Karate | FRÉTTIR

23.08 2018

Karateæfingar hefjast eftir sumarleyfi

Æfingar eru að hefjast á ný hjá okkur í karatedeidinni innan skamms. Iðkendur síðasta árs æfa í framhaldshópum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Nýjir hópalistar verða birtir innan skamms. Skoðið þá vel og upplýsið tímanlega um athugasemdir og forföll fyrir komandi tímabil.

Framhaldsnámskeið (Framhald allir hópar) hefjast þriðjudaginn 4.september og lýkur með beltaprófi laugardaginn 8.desember. Æft er þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga samkvæmt hópalista.

Ný byrjendanámskeið (byrjendur allir hópar) hefjast 10. september og lýkur með beltaprófi mánudaginn 10. desember. Byrjendatímar eru mánudaga og miðvikudaga

  • 7 ára og yngri byrjendur 17:00 til 17:45
  • 8 til 12 ára frá kl 17:45 til 18:30
  • 16 ára og eldri kl 20:30 til 21:30

Einnig verður boðið upp á námskeið í styrktarþjálfun og tímar í boði

  • kl 16:00 til 17:00 eða 20:30 til 21:30 á mánudögum og miðvikudögum, og
  • kl 16:00 til 17:00 eða kl 19:00 til 20:00 á föstudögum. 

Mánudaga og miðvikudaga verður sameiginlegur tími kl 20:30 til 21.30 fyrir byrjendur 16 ára og eldri og styrktarþjálfun. 

Skráníng í námskeið fer fram á https://fjolnir.felog.is

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.