Karate | FRÉTTIR

Aðalfundur Karatedeildar Fjölnis

Aðalfundur Karatedeildar Fjölnis verður haldinn 21. febrúar 2018 kl 20.00 á skrifstofum Fjölnis Egilshöll. Venjuleg aðalfundastörf. 1.Fundarsetning. 2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.  3. Skýrsla stjórnar. 4. Reikningar ársins 2017. 5. Kosning formanns.  6. Kosning stjórnarmanna. 7. Tillögur sem borist hafa til stjórnar. 8. Önnur mál.  Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu í stjórn eða hafa einhver málefni og tillögur sem þeir vilja leggja fyrir aðalfund, eru beðnir að senda viðkomandi upplýsingar á netfangið karatedeildfjolnis@gmail.com ekki seinna en…

05.02 2018 | Karate LESA MEIRA

Heimildarmynd um Kobe Osaka International samtökin

Á YouTube má finna heimildarmynd um Kobe Osaka International samtökin sem Karatedeild Fjölnis tilheyrir. Þar fer fremstur stofnandinn Sensei Tommy Morris, en einnig má þar sjá Sensei Steven Morris sem komið hefur í allnokkur skipti til landsins bæði til að halda námskeið sem og til að taka þátt í gráðun þeirra sem lengra eru komnir.  Okkur er þegar farið að hlakka til næstu heimsóknar í apríl næstkomandi.

03.12 2017 | Karate LESA MEIRA

Karatedeild Fjölnis í æfingabúðum í Skotlandi

Við tókum nýlega þátt í bæði námskeiði og móti í Grangemouth í Skotlandi sem haldin voru af Kobe Osaka International samtökunum. En karatedeild Fjölnis hefur verið aðili að þeim síðan 2005. Þar fengum við tækifæri til að læra hjá Sensei Steven Morris auk þes sem við hittum Sensei Tommy Morris stofnanda þeirra. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá tvo, Tommy lengst til vinstri og Steven lengst til hægri, ásamt keppendum frá Karatedeildum Fjölnis og Aftureldingar. Fyrir miðju situr Willem…

14.11 2017 | Karate LESA MEIRA

Allir keppendur Fjölnis komust á verðlaunapall á Íslandsmeistaramóti unglinga

Við erum afskaplega stolt af árangri Karatedeildarinnar á íslandsmeistaramóti unglinga í kumite í dag. Þar fór fremst Sunna Rut Guðlaugardóttir sem hampaði íslandsmeistaratitli í sínum flokki en allir keppendur okkar komust á verðlaunapall Á meðfylgjandi mynd eru þáttakendurnir okkar. Fremri röð frá vinstri:

  • Sunnar Rut Guðlaugardóttir, íslandsmeistari stúlkna 13 ára +45kg
  • Willem Verheul, yfirþjálfari Karatedeildar Fjölnis
  • Baldur Sverrisson, brons í flokki pilta 14-15 ára +63kg
Efri röð frá vinstri:
  • Eydís Magnea Friðriksdóttir brons í flokki 12 ára…
15.10 2017 | Karate LESA MEIRA

Vinnustofa foreldra

Kæru foreldrar og aðstandendur, laugardaginn 30. september milli 12:15 og 14:00 munum við halda vinnustofu fyrir foreldra um það hvernig við getum hjálpast að við að passa að börnin í karatedeildinni njóti sín í íþróttinni og nái árangri.  Jafnframt því ætlum við að fara lauslega yfir þau markmið sem við höfum sett deildinni og hvaða skref þarf að taka til að ná þeim markmiðum. Drög að dagskrá. 1. Að vera karateforeldri 2. Stefnumótun og markmið deildarinnar  3. Hvernig getum við…

09.09 2017 | Karate LESA MEIRA

Æfingar hefjast eftir sumarleyfi

Nú er komið því að æfingar hefjist að nýju! BYRJENDUR Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 11.september. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum * Yngsti hópur (5-7 ára) 17:15-18:00 * Eldri byrjendur (8-11 ára) 18:00-18:45 * Fullorðnir byrjendur (16 ára og eldri) 20:15-21:15 Byrjendur læra sjálfsvörn, sjálfsaga, fá góða hreyfingu með frábærum hópi fólks. Endilega komið og prófið - það er engu að tapa. Munið að við æfum í léttum klæðnaði og berfætt. Fríir prufutímar í boði. Framhaldsæfingar byrja þriðjudaginn 5.september og er…

01.09 2017 | Karate LESA MEIRA

Æfingar hefjast þriðjudag 8. september

Æfingar hefjast aftur í haust samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 8. september. Við minnum einnig á Facebook síðu deildarinnar þar sem reglulega eru birtar upplýsingar um starfið.

31.08 2015 | Karate LESA MEIRA

Aðalfundur karatedeildar

Aðalfundur karatedeildar Fjölnis verður haldinn 18. febrúar kl 19:00 í fundarherbergi skrifstofu Fjölnis Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur lagður framm
  • Kjör formans
  • Kjör stjórnarmanna
  • Önnur mál.
  Hvetjum alla til að mæta, okkur vantar alltaf fólk með okkur í stjórn og foreldraráð.

14.02 2015 | Karate LESA MEIRA

Góður árangur Fjölnismanna á RIG 2015

Reykjavík International Games (RIG) 2015 karate mótið fór fram í íþróttahúsinu Dalhúsum 17. janúar.  Fjölniskrakkar stóðu sig vel og unnu til fjölda verðlauna. Viktor Steinn Sighvatsson vann til gullverðlauna í Kata Youth karla og Kumite Youth karla +55kg. Óttar Finnson fékk bronsverðlaun í í Kata Youth karla. Sigríður Þórdís Pétursdóttir vann til silfurverðlauna í Kata Junior kvenna. Í Kumite Cadet karla - 70kg vann Jakob Hermansson gullið og Mikel Máni Vidal fékk bronsið. Kristján Örn Kristjánsson vann síðan til silfurverðlauna í Kumite Junior karla +76kg. Hægt er að sjá myndir af mótinu á…

26.01 2015 | Karate LESA MEIRA

Æfingar falla niður laugardaginn 17.janúar vegna RIG

Allar æfingar falla niður laugardaginn 17.janúar vegna mótsins Reykjavík International Games í Dalhúsum. Keppendur koma víðsvegar að og er keppt í fullorðins og barna hópum. kl: 9-12     Fullorðnir kl: 12-17   17 ára og yngri

12.01 2015 | Karate LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.