Handbolti | FRÉTTIR

01.09 2017

Framtíð ungra leikmanna sett í forgang

  • Á myndinni má sjá þá Ómar Örn Jónsson og Svein Þorgeirsson yfirþjálfara hkd. Fjölnis kampakáta eftir stofnfund verkefnisins fyrr í sumar.

    Á myndinni má sjá þá Ómar Örn Jónsson og Svein Þorgeirsson yfirþjálfara hkd. Fjölnis kampakáta eftir stofnfund verkefnisins fyrr í sumar.

Samningar undirritaðir milli hkd. Fjölnis og Fylkis um samstarf um 3. og 4. flokk karla.

Handknattleiksvertíðin er að hefjast og starfsemin að komast á fullt skrið. Nú síðla sumars var skrifað undir samninga milli hkd. Fjölnis og Fylkis um að tefla fram sameiginlegum 4. flokk karlameginn ásamt því að vera í samstarfi um 3. flokk. Mikil ánægja er með samstarfið innan félagana og ekki síst með að horft sé til 3ja ára með þessari undirritun. Þjálfari 4. flokks karla verður Baldvin Fróði Hauksson, og þá verður Magnús Kári Jónsson með 3. flokk með Baldvin sér við hlið. Báðir flokkar tefla fram 2 liðum og því er umfang verkefnisins talsvert. Þá er ljóst að leikmenn úr 3. flokki munu koma til með að leika með U liði Fjölnis í 2. deildinni í vetur og mun Baldvin stýra því liði í samráði við Magnús og Arnar meistaraflokksþjálfara.

Við hlökkum til að hlúa að unga fólkinu okkar og gefa því bestu mögulegu umgjörð hverju sinni.

 


 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.