Handbolti | FRÉTTIR

08.04 2017

Fjölnir upp í úrvalsdeild

Fjöln­ir tryggði sér í dag sæti í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik með tveggja marka sigri á KA/Þ​ór í Dal­hús­um í Grafar­vogi í dag þar sem loka­töl­ur urðu 28:26.

Fyr­ir leik­inn var KA/Þ​ór í topp­sæt­inu og dugði jafn­teflið til þess að kom­ast upp um deild . Fjöln­is­kon­ur þurftu aðeins að vinna leik­inn í dag til þess að jafna KA/Þ​ór að stig­um og koma sér upp fyr­ir norðan­kon­ur vegna betri ár­ang­urs í inn­byrðis viður­eign­um liðanna, sem Grafar­vogs­stúlk­ur og gerðu.

Fjöln­ir mun því eiga lið í úr­vals­deild­um kvenna og karla á næsta tíma­bili en karlaliðið er fyr­ir löngu búiða ð tryggja sér 1. deild­ar­meist­ara­til­inn.

Andrea Jac­ob­sen var marka­hæst í liði Fjöln­is meðsjö mörk en Berg­lind Bene­dikts­dótt­ir skoraði sex mörk.

Hjá KA/Þ​ór var Martha Her­manns­dótt­ir marka­hæst með 9 mörk. Katrín Vil­hjálms­dótt­ir kom næst með fimm mörk.

Fjöln­ir og KA/Þ​ór fengu 33 stig hvort. FH vann HK 25:21 og endaði í þriðja sæti með 29 stig en HK endaði í fjórða sæti með 26 stig.

Þetta þýðir að í um­spili um eitt sæti í úr­vals­deild leik­ur Sel­foss, sem varð í næst­neðsta sæti Olís­deild­ar, við HK og KA/Þ​ór mæt­ir FH. Sig­ur­veg­ar­arn­ir í þess­um ein­vígj­um leika síðan til úr­slita um hvaða lið fylg­ir Fjölni upp.

Þar með munu bæði kvenna og karla liðinn okkar spila í efstu deild á næsta tímabili í handbolta sem er frábær árangur hjá okkur og klárt skref uppá við.

Mbl.is / mynd Stella Andrea

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.