Karate

Karate hjá Fjölni

Shito Ryu Shukokai

Karatestíllin sem æfður er hjá Fjölni er Shito Ryu Shukokai. Shito Ryu var stofnað af Kenwa Mabuni, karatemeistara frá Okinawa og er einn af þeim fjórum aðalstílum sem eru viðurkenndir í dag. Nemendur hans og synir tóku við af honum við lát hans 23. maí 1952.

Einn af nemendum hans hét Chojiro Tani sem kallaði stílinn Shukokai eftir að hann breytti áherslum í upprunalega Shito Ryu stílnum og var hann þá að hugsa um að sameina alla stíla undir einum hatti, enda þýðir Shukokai „leið fyrir alla“.

Shito Ryu

Nafnið 'Shito' er samansett úr 'shi' og 'to', fyrstu 2 Kanji eru tekin úr nöfnunum þeirra Sensei Itosu og Sensei Higaonna sem voru aðal kennarar hans Kenwa Mabuni og ákvað hann að kalla hans karatestíl til heiðurs þeim. ‘ryu’ þýðir skóli.

Sensei Itosu var meistari í Shuri-te og æfði Kenwa Mabuni hjá honum frá 13 ára aldri. Sensei Higoanna hinsvegar var meistari í Naha-te og byrjaði Kenwa Mabuni að æfa hjá honum á tvítugs aldri.

Fyrir utan að hafa æft hjá þessum tveimur aðal Okinawa karatemeisturum æfði Kenwa Mabuni líka aðrar bardagalistir eins og Ryukyu Kobudo, Saijutsu, Tawata og Bojutsu og hafði áhrif allra þessara bardagalista leitt að mótun Shito Ryu, ásamt Shuri-te og Naha-te.

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.