Handbolti | FRÉTTIR

Fjölnir Cup 2018 - opið fyrir skráningar

Miðvikudaginn 13. desember opnaði formlega fyrir skráningar á Fjölnir Cup 2018. Alþjóðlegt handboltamót og fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Mótið er haldið dagana 9. - 11. ágúst 2018 þar sem spilað verður úti og inni. Mótið er fyrir 4. og 5. flokk á næsta ári. Allar upplýsingar á heimasíðu mótsins http://fjolnircup.cups.nu/ og Facebook https://www.facebook.com/fjolnircup/

14.12 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Jólafjáröflun 2017

JÓLAFJÁRÖFLUN 2017 Meistarflokkarnir standa fyrir sölu á frábærum vörum sem allir hafa góð not fyrir yfir hátíðirnar. Pantanir fara fram í gegnum einstaka leikmenn eða á arnor@fjolnir.is PS. Afhending á vörum fer fram milli kl. 18:00-20:00 þriðjudaginn 19. desember eða eftir nánari samkomulagi við leikmenn (ef keypt er beint af þeim). Áfram Fjölnir!

11.12 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Tveir mikilvægir leikir um helgina!

Mætum og styðjum liðin okkar um helgina!   9. desember kl. 15:00 Fjölnir - Fram Olís deild kvenna   10. desember kl. 17:00 Fjölnir - Selfoss Olís deild karla

06.12 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Næsti leikur: Fjölnir - Víkingur Olís deild karla

Þá er komið að öðrum 4ja stiga leik er Víkingar heimsækja strákana. Liðin mættust í 1. umferð og þá var niðurstaðan 26-26, bæði lið ósátt með að hafa ekki fengið bæði stigin. Liðin mættust svo í 32 liða úrslitum í Coca Cola bikarnum og þar höfðu okkar strákar betur, 28-34. Nú er komið að þriðja uppgjöri liðanna og það á okkar heimavelli, sem hefur verið mjög sterkur og mæting góð. Það er því mikilvægara sem aldrei fyrr að við mætum…

28.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Fjölnir - Grótta

Fjölnir 34 - 31 Grótta Olís deild karla 26. nóvember kl. 17:00 Leikskýrsla HSÍ Umfjöllun um leikinn á mbl.is, visir.is og frikastid.is

Var mikilvægasti leikur tímabilsins

„Þetta er þvílíkur léttir, við gerðum þrjú jafntefli þar sem við hefðum átt að vinna og loksins gerðum við það. Þetta var ekkert smá sætt," sagði Breki Dagsson, leikmaður Fjölnis, eftir 34:31 sigur á Gróttu í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Grafarvoginum í dag. Þorgils var á sínum…
27.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Næsti leikur: Fjölnir - Grótta Olís deild karla

Mikilvægasti leikur tímabilsins! Við þurfum að tryggja góða mætingu og mikinn stuðning úr stúkunni.

21.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Andrea Jacobsen í 16 manna landsliðshóp

Axel Stefánsson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 16 manna æfingahóp fyrir æfingar og æfingaleiki í nóvember. Lestu meira um hópinn hér: http://hsi.is/frettir/frett/2017/11/07/A-landslid-kvenna-aefingar-i-Reykjavik-og-leikir-vid-Thyskaland-og-Slovakiu-20.-29.-november/ Andrea er þar með á góðri leið með að festa sig í sessi hjá landsliðinu, eitthvað sem við erum gríðarlega stolt af. Gangi þér vel :)

07.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Fram - Fjölnir

Fram 29 - 29 Fjölnir Olís deild karla 5. nóvember kl. 19:30 Leikskýrsla HSÍ   Eftir erfiðan leik gegn sterkum FH-ingum var mikilvægt að ná einhverju út úr næsta leik. Framstrákarnir voru heimsóttir á sunnudagskvöld, mikill hugur í strákunum og stemningin góð. Ekki skemmdi fyrir að Fjölnisfólk fjölmennti á leikinn og voru um helmingur áhorfenda. Það sýnir hversu mikinn stuðning strákarnir hafa þrátt fyrir stormasama daga undanfarið.  Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu þar sem Arnar Birkir og Donni virkuðu…

06.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: Stjarnan - Fjölnir

Stjarnan 34 - 16 Fjölnir Olís deild kvenna 4. nóvember kl. 13:30 Leikskýrsla HSÍ   Eftir frábæra endurkomu gegn Gróttu voru stelpurnar staðráðnar í að mæta Stjörnustelpum af fullum krafti. Ljóst var að Andrea Jacobsen myndi lítið spila í leiknum sökum höfuðhöggs sem hún hlaut á landsliðsæfingu í vikunni á undan. Það breytti áherslum í sókn og vörn en ekki var að sjá að það hafði mikil áhrif á liðið framan af í fyrri hálfleik. Leikurinn var í góðu jafnvægi…

06.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Leikskýrsla: FH - Fjölnir

FH 41 - 29 Fjölnir Olís deild karla 1. nóvember kl. 19:30 Leikskýrsla HSÍ   Strákarnir voru staðráðnir að mæta af krafti gegn toppliði deildarinnar í frestuðum leik 6. umferðar. Eftir góða byrjuð þar sem mátti sjá mikinn eldmóð í hópnum sigu heimamenn þremur mörkum framúr og staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja, 17-14. Í seinni hálfleik urðu sóknirnar mistækar og stuttar sem gaf sterku liði FH tækifæri á að skora úr hröðum sóknum, sem þeir nýttu vel. Svo…

02.11 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.