Körfubolti | FRÉTTIR

23.04 2017

Ester Alda í stjórn KKÍ

Í dag fór fram 52. Körfuknattleiksþing KKÍ og fór þingið fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hannes S. Jónsson var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörinn. Stjórn KKÍ var sjálfkjörinn en að þessu sinni gengu úr henni Guðjón Þorsteinsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Í stað þeirra komu inn í stjórn þær Birna Lárusdóttir og Ester Alda Sæmundsdóttir.

Stjórn KKÍ skipa þau Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Hannes S. Jónsson, Lárus Blöndal, Páll Kolbeinsson og Rúnar Birgir Gíslason til næstu tveggja ára.

Stjórn kom strax saman að loknu þingi til fundar og skipti með sér verkum að tillögu formanns. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir verður áfram varaformaður, Eyjólfur Þór Guðlaugsson verður áfram gjaldkeri og Rúnar Birgir Gíslason verður áfram ritari.
 
Reikningar KKÍ voru samþykktir en á síðasta starfsári skilaði KKÍ tæplega 15.5 milljóna króna tapi.
 
Meðal helstu mála sem voru afgreidd voru eftirfarandi:
Tillaga Kkd. KR að stækka úrvalsdeild kvenna í 12 lið var vísað til stjórnar.
Tillaga Kkd. Hattar um að fjölga erlendum leikmönnum og koma á svokölluðu 3+2 kerfi var felld á jöfnu.
Þingsályktunartillgaa Kkd. Breiðabliks um að fjölga umferðum í 1. deild karla úr tveimur í þrjár var samþykkt.
 
Hérna á vef KKÍ.is er hægt að nálgast ársskýrslu fyrir starfsárin 2015-16 og 2016-17 
 
Myndin er af stjórn KKÍ 2017-2019 en á myndina vantar tvo stjórnarmenn, þá Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeinsson.

Við óskum Ester Öldu til hamingju  með stjórnarkjörið.

Til baka

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.