Handbolti | FRÉTTIR

17.10 2018

Haustsöfnun handknattleiksdeildar

  • Pöntunarblað

Kæru iðkendur og foreldrar.

Ákveðið hefur verið að blása til fyrstu fjáröflunar deildarinnar á þessum vetri. Með tilkomu nýja hússins er ljóst að deildin þarf að endurnýja ýmsan búnað og bæta við til að ekki þurfi að flytja áhöld á milli húsa.

Iðkendur fá verðlaun fyrir þátttöku en þó rennur aðeins lítill hluti í verðlaunin þar sem tekist hefur að fá þau á góðum verðum. Framlag hvers og eins skiptir gríðarlega miklu máli og verður deildin því afar þakklát hvort sem iðkendur ná að selja 1, 5, 10, 15 eða fleiri vörur.

 

Að þessu sinni bjóðum við upp á 6 vöruflokka til sölu. Auk hefðbundinna vöruflokka líkt og wc-pappír, eldhúspappír og flatkökur er boðið upp á úrvals nautahakk frá Stjörnugrís, gulrætur beint frá bónda og ekki er seinna vænna en að fara að huga að jólunum og bjóðum við því upp á jólapappír. Ennfremur er bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að styrkja deildina beint án kaupa á vöru. Kjósi fólk að styrkja deildina um 10.000 kr. fær það í staðinn árskort fyrir einn sem gildir á alla heimaleiki meistaraflokkana í vetur.

 

Pöntunum þarf að skila í tölvupósti í síðasta lagi þriðjudaginn 6. nóvember nk. á netfangið fjolnir.handbolti@gmail.com. Ganga þarf frá greiðslu við pöntun inn á reikning 0114-05-062185 kt: 631288-7589 (setja nafn barns í skýringu) og senda/sýna kvittun því til staðfestingar. Munið að gefa upp nafn barns, flokk og símanúmer. Vörurnar verða afhentar í Egilshöll þriðjudaginn 13. nóvember milli kl. 17:30-18:30.

 

PÖNTUNARBLAÐ

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.