Handbolti | FRÉTTIR

06.11 2017

Leikskýrsla: Fram - Fjölnir

  • VÍSIR/ERNIR

Fram 29 - 29 Fjölnir

Olís deild karla

5. nóvember kl. 19:30

Leikskýrsla HSÍ

 

Eftir erfiðan leik gegn sterkum FH-ingum var mikilvægt að ná einhverju út úr næsta leik. Framstrákarnir voru heimsóttir á sunnudagskvöld, mikill hugur í strákunum og stemningin góð. Ekki skemmdi fyrir að Fjölnisfólk fjölmennti á leikinn og voru um helmingur áhorfenda. Það sýnir hversu mikinn stuðning strákarnir hafa þrátt fyrir stormasama daga undanfarið. 

Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu þar sem Arnar Birkir og Donni virkuðu óstöðvandi. Það var ef til vill fyrir þrjú misnotuð víti og fjölmörg dauðafæri að Fram leiddi með einu marki í hálfleik 14-13. Strákarnir voru svekktir að fara ekki inní hálfleikinn með 2-3 marka forskot. Seinni hálfleikur þróaðist svipað, Arnar í miklum ham fyrir heimamenn og réðu strákarnir ekkert við hann. Seinustu mínútur leiksins voru æsispennandi, bæði lið staðráðin í að sækja annað stigið hið minnsta, okkar strákar voru betri en klaufaskapur í seinustu sókn gaf heimamönnum færi á að jafna sem þeir gerðu úr þröngu hornafæri þegar 5 sekúndur voru eftir. Grátlegt jafntefli var niðurstaðan, 29-29. Það er ljóst að stutt er í fyrsta sigurinn í efstu deild. Nú tekur bikarkeppnin við þar sem strákarnir mæta Víkingum á útivelli á fimmtudaginn kl. 20:00. Næsti leikur í deild er heimaleikur gegn Aftureldingu, 12. nóvember kl. 17:00. Sjáumst þar!

 

Umfjöllun um leikinn á mbl.is, visir.is og frikastid.is

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.