Karate | FRÉTTIR

Karateæfingar hefjast eftir sumarleyfi

Æfingar eru að hefjast á ný hjá okkur í karatedeidinni innan skamms. Iðkendur síðasta árs æfa í framhaldshópum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nýjir hópalistar verða birtir innan skamms. Skoðið þá vel og upplýsið tímanlega um athugasemdir og forföll fyrir komandi tímabil. Framhaldsnámskeið (Framhald allir hópar) hefjast þriðjudaginn 4.september og lýkur með beltaprófi laugardaginn 8.desember. Æft er þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga samkvæmt hópalista. Ný byrjendanámskeið (byrjendur allir hópar) hefjast 10. september og lýkur með beltaprófi mánudaginn 10. desember. Byrjendatímar eru mánudaga og miðvikudaga…

23.08 2018 | Karate LESA MEIRA

Vorhátíð Karatedeildarinnar 2018

Laugardag milli 11 og 12 ætlum við að halda árlegu vorhátíðina okkar. Þá komum við öll saman, iðkendur og foreldrar/forráðamenn og höldum upp á árangurinn undanfarinn vetur. Í ár verður framkvæmdin með nýju sniði. Við ætlum að hittast öll í gamla fimleikasalnum sem er á sama gangi og salurinn okkar í kjallara Egilshallar.

 • Afrekshópur Fjölnis og Aftureldingar verður með sýningaratriði
 • Afhending viðurkenningar fyrir bestu ástundun
 • Allir taka þátt í nokkrum æfingum
Kæru foreldrar og forráðamenn, mætið í léttum…
06.05 2018 | Karate LESA MEIRA

Íslandsmeistaratitill í höfn og fleiri góð verðlaun

Að loknu Meistaramóti barna og Íslandsmeistarmóti unglinga í kata gleðjumstvið yfir árangri iðkendanna okkar. Á Meistarmóti barna í kata náði Eva Hlynsdóttir bronsi í flokki 11 ára stúlkna. Á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata unnu eftirfarandi til verðlauna: 

 • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, gull í flokki 13 ára stúlkna
 • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur í flokki 13 stúlkna 
 • Kjartan Bjarnason, brons í flokki 12 ára pilta
 • Hákon Bjarnason, brons í flokki 14 ára pilta
 • Baldur Sverrisson, brons í flokki 16 og 17 ára…
25.04 2018 | Karate LESA MEIRA

Góður árangur á fyrsta GrandPrix móti KAÍ 2018

Okkar fólki gekk ágætlega á fyrsta GrandPrix móti Karatesambands Íslands á árinu. Alls komust iðkendur frá Karatedeild Fjölnis 7 sinnum á verðlaunapall. Urðu úrslit eftirfarandi: Kata 12-13 ára stúlkna

 • Eydís Magnea Friðriksdóttir, gull
 • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, silfur
Kata 14-15 ára stúlkna
 • Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons
Kata 16-17 ára pilta
 • Baldur Sverrisson, silfur
Kumite 12-13 ára stúlkna
 • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur
Kumite 14 ára pilta
 • Hákon Bjarnason, brons
Kumite 16-17 ára…
05.03 2018 | Karate LESA MEIRA

Ársfundur Karatedeildar Fjölnis

Þann 21. febrúar síðastliðinn var haldinn aðalfundur Karatedeildar Fjölnis. Á honum var farið yfir þann árangur sem náðst hefur í starfinu á árinu. Á meðal nokkurra helstu atriða má nefna:

 • Mikil þátttaka var í mótum hjá iðkendum frá aldrinum 8 ára til 16 ára. Árangur reyndist með ágætum.
 • 12 iðkendur fóru gegnum Dan gráðun til svarts beltis
 • Stór hópur iðkenda fór til Skotlands á námskeið hjá Sensei Steven Morris og til…
05.03 2018 | Karate LESA MEIRA

Aðalfundur Karatedeildar Fjölnis

Aðalfundur Karatedeildar Fjölnis verður haldinn 21. febrúar 2018 kl 20.00 á skrifstofum Fjölnis Egilshöll. Venjuleg aðalfundastörf. 1.Fundarsetning. 2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.  3. Skýrsla stjórnar. 4. Reikningar ársins 2017. 5. Kosning formanns.  6. Kosning stjórnarmanna. 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar. 8. Önnur mál.  Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu í stjórn eða hafa einhver málefni og tillögur sem þeir vilja leggja fyrir aðalfund, eru beðnir að senda viðkomandi upplýsingar á netfangið karatedeildfjolnis@gmail.com ekki seinna en…

05.02 2018 | Karate LESA MEIRA

Heimildarmynd um Kobe Osaka International samtökin

Á YouTube má finna heimildarmynd um Kobe Osaka International samtökin sem Karatedeild Fjölnis tilheyrir. Þar fer fremstur stofnandinn Sensei Tommy Morris, en einnig má þar sjá Sensei Steven Morris sem komið hefur í allnokkur skipti til landsins bæði til að halda námskeið sem og til að taka þátt í gráðun þeirra sem lengra eru komnir.  Okkur er þegar farið að hlakka til næstu heimsóknar í apríl næstkomandi.

03.12 2017 | Karate LESA MEIRA

Karatedeild Fjölnis í æfingabúðum í Skotlandi

Við tókum nýlega þátt í bæði námskeiði og móti í Grangemouth í Skotlandi sem haldin voru af Kobe Osaka International samtökunum. En karatedeild Fjölnis hefur verið aðili að þeim síðan 2005. Þar fengum við tækifæri til að læra hjá Sensei Steven Morris auk þes sem við hittum Sensei Tommy Morris stofnanda þeirra. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá tvo, Tommy lengst til vinstri og Steven lengst til hægri, ásamt keppendum frá Karatedeildum Fjölnis og Aftureldingar. Fyrir miðju situr Willem…

14.11 2017 | Karate LESA MEIRA

Allir keppendur Fjölnis komust á verðlaunapall á Íslandsmeistaramóti unglinga

Við erum afskaplega stolt af árangri Karatedeildarinnar á íslandsmeistaramóti unglinga í kumite í dag. Þar fór fremst Sunna Rut Guðlaugardóttir sem hampaði íslandsmeistaratitli í sínum flokki en allir keppendur okkar komust á verðlaunapall Á meðfylgjandi mynd eru þáttakendurnir okkar. Fremri röð frá vinstri:

 • Sunnar Rut Guðlaugardóttir, íslandsmeistari stúlkna 13 ára +45kg
 • Willem Verheul, yfirþjálfari Karatedeildar Fjölnis
 • Baldur Sverrisson, brons í flokki pilta 14-15 ára +63kg
Efri röð frá vinstri:
 • Eydís Magnea Friðriksdóttir brons í flokki 12 ára…
15.10 2017 | Karate LESA MEIRA

Vinnustofa foreldra

Kæru foreldrar og aðstandendur, laugardaginn 30. september milli 12:15 og 14:00 munum við halda vinnustofu fyrir foreldra um það hvernig við getum hjálpast að við að passa að börnin í karatedeildinni njóti sín í íþróttinni og nái árangri.  Jafnframt því ætlum við að fara lauslega yfir þau markmið sem við höfum sett deildinni og hvaða skref þarf að taka til að ná þeim markmiðum. Drög að dagskrá. 1. Að vera karateforeldri 2. Stefnumótun og markmið deildarinnar  3. Hvernig getum við…

09.09 2017 | Karate LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.