Handbolti | FRÉTTIR

Árskort komin í sölu!

Hkd. Fjölnis hefur hafið sölu á árskortum fyrir komandi tímabil. Í fyrsta skipti er Fjölnir með karla- og kvennalið í efstu deild. Í ár OLÍS DEILDIN! Árskort er góð leið fyrir stuðningsmenn til að vera með öruggan aðgang að heimaleikjum meistaraflokkana og styðja við rekstur þeirra.   Hægt er að kaupa árskort í gegnum NORA á www.fjolnir.felog.is Allar frekari upplýsingar fást hjá Arnóri Ásgeirssyni, arnor@fjolnir.is

19.08 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Sigur á Víking í fyrsta leik

Fyrsti leikur Fjölnis í Reykjavíkurmótinu þar sem strákarnir unnu öruggan sigur . Strákarnir sýndu fína takta í sókn en sterkur varnarleikur og frábær markvarsla hjá Bjarka Snæ skóp þennan sigur.   Mörkin skoruðu: 8 - Donni 6 - Andri Berg 6 - Björgvin Páll 5 - Bjarki Lár 3 - Bergur Elí 2 - Arnar Snær 2 - Breki 2 - Brynjar Lofts 1 - Bergur Snorra 1 - Teddi   Smelltu HÉR til að sjá fleiri myndir frá…

16.08 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Samstarfssamningur við Domino´s framlengdur

Hkd. Fjölnis og Domino's hafa framlengt samstarfssamning sinn út tímabilið 2017/2018. Pizzurnar hjá Domino's eru bara svo góðar að við getum ekki hætt að bjóða uppá þær í sjoppunni á heimaleikjum.   Pantaðu hér: www.dominos.is   Eða notaðu appið: Apple / Android

15.08 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Baldvin Fróði Hauksson ráðinn til starfa!

Baldvin Fróði Hauksson skrifaði í dag undir þjálfarasamning við hkd. Fjölnis. Hann mun taka að sér þjálfun 4. flokks karla ásamt aðstoð í 3. flokki og meistaraflokki karla. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa hjá deildinni. Við hlökkum til að sjá hann að störfum. Á myndinni má sjá yfirþjálfara hkd. Fjölnis, Svein Þorgeirsson og Baldvin Fróða Hauksson nýráðinn þjálfara.

12.08 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Landsliðsfólk á ferð og flugi

Næstu daga taka landslið Íslands þátt á bæði æfinga- og keppnismótum. Við eigum okkar fulltrúa á þessum mótum og hvetjum við alla til að fylgjast með.   A-landslið kvenna Andrea Jacobsen leikmaður meistaraflokks kvenna mun taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavík og Kaupmannahöfn 24. - 30. júlí. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. http://hsi.is/frettir/frett/2017/06/30/A-landslid-kvenna-Axel-hefur-valid-17-leikmenn-fyrir-Danmerkurferd/   U-19 kvenna Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir leikmenn meistaraflokks kvenna taka þátt í Scandinavian Open-Championship í…

18.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Donni valinn í lokahóp fyrir HM í Alsír

Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í Heimsmeistaramóti u-21 árs landsliða í Alsír. Mótið hefst 18. júlí og leika strákarnir okkar gegn Argentínu í fyrsta leik. Heimasíðu mótsins má finna HÉR. Kristján Örn Kristjánsson er okkar fulltrúi eins og undanfarin ár og óskum við honum og liðinu góðs gengis á þessu sterka móti. Hópinn má sjá HÉR.

14.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Umhverfisdagur Fjölnis

Handknattleiksdeild Fjölnis í samstarfi við BYLGJUNA, ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ OG SENDIBÍLA REYKJAVÍKUR Nánari upplýsingar væntanlegar.... Við erum á samfélagsmiðlum undir @fjolnirhkd Facebook - Instagram - Twitter

13.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Opnar mælingar fyrir 15-18 ára

Á opnum mælingadegi Fjölnis er öllum unglingum á aldrinum 15-18 ára boðið að taka þrennskonar mælingar, bæði andlegar og líkamlegar.  Dagskráin er eftirfarandi: i) Veikleikaskimun á lendingartækni – áhættuþáttur fyrir hnémeiðslum [Harpa Söring Ragnarsdóttir] ii) Andleg þrautseigja – greining á þrautseigju og andlegum styrk [Hreiðar Haraldsson] iii) Líkamleg frammistaða – greining og viðmið [Sveinn Þorgeirsson]   Hvetjum alla áhugasama til að mæta! Hlekkur á viðburðinn á Facebook: "Opnar mælingar fyrir 15-18 ára"

11.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Jón Bald í bronsliði U17 á Opna Evrópumótinu í Gautaborg

Íslenska U17 landslið karla tryggði sér bronsverðlaun á Opna Evrópumótinu (European Open) í Gautaborg á laugardag.  Mótið er haldið fyrstu vikuna í júlí ár hvert í tengslum við Partille Cup, heimsins stærsta handboltamót. Jón Bald Freysson leikmaður 3. flokks karla var okkar fulltrúi í landsliðinu og stóð sig með prýði. Við óskum honum og landsliðinu til hamingju með flottan árangur.   Ef þú vilt fylgjast betur með starfsemi hkd. Fjölnis þá erum við á samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram og Twitter) undir nafninu…

10.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Sörurnar í lokahóp U17 fyrir EM í Makedóníu

Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson hafa valið 16 manna hóp fyrir EM sem fer fram í Makedóníu í ágúst.  Æfingar hefjast föstudaginn 14. júlí. Tímasetningar verða gefnar út síðar. Sara Dögg Hjaltadóttir og Sara Sif Helgadóttir ásamt Þyrí Erlu Sigurðardóttur (til vara) eru okkar fulltrúar. Hópurinn er eftirfarandi: Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar  Auður Ester Gestsdóttir, Valur  Berta Rut Harðardóttir, Haukar  Birta Rún Grétarsdóttir, HK  Embla Jónsdóttir, FH  Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram  Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram  Ísabella Maria Eriksdóttir, Valur  Katla…

05.07 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.