Handbolti | FRÉTTIR

11.10 2017

Leikskýrsla: Fjölnir - Haukar

  • #6 Sara Sif stóð vaktina vel í gær

    #6 Sara Sif stóð vaktina vel í gær

Fjölnir 18 - 20 Haukar

Olís deild kvenna

10. október kl. 20:00

 

Eftir frábærar 40 mínútur gegn Fram voru stelpurnar staðráðnar í að lengja "góða kaflann" gegn sprækum Haukastelpum sem höfðu fyrir leikinn spilað 3 jafna og spennandi leiki. Haukarnir byrjuðu betur og náðu fljótt 3-4 marka forystu, það vantaði allt blóð á tennurnar hjá stelpunum okkar og þær virtust ekki vera vaknaðar fyrstu mínútur leiksins. Leikur liðsins batnaði þó til muna og í stöðunni 8-8 virtist allt stefna í enn einn spennutryllir í Dalhúsum. Seinni hálfleikur byrjaði vel fyrir stelpurnar okkar og munaði aldrei meira en 1-3 mörkum á liðunum. Sara Sif var að verja og verja og hélt stelpunum í leiknum á stórum köflum leiksins. Þegar um þrjár mínútur lifðu leiks minnkuðu stelpurnar muninn í 2 mörk einum færri og allt í einu var mögulegt að ná í allavega eitt stig. Maria Ines var fljót að svara og svo fór að gestirnir fóru með tveggja marka sigur af hólmi. Slök vítanýting og vöntun á beinskeittari árásum var munurinn á liðunum í gær en stelpurnar geta gengið stoltar frá borði enda sýndu þær stóran hluta leiks hversu megnugar þær eru. Fyrsti sigurinn er í seilingarfjarlægð og það er bara spurning hvenær ekki hvort fyrstu sigurinn kemur. 

Leikskýrslu má finna hér: http://www.hsi.is/motamal/motayfirlit/leikur/?leikur=44471&lidheima=101&lidgestir=143

Umfjöllun um leikinn á mbl.is, visir.is og frikastid.is

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.