Handbolti | FRÉTTIR

18.07 2017

Landsliðsfólk á ferð og flugi

Næstu daga taka landslið Íslands þátt á bæði æfinga- og keppnismótum. Við eigum okkar fulltrúa á þessum mótum og hvetjum við alla til að fylgjast með.

 

A-landslið kvenna

Andrea Jacobsen leikmaður meistaraflokks kvenna mun taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavík og Kaupmannahöfn 24. - 30. júlí. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem hefst í haust.

http://hsi.is/frettir/frett/2017/06/30/A-landslid-kvenna-Axel-hefur-valid-17-leikmenn-fyrir-Danmerkurferd/

 

U-19 kvenna

Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir leikmenn meistaraflokks kvenna taka þátt í Scandinavian Open-Championship í Helsingborg, Svíþjóð 20. - 22. júlí. Leikið er gegn Noregi, Svíþjóð og Danmörku á gríðarlega sterku móti.

http://hsi.is/frettir/frett/2017/06/15/U-19-kvenna-Hopur-fyrir-Scandinavian-Open/

 

U-17 kvenna

Sara Dögg Hjaltadóttir og Sara Sif Helgadóttir leikmenn meistara- og 3. flokks kvenna eru í 16 manna hóp fyrir EM sem fer fram í Makedóníu í ágúst. Þyrí Erla Sigurðardóttir leikmaður 3. flokks kvenna er til vara.

http://hsi.is/frettir/frett/2017/07/05/U-17-kvenna-Hopur-fyrir-Makedoniu-valinn/

 

U-21 karla

Kristján Örn Kristjánsson leikmaður meistaraflokks karla er í lokahóp fyrir HM í Alsír sem fer fram þessa dagana. Fyrsti leikur liðsins er í dag, 18.07, gegn Argentínu

http://hsi.is/frettir/frett/2017/07/18/U-21-karla-HM-i-Alsir-hefst-i-dag/

Viðtal á Fimmeinn.is http://www2.fimmeinn.is/kristjan-orn-engin-pressa-ad-taka-verdlaun-en-vid-aetlum-okkur-thad/

 

Við óskum okkar fólki og landsliðum góðs gengis í komandi verkefnum.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.