Körfubolti | FRÉTTIR

Tvö gull og tvö silfur í yngriflokkum.

Yngri flokka starfið í körfunni hefur blómstrað í vetur og uppskeran komin í hús, 2 Íslandsmeistaratitlar og 2 silfurverðlaun á Íslandsmótinu.    7.flokkur drengja undir stjórn Hjalta Þórs urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð, en þeir voru taplausir á Íslandsmótinu í vetur og eru auk þess Reykjavíkurmeistarar.   MB 11 ára drengja undir stjórn  Birgis Guðfinnssonar urðu Íslandsmeistarar.  Þeir unnu 9 leiki af 10 sem töldu til úrslita í vetur og unnu sigur í 5 af 5 leikjum úrslitahelgarinnar.   8.flokkur karla…

12.05 2017 | Karfa LESA MEIRA

Falur Harðarson nýr þjálfari í mfl karla í körfu

Í dag var skrifað undir samning við Fal J Harðarson um þjálfun á meistaraflokki karla í körfuknattleik til ársins 2019. Falur tekur við keflinu af Hjalta Þ Vilhjálmssyni sem hefur verið þjálfari meistaraflokks karla undanfarin ár. Það þarf vart að kynna hann fyrir körfuboltaáhugafólki en hann var í fremstu röð íslenskra leikmanna um árabil með Keflavík og hefur verið þjálfari hjá Keflavík til margra ára. Við bjóðum hann velkomin til starfa. Á myndinni eru Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnir, Falur…

28.04 2017 | Karfa LESA MEIRA

Ester Alda í stjórn KKÍ

Í dag fór fram 52. Körfuknattleiksþing KKÍ og fór þingið fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en að þessu sinni gengu úr henni Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í stað þeirra komu inn í stjórn þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir. Stjórn KKÍ skipa þau Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes…

23.04 2017 | Karfa LESA MEIRA

Komdu í körfu!

Körfuknattleiksdeild Fjölnis leitast við að fjölga iðkendum í flokkunum okkar og gera gott starf enn betra. Öllum krökkum í 1.-5. bekk býðst að koma og prófa körfubolta með okkur gjaldfrjálst út tímabilið. Hjá Fjölni starfa frábærir körfuboltaþjálfarar og skemmtilegir körfuboltasnillingar sem taka vel á móti krökkunum. Sjáumst eftir páska. Áfram Fjölnir!   Æfingtöfu má nálgast á  http://www.fjolnir.is/karfa/aefingatoflur-korfubolti/ Æfingataflan breytist í maí.  

12.04 2017 | Karfa LESA MEIRA

Tvíframlengt og oddaleikur

Það verða tveir odda­leik­ir sem munu skera úr um hvaða lið mæt­ast í ein­víg­inu um sæti í úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik næsta vet­ur, en bæði Breiðablik og Fjöln­ir jöfnuðu ein­vígi sín í undanúr­slit­un­um í kvöld. Lokaleikurinn í þessu einvígi verður í Dalhúsum kl. 17:00 á morgun laugardag - nú troðfyllum við  húsið.​ Það var gríðarleg spenna í Hvera­gerði þegar Fjöln­ir heim­sótti Ham­ar með bakið upp við vegg. Staðan í hálfleik var 49:45 fyr­ir Fjölni, en jafn­ræðið hélt áfram eft­ir hlé.…

24.03 2017 | Karfa LESA MEIRA

Hamar - Fjölnir Brennum austur

~~Kæru körfuboltaunnendur,   Leikmenn meistaraflokks karla, ásamt Hjalta þjálfara, stefna ótrauðir upp í efstu deild, Dominosdeildina. Þessa dagana fara fram undanúrslitin en það lið sem er á undan að vinna þrjá leiki kemst áfram í úrslitin. Eftir þrjár viðureignir Fjölnis og Hamars um sæti í úrslitum er staðan þannig að Fjölnir er með einn sigur en Hamar með tvo. Það er því ljóst að strákarnir okkar verða að fara með sigur af hólmi í leiknum annað kvöld til að ná…

22.03 2017 | Karfa LESA MEIRA

Hamar náði undirtökunum

Ham­ar vann Fjölni öðru sinni í um­spili um sæti í úr­vals­deild karla í körfu­bolta í kvöld, 91:86. Ham­ar er því kom­inn í 2:1 for­ystu í ein­víg­inu og næg­ir sig­ur á heima­velli á fimmtu­dag, til að tryggja sér sæti í úr­slita­ein­víg­inu. Fjöln­ir hafnaði í 2. sæti deild­ar­inn­ar með 38 stig, en Ham­ar var í 5. sæti með 20 stig. Það bjugg­ust því flest­ir við þægi­legu ein­vígi fyr­ir Fjölni, sem hef­ur al­deil­is ekki verið raun­in.  Fjöln­is­menn byrjuðu bet­ur í kvöld og höfðu…

21.03 2017 | Karfa LESA MEIRA

Sækjum jólatréð heim !

Körfuknattleiksdeild Fjölnis sækir jólatré heim að dyrum laugardaginn og sunnudaginn 7. - 8. janúar fyrir aðeins 2.000 kr. Auðvelt er að nýta þjónustuna en eina sem þarf að gera er að senda tölvupóst á karfa@fjolnir.is með nafni, heimilisfangi og símanúmeri ásamt millifærslukvittun fyrir miðnætti föstudaginn 6. janúar og við sækjum laugardag og sunnudag 7. - 8. janúar. Reikningsupplýsingar: 0114-26-9292, kt. 670900-3120. Nánari upplýsingar veitir Styrmir í s: 8636320   Gleðilega hátíð! Áfram Fjölnir!

04.01 2017 | Karfa LESA MEIRA

Áramótakveðja frá körfunni

Um leið og við þökkum fyrir samstarfið á fyrri hluta körfuboltatímabilsins óskum við ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.  Við erum stolt af iðkendum Körfuknattleiksdeildarinnar og horfum spennt fram á seinni hluta tímabilsins þar sem við erum sannfærð um að hver og einn muni vaxa og blómstra í íþróttinni okkar. Þegar horft er yfir fyrri hluta tímabilsins þá er auðvelt að segja að gangur deildarinnar sé með ágætum. Yngstu iðkendurnir æfa að kappi undir stjórn þjálfara okkar og…

30.12 2016 | Karfa LESA MEIRA

Sambíómót 2016 - Þakkir til ykkar

Góðan dag,   Körfuknattleiksdeild Fjölnis vill koma á framfæri bestu þökkum til allra þátttakendanna á mótinu, fjölskyldna þeirra, liðstjóra, og þjálfara. Með þátttöku þeirra áttum við saman frábæra körfuboltahelgi þar sem leikgleði barnanna var í fyrirrúmi. Deildin þakkar einnig styrktaraðilum mótsins og þakkar kærlega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu þessa frábæru körfuboltahelgi að veruleika og gerðu gott mót ennþá betra. Körfuknattleiksdeild Fjölnis, í samvinnu við SAMbíóin Egilshöll, hélt uppteknum hætti síðustu ára með því að halda sitt árlega körfuboltamót þar…

09.11 2016 | Karfa LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.