Handbolti | FRÉTTIR

22.11 2015

Tvær Fjölnisstúlkur valdar í U18 ára landsliðið

Á dögunum var 16 manna æfingahópur U18 ára landsliðs kvenna gefinn út. Tvær Fjölnisstelpur voru valdar, þær Andrea Jacobsen vinstri skytta og Berglind Benediktsdóttir miðja. Báðar eru þær á miðári 3. flokks kvenna fæddar 1998. 

Hópurinn mun koma saman 23.-29. nóvember en æfingarnar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir æfingamót í Póllandi 17.-21. desember.

Hópinn má sjá hér: http://hsi.is/frettir/frett/2015/11/13/U18-landslid-kvenna/

Stelpurnar hafa báðar verið að spila lykilhlutverk með meistaraflokki kvenna sem er í 9. sæti deildarinnar sem stendur. Þar fá þær tækifæri til að spila gegn firnasterkum leikmönnum með margra ára reynslu, sumar sem eru í A landsliðinu og fyrirmyndir stelpnanna. Okkur langaði að vita aðeins meira um hvernig stelpunum hefur fundist tímabilið byrja og hvort þær lumi á góðum ráðum fyrir upprennandi handboltastúlkur.

 

Hvernig líst ykkur á komandi landsliðsverkefni?

-Andrea: Hrikalega vel, við erum að fara að keppa á móti þvílíkt öflugum stelpum frá Póllandi og Tékklandi. Töpuðum á móti Tékkum með 2 mörkum í Færeyjum og það mun klárlega vera hörku leikur. Höfum ekki mætt Póllandi áður svo það verður spennandi að sjá. Ég trúi því að við séum með þrusu góðan hóp sem mun klárlega gera góða hluti úti í Póllandi.

-Berglind: Ég er mjög ánægð að fá þetta tækifæri. Gaman að vera í hóp sem allir hafa sömu markmið og áhugmál og þjálfararnir alltaf að bæta einhverju við í reynslubankann.

 

Hvernig hafið þið upplifað fyrstu leikina í Olís deildinni?

-Andrea: Ótrulega gaman en á móti ótrúlega krefjandi. Allt annað að spila á móti svona reyndum leikmönnum heldur en jafnöldrum okkar! Skemmtilegt verkefni og við ætlum að gera okkar besta sem eftir er af mótinu.

-Berglind: Frábært tækifæri fyrir okkur stelpurnar í Fjölni að fá að sækja í svona erfið verkefni til að vinna í og læra af. Mér finnst ég hafa þroskast helling sem leikmaður og er spennt fyrir komandi átök.

 

Eru þið með góð ráð fyrir ungar stelpur, sem hjálpaði ykkur að komast á þann stað sem þið eruð á í dag?

-Andrea: Gefa alltaf 100% prósent á æfingum, það mun skila sér i leikjum. Vinna í veikleikum aukalega, æfa meira en manneskjan í ykkar stöðu. Borða vel, sofa nóg og vera duglegar í skólanum.

-Berglind: Til þess að ná árangri þarftu að hafa brennandi áhuga og metnað. Það er mitt hlutverk að hugsa vel um líkamann, andlegu hliðina og næringuna. Setja sér skýr markmið og vinna í að ná þeim.

 

Við þökkum stelpunum fyrir svörin og óskum þeim góðs gengis með landsliðinu.

 

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.