Körfubolti | FRÉTTIR

Við eigum tvo flokka í úrslitum

Eins og körfuboltaáhugafólk veit þá er Geysis-bikarveisla í gangi þessa daganna og er að ná hámarki með úrslitaleikjum. Við eigum tvo öfluga flokka í úrslitum. Í dag föstudaginn 15. febrúar kl. 20:15 höfum við titil að verja. A lið 10. flokks Fjölnis leikur þá til úrslita gegn Stjörnunni í Laugardalshöll.  Á sunnudaginn kemur 17.febrúar eigum við annað lið í úrslitum í Laugardalshöllinni, þegar drengjaflokkur mætir Stjörnumönnum kl. 16:50. Fjölnismenn stöndum saman og sýnum hversu máttug við erum, mætum og hvetjum…

15.02 2019 | Karfa LESA MEIRA

Jólasöfnun körfunnar

Góðan dag,  Nú hefst hin árlega Jólasöfnun Körfuknattleiksdeildar Fjölnis.   Við erum að selja flatkökur, klósett- og eldhúspappír, kaffi, egg, jólarósir og kerti og vegleg handklæði merkt Fjölni. Nýtt: Fjölnishandklæði   Sölublöðum og greiðslu er skilað eigi síðar en sunnudag 9. desember kl. 22:00. Afhending vara verður fimmtudaginn 13. desember.   Eins og áður safna iðkendur fyrir sjálfa sig um leið og þeir safna fyrir körfuboltadeildina. Iðkendur safna sér inn pening með því að selja ákveðinn fjölda af vörum (sjá…

30.11 2018 | Karfa LESA MEIRA

Hreiðar Bjarki kominn heim

Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.  Hreiðar er uppalinn Fjölnisdrengur og kemur heim reynslunni ríkar eftir að hafa spilað með Þór A á síðasta tímabili.  Hreiðar er framherji og mun koma inn í hópinn sem hefur verið að eflast síðustu vikurnar. Velkomin heim Hreiðar Bjarki #FélagiðOkkar

03.07 2018 | Karfa LESA MEIRA

Vilhjálmur Theodór skrifar undir hjá körfunni

Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.   Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík.  Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig. Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar. Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að…

22.06 2018 | Karfa LESA MEIRA

Róbert Sig kominn heim!

Bakvörðurinn knái, Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Róbert er uppalinn Fjölnismaður en var á síðasta tímabili hjá Stjörnunni. Það er mikill fengur að fá hann aftur í Voginn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta keppnistímabil. Við bjóðum hann velkominn í hópinn. #FélagiðOkkar

19.06 2018 | Karfa LESA MEIRA

9. flokkur drengja Íslandsmeistarar.

Glæsilegur árangur 9. flokks drengja. Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018.  Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni. Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson. Ólafur Ingi Styrmisson…

07.05 2018 | Karfa LESA MEIRA

Íslandsmeistarar í 7 flokki 2018

Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla. Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018. Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason. Það var Ester Alda Sæmundsdóttir, úr stjórn KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok. Til hamingju Fjölnir! #FélagiðOkkar

24.04 2018 | Karfa LESA MEIRA

Stelpurnar í úrslitaeinvígið

Fjöln­is­kon­ur eru komn­ar í úr­slita­ein­vígi um sæti í efstu deild kvenna í körfu­bolta eft­ir 67:52-sig­ur á Þór Ak. fyr­ir norðan í dag. Fjöln­ir náði for­yst­unni strax í byrj­un og hélt henni all­an leik­inn. Fjöln­ir vinn­ur ein­vígið 3:1, eft­ir að Þór minnkaði mun­inn í 2:1 með sigri í síðasta leik.  Berg­lind Kar­en Ingvars­dótt­ir átti afar góðan leik fyr­ir Fjölni og skoraði 20 stig og tók auk þess 10 frá­köst. Aníka Linda Hjálm­ars­dótt­ir bætti við 11 stig­um. Hrefna Ottós­dótt­ir og Heiða Hlín Björns­dótt­ir voru stiga­hæst­ar…

23.03 2018 | Karfa LESA MEIRA

Stelpurnar okkar í góðri stöðu

Fjöln­is­kon­ur eru komn­ar í 2:0 í undanúr­slita­ein­víg­inu við Þór frá Ak­ur­eyri í 1. deild kvenna í körfuknatt­leik eft­ir ann­an spennu­leik í Síðuskóla á Ak­ur­eyri í dag þar sem þær sigruðu 68:66. Fjöln­ir vann fyrsta leik­inn á þriggja stiga flautukörfu á föstu­dags­kvöldið og get­ur nú tryggt sér sæti í úr­slit­un­um með heima­sigri í þriðja leikn­um. Guðrún Edda Bjarna­dótt­ir, sem skoraði um­rædda flautukörfu í fyrsta leikn­um, gerði sér lítið fyr­ir og kom Fjölni í 68:65 með þriggja stiga körfu þegar 30 sek­únd­ur…

18.03 2018 | Karfa LESA MEIRA

Við sækjum jólatré heim að dyrum

Góðan dag, Körfuknattleiksdeild Fjölnis sækir jólatré heim að dyrum eftir hádegi laugardaginn 6. janúar og sunnudaginn 7. janúar fyrir aðeins 2.000 kr. Auðvelt er að nýta þjónustuna en eina sem þarf að gera er að senda tölvupóst á karfa@fjolnir.is með nafni, heimilisfangi og símanúmeri ásamt millifærslukvittun fyrir miðnætti föstudaginn 5. janúar og við sækjum laugardag og sunnudag 6. - 7. janúar. Reikningsupplýsingar: 0114-26-9292, kt. 670900-3120. Sækjum heim

03.01 2018 | Karfa LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.