Handbolti | FRÉTTIR

11.10 2017

Leikskýrsla: Fjölnir - ÍBV

  • Svekkjandi jafntefli var niðurstaðan gegn ÍBV

    Svekkjandi jafntefli var niðurstaðan gegn ÍBV

Fjölnir 27 - 27 ÍBV

Olís deild karla

8. október kl. 17:00

 

Það var gríðarleg spenna í Dalhúsum síðastliðinn sunnudag þegar eyjamenn komu í heimsókn. Liðinu var spáð efsta sæti í árlegri spá fyrir mót. Allt frá fyrstu mínútu munaði aldrei meira en 1-3 mörkum á liðunum. Strákarnir okkar voru yfir í hálfleik 16-13. Seinni hálfleikur var mjög spennandi þar sem bæði lið börðust fyrir tveimur stigum. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum fékk Donni beint rautt spjald fyrir brot í vörninni og við það veiktist sóknarleikur strákanna. Síðasta mínúta leiksins var æsispennandi en eyjamenn gátu komist yfir þegar Róbert Aron stekkur upp fyrir utan og skýtur á markið en Bjarki Snær ver lélegt skot hans. Addi tekur leikhlé og skipuleggur síðustu sókn okkar stráka sem endar með því að Siffi gefur á Arnar Snæ sem fintar sig framhjá varnarmanni ÍBV og skorar. Eyjamenn keyra upp og taka miðjuna, Bjöggi brýtur á Róberti og dómarar leiks dæma vítakast og rautt spjald (skv. reglum HSÍ um síðustu 30 sek leiks þá skal ávallt dæma vítakast ef dómarar gefa rautt spjald fyrir brot og skiptir þá ekki máli hvar brotið á sér stað). Teddi stígur á línuna og jafnar leikinn. Ótrúlega svekkjandi jafntefli var niðurstaðan í skemmtilegum leik, áhorfendur voru frábærir en tæplega 500 manns lögðu leið sína á leikinn. Gaman var að sjá strákana svara fyrir slakan leik gegn ÍR og með smá meiri klókindum hefðu þeir tekið bæði stigin.

Leikskýrslu má finna hér: http://www.hsi.is/motamal/motayfirlit/leikur/?leikur=44354&lidheima=101&lidgestir=210

Umfjöllun um leikinn á mbl.is, visir.is og frikastid.is

Vonbrigði að fá ekki bæði stigin

„Úr því sem komið var þá eru það vonbrigði að fá ekki bæði stigin úr leiknum. Við lögðum svo sannarlega bæði hjarta og sál í leikinn," sagði Theodór Ingi Pálmason, leikmaður Fjölnis eftir jafntefli, 27:27, ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í kvöld. Eyjamenn jöfnuðu leikinn úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti.

Vísir - Nýliðar Fjölnis tóku á móti ÍBV

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.