Handbolti | FRÉTTIR

10.01 2018

U18 karla vann gull á Sparkassen Cup

U-18 ára landslið karla tryggði sér sigur á Sparkassen Cup með sigri á Þjóðverjum í æsispennandi úrslitaleik. 

Þeir Goði Ingvar Sveinsson, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, Arnar Máni Rúnarsson, Daníel Freyr Rúnarsson og Þorleifur Aðalsteinsson úr 3. flokki karla fóru út með hópnum milli jóla og nýárs.

Strákarnir unnu Ítali í undanúrslitum nokkuð auðveldlega, 33-17 og spiluðu svo til úrslita gegn Þjóðverjum.

Markaskorarar Íslands gegn Ítalíu:

Haukar Þrastarson 6 (þar af 1 úr víti), Viktor Andri Jónsson 4, Stiven Tobar Valencia 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Arnór Snær Óskarsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Dagur Gautason 3, Einar Örn Sindrason 2, Daníel Freyr Rúnarsson 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Goði Ingvar Sveinsson 1, Arnar Máni Rúnarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 15 skot og Haukur Brynjarsson 4.Leikurinn gegn Þjóðverjum var hin mesta skemmtun og mikil spenna allan tímann. Þjóðverjar náðu þriggja marka forystu í seinni hálfleik en okkar strákar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn jafnt og þétt og höfðu sigur að lokum, 21-20.

Þetta er fyrsti sigur Íslands á Sparkassen Cup, en okkar landslið hafa tekið þátt í mótinu síðan 1995 eða í rúm 20 ár. Liðinu var fagnað bæði af áhorfendum í Merzig og mótshöldurum sem sögðu í leikslok að loksins hefði verið komið að íslenska liðinu að taka við gullverðlaununum.

Markaskorarar Íslands gegn Þýskalandi:

Dagur Gautason 8 (þar af 2 úr vítum), Haukur Þrastarson 7 (þar af 1 úr víti), Stiven Tobar Valencia 2, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Arnór Snær Óskarsson 1 og Tjörvi Týr Gíslason 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 17 skot í leiknum

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.