Karate

KOI beltakerfi

KOI beltakerfi

Allir sem byrja að æfa verða að vera með hvítt belti, sem er táknrænt fyrir óskrifað blað, maður byrjar

frá núlli.   

Beltapróf verða haldin að meðaltali á 3 mánaða fresti og verða fyrir 16 ára og yngri gefin milligráðun í formi

auka strípa á beltinu sínu.

Hvítar strípur fyrir börn 7 ára og yngri, svartar fyrir 8 ára og eldri.

  1 strípa þýðir sæmileg gráðun

  2 strípur þýðir góð gráðun

  3 strípur þýðir mjög góð gráðun     

Þegar komið er í brúnt + 1strípu (3.kyu) þurfa að líða 6 mánuðir, með reglulegum æfingum, á milli prófa.

Á milli brúnt + 3 strípur og Shodan-Ho þarf að líða 1ár, með reglulegum æfingum.     

Shodan-Ho er bráðabirgða Shodan gráðun í 1 ár til reynslu.

Shodan er 1.Dan gráðun og má taka staðfestingarpróf 1 ári eftir að maður hefur hlotið Shodan-Ho.

Nidan er 2.Dan og þar þarf að líða tveggja ára tímabil með reglulegum æfingum/kennslu eftir Shodan prófið.

Sandan er 3.Dan og þar þarf að líða þriggja ára tímabil með reglulegum æfingum/kennslu eftir Nidan prófið.

Yondan er 4.Dan og þar þarf að líða fjögurra ára tímabil með reglulegum æfingum/kennslu eftir Sandan prófið.

Godan er 5.Dan er meistaragráðun og eru fáir sem hafa náið því.Hefur þurft að stunda karate í að minnsta

kosti 20 ár og þarf að kunna allar míkilvægustu Kata úr sínum stíl og hefur verið virkur aðili í sambandinu.  

  

Að auki þurfa svartbeltarar að uppfylla auka kröfur eins og kunnáttu á skyndihjálp,að hafa dómararéttindi,

kennsluréttindi og alltaf vera til fyrirmyndar, bæði í æfingasalnum og fyrir utan.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.