigur. Þær eru því komnar í 8 liða úrslit þar sem þær mæta Gróttu.

14.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

U18 karla vann gull á Sparkassen Cup

U-18 ára landslið karla tryggði sér sigur á Sparkassen Cup með sigri á Þjóðverjum í æsispennandi úrslitaleik.  Þeir Goði Ingvar Sveinsson, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson og Þorleifur Aðalsteinsson úr 3. flokki karla fóru út með hópnum milli jóla og nýárs. Strákarnir unnu Ítali í undanúrslitum nokkuð auðveldlega, 33-17 og spiluðu svo til úrslita gegn Þjóðverjum. Markaskorarar Íslands gegn Ítalíu: Haukar Þrastarson 6 (þar af 1 úr víti), Viktor Andri Jónsson 4, Stiven Tobar…

10.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Logi Gliese Ágústsson skrifar undir samning

Logi Gliese Ágústsson er nýjasti leikmaður meistaraflokks karla. Logi spilar stöðu leikstjórnanda en getur einnig leyst af aðrar stöður á vellinum.  Hann kemur til okkar frá Danmörku en þar stundaði hann nám og spilaði handbolta með liði Fredericia síðastliðið haust. Þar á undan spilaði Logi með Víkingum og Þrótti. Að auki má nefna að hann lauk námi af afreksbraut Borgarholtsskóla. Við bjóðum Loga hjartanlega velkominn í Grafarvoginn 

02.01 2018 | Handbolti LESA MEIRA

Þrjár frá Fjölni valdar í æfingahóp U-20

Þær Andrea Jacobsen, Berglind Benediktsdóttir og Helena Ósk Kristjánsdóttir hafa verið valdar í æfingahóp U-20 ára landsliðs kvenna sem mun æfa milli jóla og nýárs. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir næstu undankeppni. Hópinn í heild má sjá hér: Æfingahópur U-20 kvenna Við óskum þeim til hamingju með valið og gangi þeim sem allra best. #félagiðokkar

20.12 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Andrea Jacobsen á reynslu í Svíþjóð

Andrea Jacobsen leikmaður mfl kvenna er á reynslu næstu daga hjá sænska efstu deildar liðinu Kristianstad HK. Liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Andrea sem er fyrirliði liðsins hefur verið að spila vel það sem af er tímabils og fengið sæti í landsliðshópnum undanfarin misseri. Það er ánægjulegt að sjá uppalda leikmenn fá nasaþefinn af handbolta í einum af betri deildum Evrópu.

18.12 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.